Morgunblaðið - 31.12.2020, Side 11

Morgunblaðið - 31.12.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Meðalhiti í byggðum landsins árið 2020 er sjónarmun undir meðaltali síðustu tíu ára (-0,3 stig), en vel yfir eldri meðaltölum. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á Moggablogginu. Sé litið á spásvæði hefur verið kaldast á Suðurlandi og við Faxaflóa, þar raðast árið í 17. hlýjasta sæti (af 20) á öldinni. Aftur á móti var hlýjast að tiltölu á Aust- fjörðum. Þar er árið það 9. hlýjasta á öldinni. Desember sem nú kveður verð- ur að teljast hagstæður um landið sunnan- og vestanvert og með snjó- léttara móti, segir Trausti. Mjög úrkomusamt var aftur á móti norðaustan- og austanlands og virðist stefna í úrkomusamasta des- embermánuð sem vitað er um á all- mörgum veðurstöðvum í þeim lands- hlutum. Veðurstofan gerir árið 2020 upp á fyrstu dögum ársins 2021. Meðal- hiti í Reykjavík fyrstu ellefu mánuði ársins var 5,4 stig sem er 0,7 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,5 stigum undir meðallagi síð- ustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 40. sæti á lista 150 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna ellefu 4,8 stig. Það er 1,1 stigi ofan meðallags ár- anna 1961 til 1990 en -0,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Með- alhitinn þar raðast í 22. til 24. sæti sæti á lista 140 ára. Útkoma ársins í heild ætti að vera nærri þessu. Tíð var óhagstæð og illviðrasöm fram undir páska – þó skárri í mars heldur en í janúar og febrúar en þeir mánuðir voru óvenjuillviðrasamir, segir Trausti á blogginu. Maí og júní voru hagstæðir, en víða var fremur kalt í júlí sem var víðast hvar kaldari heldur en ágúst. Framan af ágúst rigndi mjög um landið sunnan- og vestanvert en hlý og hagstæð tíð var þá norðaustanlands. Sunnanlands hefði áður fyrr jafnvel verið talað um rigningasumar í heyskap. Fremur svalt var í september en aftur á móti hlýtt að tiltölu í október og vindar oftast hægir. Heldur illviðrasamara var í nóvember, en samgöngur voru greiðar og tíð almennt hagstæð. Árið í heild hefur verið úrkomu- samt. Þannig var úrkoman 13% um- fram meðallag í Reykjavík, en 26% umfram meðallag á Akureyri fyrstu 11 mánuði ársins. Úrkomumet falla fyr- ir austan og norðan Morgunblaðið/Eggert Rigningaár Árið 2020 telst vera í blautara lagi. Úrkoman í Reykjavík og á Akureyri hefur verið yfir meðallagi.  Meðalhiti á landinu árið 2020 sjónarmun undir meðaltali Mörkin 6 - 108 Rvk. s: 781-5100 Lokað gamlársdag og nýársdag. Opnum aftur laugardag 2.jan.: Kl.11-15. Þökkum ánægjuleg viðskipti á liðnu ári Gleðilegt nýtt ár! Söfnum í neyðarmatarsjóð til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Guð blessi ykkur öll Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Alls hafa borist 47 tilkynningar vegna tjóna á Seyðisfirði í kjölfar aurskriðufalla. Þar af eru 16 tilkynn- ingar vegna tjóns á innbúi en í heild er um að ræða tjón á 31 húseign. Al- tjón er á 10-12 húsum. Þetta kemur fram hjá Huldu Ragnheiði Árnadóttur, fram- kvæmdastjóra Náttúruhamfara- tryggingar. Segir hún að búast megi við fleiri tilkynningum áður en yfir lýkur. „Sumt er sama húsið þar sem bæði er um að ræða tjón á húsi og innbúi,“ segir Hulda. Hún segir að það hafi verið vitað að fleiri hús hafi verið skemmd held- ur en kom fram fyrstu dagana eftir skriðuföllin. Í mörgum tilfellum er um að ræða vatnstjón sem fólk hefur eðli málsins samkvæmt ekki komist heim til þess að kanna nema á allra síðustu dögum í besta falli. „Það er í raun ekki enn komið í ljós hvert umfangið er. Við reiknum með fleiri tilkynningum,“ segir Hulda. Hafa ekki komist á staðinn Starfsfólk Náttúruhamfaratrygg- ingar hefur ekki komist á staðinn til þess að meta tjón eftir að stærsta skriðan féll. Það mun takast í upp- hafi árs. Þrátt fyrir aukinn fjölda til- kynninga hefur upphaflegt mat á tjóninu upp á milljarð króna ekki breyst. „Við höfum ekkert breytt skoðun okkar um það að þetta verði ein- hvers staðar í kringum milljarð. Það er sú tala sem við reiknum með. Það helgast af því að við erum með kort og gerðum í upphafi ráð fyrir ákveðnum fjölda tilkynninga þótt við séum ekki búin að fá þær allar í hendur núna,“ segir Hulda. „Við hvetjum fólk til að tilkynna tjón sem fyrst svo það fái þjón- ustuna sem fyrst,“ segir Hulda. Morgunblaðið/Eggert Seyðisfjörður Miklar skemmdir urðu á mörgum húsum eftir aurflóðin. 47 tjónatilkynn- ingar eftir flóðin  Altjón á 10-12 húsum á Seyðisfirði Frá 1. janúar eykst greiðsluþátt- taka sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar öryrkja og aldraðra úr 50% í 57%, og er áætlaður kostn- aður ríkisins um 200 milljónir króna vegna þessa samkvæmt gild- andi fjármálaáætlun. Lækkunin er liður í áætlun Svandísar Svav- arsdóttur heilbrigðisráðherra um að lækka greiðsluþátttöku sjúk- linga, og stefnt er að því að þátt- taka sjúkratrygginga vegna tann- lækniskostnaðar þessara hópa verði komin í 75% árið 2024. Komu- gjöld í heilsugæslu munu því lækka úr 700 krónum í 500 krónur eftir áramót og fellt verður niður sérstakt komu- gjald hjá þeim sem sækja aðra heilsugæslustöð en þeir eru skráðir hjá. Þá mun heilsugæslan um allt land taka við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi og lækkar þá gjald fyrir leghálsstrok úr 4.818 krónum í 500 krónur. Gjöld fyrir heilsugæslu- og tannlækninga- þjónustu lækka eftir áramót

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.