Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 1

Morgunblaðið - 31.12.2020, Page 1
F I M M T U D A G U R 3 1. D E S E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  307. tölublað  108. árgangur  SKÁK AÐ HÆTTI FRIÐRIKS ÓLAFSSONAR SÝN STJÓRN- MÁLAMANNA Á ÁRIÐ 2021 SEGÐU JÁ Í STAÐ ÞESS AÐ SEGJA NEI VIÐ ÁRAMÓT 37-44 SPÁ SIGGU KLING 50-51QUEEN’S GAMBIT 26 Bóluefni Oxford-AstraZeneca hlaut bráðaleyfi í Bretlandi í gær. Bresk stjórnvöld hafa pantað 100 milljónir skammta af bóluefninu, sem dugir til að bólusetja 50 milljónir manna, og munu bólusetningar með efninu hefj- ast 4. janúar. Það, ásamt pöntunum á bóluefni Pfizer-BioNTech, nægir til að bólusetja alla bresku þjóðina, að sögn Matt Hancock heilbrigðisráð- herra. Bóluefnið hefur ekki enn hlotið markaðsleyfi innan Evrópusam- bandsins, en Noel Wathion, yfirmað- ur hjá Lyfjastofnun Evrópu, sagði í fyrradag að AstraZeneca hefði ekki enn sótt um skilyrt markaðsleyfi í Evrópu og mætti telja ólíklegt að það fengist samþykkt í janúar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, for- stjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við Morgunblaðið að hvert Evrópu- ríki hafi leyfi til að meta sjálft og gefa út svokallað bráðaleyfi á und- anþágu og það hafi Bretar gert. Því væri hægt að veita slíkt bráða- leyfi á Íslandi áð- ur en bóluefnið öðlast markaðsleyfi í Evrópu. Það hefur þó ekki komið til tals, hvorki hér á landi né í öðrum Evrópulöndum, að sögn Rúnu. Spurð hvers vegna Bretar fari þessa leið en ekki aðrir, segist Rúna ekki geta dæmt um það. „Bretar standa náttúrlega í miðjum faraldr- inum og eru núna eftir morgundaginn [daginn í dag] farnir úr Evrópusam- bandinu svo hugsanlega er þetta tengt því. En þeim bráðliggur á að bólusetja, eins og fleirum.“ Hún segir ekki liggja fyrir ná- kvæmlega hvenær bóluefnið fær markaðsleyfi hjá Lyfjstofnun Evrópu en bendir á að það sé nú í svokölluðu áfangamati sem og belgíska bóluefni Janssens. Næst til umfjöllunar hjá Lyfja- stofnun Evrópu er bóluefni lyfjafyr- irtækisins Moderna, sem vonast er til að fái markaðsleyfi 6. janúar. Íslend- ingar hafa tryggt sér 128.000 skammta af bóluefninu, sem dugar til að bólusetja 64.000 manns, en bólu- efnið kemur til Íslands fyrir milli- göngu Svía innan Evrópusamstarfs- ins. alexander@mbl.is Vilja bíða eftir ESB  Bóluefni AstraZeneca hefur fengið bráðaleyfi í Bretlandi  Ekki komið til tals að veita slíkt bráðaleyfi á Íslandi Rúna Hauksdóttir Hvannberg MBóluefni »4, 6 & 32  Wellington-steikur njóta sívax- andi vinsælda um hátíðarnar hér á landi, og seljast í tonnavís. Víða seldust steikurnar upp fyrir jól. Sala fyrir áramótin gengur sömuleiðis mjög vel. Samkvæmt lauslegri samantekt Morg- unblaðsins má ætla að sala á Wellington muni nema nálægt eitt hundrað milljónum króna í desember. Meðal þess sem gerir steikina vinsæla er hve einfalt er að elda hana. »30 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hátíð Wellington frá Sælkerabúðinni. Wellington í tonna- vís um hátíðarnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Reynisfjara Einn fjölfarnasti áningarstaður ferðamanna var ansi tómlegur um hátíðirnar. Aðeins spor í sandinum eftir ljósmyndara Morgunblaðsins, sem gekk þarna um, aleinn. Gleðilegt nýtt ár! Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.  Umfangsmikið jarðfall varð í þorpinu Ask í Noregi í gær. Þorpið er um 25 km norðaustur af Ósló. Fleiri er enn saknað en 700 hefur verið bjargað af heimilum sínum sem eru nærri áhrifasvæði jarð- fallsins og fluttir á brott. Flatarmál áhrifasvæðisins er um 210 þúsund fermetrar. Slæmt veður og skyggni hefur tolvelt björgunarstörf. Í það minnsta fóru 14 götunúmer í skurð- inn. Tíu slösuðust, þar af einn al- varlega. Lögreglan hefur lýst vett- vanginn hamfarasvæði. Katrín Jakobsdóttir hefur sent Norð- mönnum kveðjur. »32 Íbúa Ask saknað 700 verið bjargað Hamfarir í Ask í Gjerdrum í Noregi AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.