Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 24

Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stefnt er að því að nýr leikskóli og fjölskyldumiðstöð rísi árið 2022 á reit sem kenndur er við Njálsgötu- róló. Reiturinn afmarkast af Grett- isgötu, Njálsgötu, Rauðarárstíg og Snorrabraut og mun byggingin rísa fyrir aftan Austurbæjarbíó. Á næsta ári verður unnið við hönnun hússins og framkvæmdin undirbúin fyrir útboð. Vonast er til að fram- kvæmdir geti hafist síðla árs 2021. Reykjavíkurborg í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efndi í sum- ar til opinnar hönnunar- og fram- kvæmdasamkeppni um nýjan mið- borgarleikskóla og fjölskyldu- miðstöð á reitnum og voru úrslit kunngjörð rétt fyrir jólin. Fyrstu verðlaun hlutu Basalt arkitektar og Landslag. 2.-3. verð- laun hlutu THG arkitektar og Landform og Andrúm arkitektar. Undirbúningur að byggingu á nýjum miðborgarleikskóla á Njáls- göturóló hófst árið 2018 þegar stýri- hópurinn Brúum bilið var stofn- aður. Hópnum var falið að finna leiðir til að brúa bil á milli fæðing- arorlofs og leikskóla. Eitt af áhersluatriðum var að fjölga leik- skólaplássum í borginni. Gert er ráð fyrir að nýr miðborgarleikskóli rúmi um 116 börn á aldrinum eins til sex ára. Einnig verður starfrækt fjölskyldumiðstöð í byggingunni. Fjölmargir arkitektar og hönnuðir sýndu þessu verkefni áhuga. Inn- sendar tillögur voru 29 talsins og komu víðsvegar að úr heiminum. Keppendur settu fram hug- myndir sínar í samræmi við keppn- islýsingu, s.s. byggingarform, innri og ytri tengingar, stærðir og um- hverfi. Í leikskólanum Miðborg hef- ur starfsfólk þróað flæði í leik og námi barna. Það felur í sér að börn- in fái sjálf að velja sér viðfangsefni og flæða áfram í leiknum án leið- sagnar og kennslu. Sjálfræði skipar þar stóran sess því börnin fá að vera leiðtogar í eigin námi, segir í frétt frá borginni. „Tillagan er einstaklega vel unnin og svarar mjög vel áherslum í for- sögn og þörfum starfseminnar. Byggingarform er fágað og látlaust með ávölum hornum og umlukt málmmöskva, sem skapar áhuga- vert spil skugga, sjónrænnar dýpt- ar, lokunar og gagnsæis. Litaval er lágstemmt en þó líflegt. Byggingin fer einstaklega vel í götumyndinni. Innri rýmismyndun byggingarinnar skapar áhugavert mótvægi við ytri ásýnd, en rifjur úr krosslímdu timbri gefa rýminu allt í senn hlý- leika, hrynjandi og uppbrot. Þessar andstæður gefa byggingunni sér- stöðu, á áhrifaríkan hátt þegar horft er inn frá leikskólalóð og þakgörð- um,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar. Byggingin er á þremur hæðum. Aðalinngangur er úr garði, sem tengir lóð og leikskóla. Á annarri hæð verða heimastofur elstu barnanna ásamt aðstöðu starfsfólks. Fjölskyldumiðstöð verður á þriðju hæð og tengist þakgarði. Nýr leikskóli rís á Njálsgöturóló  Basalt arikektar og Landslag hlut- skörpust í samkeppni Tölvumynd/Basalt arkitektar Njálsgöturóló Litaval er lágstemmt en þó líflegt og byggingin fer einstaklega vel í götumyndinni segir í niðurstöðu dómnefndar arkitektasamkeppninnar. Óskum landsmönnum farsældar á nýju ári 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.