Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Morgunblaðið / Hari Stefán Svan Aðalheiðarson fatahönnuður og verslunarmaður segir að ef kórónuveirufaraldurinn hafi kennt sér eitthvað þá sé það að elska sjálfan sig og finna síðan þessari ást fleiri farvegi. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Stefán er um þessar mundir að hvíla sig eftir jólaversl- unina. Hann er annar eigandi Stefánsbúðar þar sem finna má fallega merkjavöru frá alls konar tímabilum. Hann er ánægður með viðskiptin á jólunum þótt hann dragi ekki úr því að tíminn undanfarið hafi verið óvanalegur fyrir alla. „Í verslunarrekstri er tíminn milli jóla og nýárs notaður til þess að hvíla sig eftir jólatraffíkina og safna kröftum fyrir nýtt og spennandi ár. Eins og hjá flestum hefur árið mitt verið einkennilegt en ég átti mjög gott ár þrátt fyrir það. Ég ferðaðist mikið um landið og styrkti fjölskyldu- böndin.“ Hvað ætlarðu að gera um áramótin? „Áramótin verða róleg þetta árið eins og hjá vonandi flestum. Ég held upp á áramótin og afmæli systur minnar með kampavíni og góðum mat. Þetta verða hugguleg ára- mót.“ Hvað mælirðu með að fólk geri tengt fatnaði á gamlárs- kvöld? „Gamlárskvöld er tilvalið til þess að klæða sig einstaklega mikið upp á. Hvort sem maður er einn eða í fjölmenni er hollt og gott fyrir sálina að ganga skrefinu lengra en vana- lega í klæðaburði.“ Stefán Svan vonar að lífið verði eins eðlilegt og það getur hugsanlega orðið á nýju ári. „Auk þess er ástin ofarlega á listanum hjá mér. Ég vænti þess að finna ástina á nýju ári. Ég er óviss með hver það verður, en það mun koma mér á óvart því ástin er alls kon- ar. Ég hef fengið tíma á þessu ári til að kynnast sjálfum mér og finnst ég þannig tilbúnari til að elska aðra mann- eskju eins og ég elska mig.“ Hvað er á óskalistanum tengt tísku á næstunni? „Þessa stundina erum við í búðinni að bíða eftir næstu línu Maison Margiela 6 og grunar mig að þar leynist eitt- hvað sem ég hef augastað á. Ég man sérstaklega eftir gallajakka sem mig langar í. Mig fer að vanta flotta striga- skó enda er vorið á næsta leiti.“ Stefán Svan segir jólin hafa verið dásamleg. Hann flutti í nýja íbúð og hefur komið sér vel fyrir. „Ég átti dásamlegt aðfangadagskvöld með fjölskyldunni. Ég hvíldi mig svo líka vel því á jólum má maður vera lat- ur.“ Stefán er á því að árið 2021 verði spennandi í búðinni þar sem þau eru að vinna að nýjungum og fara í spennandi samstarf sem hann hlakkar til að kynna viðskiptavinum betur. „Þetta er samstarf sem við ætluðum að frumsýna á árinu 2020, en við frestuðum því og betrumbættum út af ástand- inu. Mig langar ekki að segja of mikið þessu tengt, en þetta verður fyrir viðskiptavini okkar, sem eru alls konar fólk með góðan smekk fyrir gæðavörum.“ Ætlar að finna ástina í lífinu á árinu 2021 Tilbúinn fyrir ástina Stefán Svan Aðalheiðarson ætlar að leggja drög að því að finna ástina 2021.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.