Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Meðalhiti í byggðum landsins árið 2020 er sjónarmun undir meðaltali síðustu tíu ára (-0,3 stig), en vel yfir eldri meðaltölum. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á Moggablogginu. Sé litið á spásvæði hefur verið kaldast á Suðurlandi og við Faxaflóa, þar raðast árið í 17. hlýjasta sæti (af 20) á öldinni. Aftur á móti var hlýjast að tiltölu á Aust- fjörðum. Þar er árið það 9. hlýjasta á öldinni. Desember sem nú kveður verð- ur að teljast hagstæður um landið sunnan- og vestanvert og með snjó- léttara móti, segir Trausti. Mjög úrkomusamt var aftur á móti norðaustan- og austanlands og virðist stefna í úrkomusamasta des- embermánuð sem vitað er um á all- mörgum veðurstöðvum í þeim lands- hlutum. Veðurstofan gerir árið 2020 upp á fyrstu dögum ársins 2021. Meðal- hiti í Reykjavík fyrstu ellefu mánuði ársins var 5,4 stig sem er 0,7 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,5 stigum undir meðallagi síð- ustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 40. sæti á lista 150 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna ellefu 4,8 stig. Það er 1,1 stigi ofan meðallags ár- anna 1961 til 1990 en -0,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Með- alhitinn þar raðast í 22. til 24. sæti sæti á lista 140 ára. Útkoma ársins í heild ætti að vera nærri þessu. Tíð var óhagstæð og illviðrasöm fram undir páska – þó skárri í mars heldur en í janúar og febrúar en þeir mánuðir voru óvenjuillviðrasamir, segir Trausti á blogginu. Maí og júní voru hagstæðir, en víða var fremur kalt í júlí sem var víðast hvar kaldari heldur en ágúst. Framan af ágúst rigndi mjög um landið sunnan- og vestanvert en hlý og hagstæð tíð var þá norðaustanlands. Sunnanlands hefði áður fyrr jafnvel verið talað um rigningasumar í heyskap. Fremur svalt var í september en aftur á móti hlýtt að tiltölu í október og vindar oftast hægir. Heldur illviðrasamara var í nóvember, en samgöngur voru greiðar og tíð almennt hagstæð. Árið í heild hefur verið úrkomu- samt. Þannig var úrkoman 13% um- fram meðallag í Reykjavík, en 26% umfram meðallag á Akureyri fyrstu 11 mánuði ársins. Úrkomumet falla fyr- ir austan og norðan Morgunblaðið/Eggert Rigningaár Árið 2020 telst vera í blautara lagi. Úrkoman í Reykjavík og á Akureyri hefur verið yfir meðallagi.  Meðalhiti á landinu árið 2020 sjónarmun undir meðaltali Mörkin 6 - 108 Rvk. s: 781-5100 Lokað gamlársdag og nýársdag. Opnum aftur laugardag 2.jan.: Kl.11-15. Þökkum ánægjuleg viðskipti á liðnu ári Gleðilegt nýtt ár! Söfnum í neyðarmatarsjóð til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Guð blessi ykkur öll Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Alls hafa borist 47 tilkynningar vegna tjóna á Seyðisfirði í kjölfar aurskriðufalla. Þar af eru 16 tilkynn- ingar vegna tjóns á innbúi en í heild er um að ræða tjón á 31 húseign. Al- tjón er á 10-12 húsum. Þetta kemur fram hjá Huldu Ragnheiði Árnadóttur, fram- kvæmdastjóra Náttúruhamfara- tryggingar. Segir hún að búast megi við fleiri tilkynningum áður en yfir lýkur. „Sumt er sama húsið þar sem bæði er um að ræða tjón á húsi og innbúi,“ segir Hulda. Hún segir að það hafi verið vitað að fleiri hús hafi verið skemmd held- ur en kom fram fyrstu dagana eftir skriðuföllin. Í mörgum tilfellum er um að ræða vatnstjón sem fólk hefur eðli málsins samkvæmt ekki komist heim til þess að kanna nema á allra síðustu dögum í besta falli. „Það er í raun ekki enn komið í ljós hvert umfangið er. Við reiknum með fleiri tilkynningum,“ segir Hulda. Hafa ekki komist á staðinn Starfsfólk Náttúruhamfaratrygg- ingar hefur ekki komist á staðinn til þess að meta tjón eftir að stærsta skriðan féll. Það mun takast í upp- hafi árs. Þrátt fyrir aukinn fjölda til- kynninga hefur upphaflegt mat á tjóninu upp á milljarð króna ekki breyst. „Við höfum ekkert breytt skoðun okkar um það að þetta verði ein- hvers staðar í kringum milljarð. Það er sú tala sem við reiknum með. Það helgast af því að við erum með kort og gerðum í upphafi ráð fyrir ákveðnum fjölda tilkynninga þótt við séum ekki búin að fá þær allar í hendur núna,“ segir Hulda. „Við hvetjum fólk til að tilkynna tjón sem fyrst svo það fái þjón- ustuna sem fyrst,“ segir Hulda. Morgunblaðið/Eggert Seyðisfjörður Miklar skemmdir urðu á mörgum húsum eftir aurflóðin. 47 tjónatilkynn- ingar eftir flóðin  Altjón á 10-12 húsum á Seyðisfirði Frá 1. janúar eykst greiðsluþátt- taka sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar öryrkja og aldraðra úr 50% í 57%, og er áætlaður kostn- aður ríkisins um 200 milljónir króna vegna þessa samkvæmt gild- andi fjármálaáætlun. Lækkunin er liður í áætlun Svandísar Svav- arsdóttur heilbrigðisráðherra um að lækka greiðsluþátttöku sjúk- linga, og stefnt er að því að þátt- taka sjúkratrygginga vegna tann- lækniskostnaðar þessara hópa verði komin í 75% árið 2024. Komu- gjöld í heilsugæslu munu því lækka úr 700 krónum í 500 krónur eftir áramót og fellt verður niður sérstakt komu- gjald hjá þeim sem sækja aðra heilsugæslustöð en þeir eru skráðir hjá. Þá mun heilsugæslan um allt land taka við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi og lækkar þá gjald fyrir leghálsstrok úr 4.818 krónum í 500 krónur. Gjöld fyrir heilsugæslu- og tannlækninga- þjónustu lækka eftir áramót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.