Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 46

Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Morgunblaðið / Hari Stefán Svan Aðalheiðarson fatahönnuður og verslunarmaður segir að ef kórónuveirufaraldurinn hafi kennt sér eitthvað þá sé það að elska sjálfan sig og finna síðan þessari ást fleiri farvegi. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Stefán er um þessar mundir að hvíla sig eftir jólaversl- unina. Hann er annar eigandi Stefánsbúðar þar sem finna má fallega merkjavöru frá alls konar tímabilum. Hann er ánægður með viðskiptin á jólunum þótt hann dragi ekki úr því að tíminn undanfarið hafi verið óvanalegur fyrir alla. „Í verslunarrekstri er tíminn milli jóla og nýárs notaður til þess að hvíla sig eftir jólatraffíkina og safna kröftum fyrir nýtt og spennandi ár. Eins og hjá flestum hefur árið mitt verið einkennilegt en ég átti mjög gott ár þrátt fyrir það. Ég ferðaðist mikið um landið og styrkti fjölskyldu- böndin.“ Hvað ætlarðu að gera um áramótin? „Áramótin verða róleg þetta árið eins og hjá vonandi flestum. Ég held upp á áramótin og afmæli systur minnar með kampavíni og góðum mat. Þetta verða hugguleg ára- mót.“ Hvað mælirðu með að fólk geri tengt fatnaði á gamlárs- kvöld? „Gamlárskvöld er tilvalið til þess að klæða sig einstaklega mikið upp á. Hvort sem maður er einn eða í fjölmenni er hollt og gott fyrir sálina að ganga skrefinu lengra en vana- lega í klæðaburði.“ Stefán Svan vonar að lífið verði eins eðlilegt og það getur hugsanlega orðið á nýju ári. „Auk þess er ástin ofarlega á listanum hjá mér. Ég vænti þess að finna ástina á nýju ári. Ég er óviss með hver það verður, en það mun koma mér á óvart því ástin er alls kon- ar. Ég hef fengið tíma á þessu ári til að kynnast sjálfum mér og finnst ég þannig tilbúnari til að elska aðra mann- eskju eins og ég elska mig.“ Hvað er á óskalistanum tengt tísku á næstunni? „Þessa stundina erum við í búðinni að bíða eftir næstu línu Maison Margiela 6 og grunar mig að þar leynist eitt- hvað sem ég hef augastað á. Ég man sérstaklega eftir gallajakka sem mig langar í. Mig fer að vanta flotta striga- skó enda er vorið á næsta leiti.“ Stefán Svan segir jólin hafa verið dásamleg. Hann flutti í nýja íbúð og hefur komið sér vel fyrir. „Ég átti dásamlegt aðfangadagskvöld með fjölskyldunni. Ég hvíldi mig svo líka vel því á jólum má maður vera lat- ur.“ Stefán er á því að árið 2021 verði spennandi í búðinni þar sem þau eru að vinna að nýjungum og fara í spennandi samstarf sem hann hlakkar til að kynna viðskiptavinum betur. „Þetta er samstarf sem við ætluðum að frumsýna á árinu 2020, en við frestuðum því og betrumbættum út af ástand- inu. Mig langar ekki að segja of mikið þessu tengt, en þetta verður fyrir viðskiptavini okkar, sem eru alls konar fólk með góðan smekk fyrir gæðavörum.“ Ætlar að finna ástina í lífinu á árinu 2021 Tilbúinn fyrir ástina Stefán Svan Aðalheiðarson ætlar að leggja drög að því að finna ástina 2021.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.