Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 3 1. D E S E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  307. tölublað  108. árgangur  SKÁK AÐ HÆTTI FRIÐRIKS ÓLAFSSONAR SÝN STJÓRN- MÁLAMANNA Á ÁRIÐ 2021 SEGÐU JÁ Í STAÐ ÞESS AÐ SEGJA NEI VIÐ ÁRAMÓT 37-44 SPÁ SIGGU KLING 50-51QUEEN’S GAMBIT 26 Bóluefni Oxford-AstraZeneca hlaut bráðaleyfi í Bretlandi í gær. Bresk stjórnvöld hafa pantað 100 milljónir skammta af bóluefninu, sem dugir til að bólusetja 50 milljónir manna, og munu bólusetningar með efninu hefj- ast 4. janúar. Það, ásamt pöntunum á bóluefni Pfizer-BioNTech, nægir til að bólusetja alla bresku þjóðina, að sögn Matt Hancock heilbrigðisráð- herra. Bóluefnið hefur ekki enn hlotið markaðsleyfi innan Evrópusam- bandsins, en Noel Wathion, yfirmað- ur hjá Lyfjastofnun Evrópu, sagði í fyrradag að AstraZeneca hefði ekki enn sótt um skilyrt markaðsleyfi í Evrópu og mætti telja ólíklegt að það fengist samþykkt í janúar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, for- stjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við Morgunblaðið að hvert Evrópu- ríki hafi leyfi til að meta sjálft og gefa út svokallað bráðaleyfi á und- anþágu og það hafi Bretar gert. Því væri hægt að veita slíkt bráða- leyfi á Íslandi áð- ur en bóluefnið öðlast markaðsleyfi í Evrópu. Það hefur þó ekki komið til tals, hvorki hér á landi né í öðrum Evrópulöndum, að sögn Rúnu. Spurð hvers vegna Bretar fari þessa leið en ekki aðrir, segist Rúna ekki geta dæmt um það. „Bretar standa náttúrlega í miðjum faraldr- inum og eru núna eftir morgundaginn [daginn í dag] farnir úr Evrópusam- bandinu svo hugsanlega er þetta tengt því. En þeim bráðliggur á að bólusetja, eins og fleirum.“ Hún segir ekki liggja fyrir ná- kvæmlega hvenær bóluefnið fær markaðsleyfi hjá Lyfjstofnun Evrópu en bendir á að það sé nú í svokölluðu áfangamati sem og belgíska bóluefni Janssens. Næst til umfjöllunar hjá Lyfja- stofnun Evrópu er bóluefni lyfjafyr- irtækisins Moderna, sem vonast er til að fái markaðsleyfi 6. janúar. Íslend- ingar hafa tryggt sér 128.000 skammta af bóluefninu, sem dugar til að bólusetja 64.000 manns, en bólu- efnið kemur til Íslands fyrir milli- göngu Svía innan Evrópusamstarfs- ins. alexander@mbl.is Vilja bíða eftir ESB  Bóluefni AstraZeneca hefur fengið bráðaleyfi í Bretlandi  Ekki komið til tals að veita slíkt bráðaleyfi á Íslandi Rúna Hauksdóttir Hvannberg MBóluefni »4, 6 & 32  Wellington-steikur njóta sívax- andi vinsælda um hátíðarnar hér á landi, og seljast í tonnavís. Víða seldust steikurnar upp fyrir jól. Sala fyrir áramótin gengur sömuleiðis mjög vel. Samkvæmt lauslegri samantekt Morg- unblaðsins má ætla að sala á Wellington muni nema nálægt eitt hundrað milljónum króna í desember. Meðal þess sem gerir steikina vinsæla er hve einfalt er að elda hana. »30 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hátíð Wellington frá Sælkerabúðinni. Wellington í tonna- vís um hátíðarnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynisfjara Einn fjölfarnasti áningarstaður ferðamanna var ansi tómlegur um hátíðirnar. Aðeins spor í sandinum eftir ljósmyndara Morgunblaðsins, sem gekk þarna um, aleinn. Gleðilegt nýtt ár! Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.  Umfangsmikið jarðfall varð í þorpinu Ask í Noregi í gær. Þorpið er um 25 km norðaustur af Ósló. Fleiri er enn saknað en 700 hefur verið bjargað af heimilum sínum sem eru nærri áhrifasvæði jarð- fallsins og fluttir á brott. Flatarmál áhrifasvæðisins er um 210 þúsund fermetrar. Slæmt veður og skyggni hefur tolvelt björgunarstörf. Í það minnsta fóru 14 götunúmer í skurð- inn. Tíu slösuðust, þar af einn al- varlega. Lögreglan hefur lýst vett- vanginn hamfarasvæði. Katrín Jakobsdóttir hefur sent Norð- mönnum kveðjur. »32 Íbúa Ask saknað 700 verið bjargað Hamfarir í Ask í Gjerdrum í Noregi AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.