Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020
www.gilbert.is
Gleðileg jól og
farsælt komandi ár
Styttan I am Queen Mary, eftir
Jeannette Ehlers og La Vaughn
Belle, varð fyrir miklum skemmdum
í óveðri sem gekk yfir Danmörk milli
jóla og nýárs. Verkið var reist fyrir
framan pakkhús Vestur-Indía-
félagsins, í Kaupmannahöfn fyrir
um þremur árum til minningar um
Mary Thomas, eða Queen Mary eins
og hún var nefnd. Hún var ein
þriggja kvenna sem leiddi uppreisn
fyrrverandi þræla í nýlendum Dan-
merkur í Vestur-Indíum 1878.
Verkið, sem er úr léttsteypu og
sjö metra hátt, hefur látið á sjá
vegna danskrar veðráttur sem leikið
hefur það grátt. Í óveðrinu fyrr í vik-
unni missti styttan svo höfuð sitt auk
þess sem helmingurinn af stólnum
sem Mary situr á brotnaði af. „Við
biðjum alla vinsamlegast um að deila
engum samsæriskenningum,“ skrifa
Ehlers og Belle í sameiginlegri
fréttatilkynningu og taka fram að
ekkert bendi til þess að styttan hafi
orðið fyrir barðinu á skemmdar-
verkum. Segja þær enn óljóst hvort
hægt sé að gera við styttuna, en
minna á að til standi að endurgera
styttuna í varanlegra efni þegar
fengist hefur til þess fjármagn.
Danska þingið, menntamála-
ráðuneytið og Kaupmannahafnar-
borg styðja gerð styttunnar í bronsi
og 2019 lagði ráðuneytið eina milljón
danskra króna til verksins sem enn á
þó eftir að fullfjármagna. „Við erum
sannfærðar um að danskar góð-
gerðarstofnanir vilji taka þátt í fjár-
mögnum verksins,“ skrifa listakon-
urnar tvær og upplýsa að þær séu
einnig að skoða möguleika þess að
nýta hópfjármögnun. Ehlers lýsir
styttunni sem „virðingarvotti við
uppreisnina gegn kynþáttahatri og
kerfisbundinni kúgun minnihluta-
hópa, sem er arfur nýlendutímans“.
Mynd fengin af vefnum jeannetteehlers.dk.
Styttan I am Queen Mary áður en
drottningin var gerð höfðinu styttri.
Mary drottning
missti höfuð sitt
Ekki skemmdarverk heldur óveður
Tölvuleikurinn Cyberpunk 2077 hef-
ur skráð sig á spjöld tölvuleikjasög-
unnar sem eitt af mestu skipbrotum
hennar. Sala hófst á leiknum fyrr í
þessum mánuði og stefnir nú í að
endurgreiða þurfi milljónum kaup-
enda þar sem leikurinn er yfirfullur
af alls kyns göllum og það oft stór-
furðulegum.
Í langri fréttaskýringu um leikinn
í dagblaðinu The
New York Times
segir að eftir-
væntingin fyrir
leiknum spanni
um átta ár og var
fullyrt frá upp-
hafi að hann yrði
engum öðrum
líkur.
Árið 2012 til-
kynnti pólska
tölvuleikjafyrir-
tækið CD Projekt Red, sem hannaði
leikinn, að vinna við hann væri að
hefjast og að sögusviðið yrði afar
raunverulegt og í anda vísinda-
skáldskapar. Fjöldi kynningar-
myndbanda fyrir leikinn hefur verið
birtur á netinu og tilkynnt að stjörn-
ur á borð við leikarann Keanu
Reeves og rapparann ASAP Rocky
kæmu við sögu. Reeves fer með
hlutverk leiðandi persónu í leiknum
þar sem við sögu koma vígamenn,
njósnir og margvísleg framtíðar-
tækni.
Átta milljónir manna forpöntuðu
leikinn, sem er meiri eftirspurn en
áður hafði sést í heimi tölvuleikja, að
því er segir í frétt The New York
Times. Eftirvæntingin var því orðin
gríðarleg þegar sala hófst loksins á
leiknum 10. desember síðastliðinn
og vonbrigði kaupenda voru eftir því
mikil.
Skriðdrekar hrynja af himnum
Þúsundir notanda hafa nú sett á
vefinn vídeó af hinum ýmsu göllum
leiksins, eða „glitch“ eins og tölvu-
leikjaspilarar nefna slíka galla. Sum-
ir hverjir eru sprenghlægilegir, til
dæmis sá að ökumaður bifhjóls sé
skyndilega standandi á hjólinu og
orðinn buxnalaus. Þá hafa skrið-
drekar hrunið af himnum ofan og
gólf bygginga verið þakin trjám.
Þannig mætti áfram telja.
Í fréttaskýringunni segir að fyrir
vikið sé leikurinn nær óspilanlegur,
stútfullur af villum og sérstaklega
erfitt að spila hann í eldri leikja-
tölvum. Framleiðendur Playstation
og Xbox, þ.e. Sony og Microsoft,
hafa átt í stökustu vandræðum með
að svara reiðum kaupendum og hef-
ur Sony boðið öllum sem vilja endur-
greiðslu.
Viðvörunarbjöllur
Ljóst er að tapið af leiknum er
gríðarlegt, um átta ára vinna að baki
og kostnaður upp á hundruð millj-
óna dollara. Þeir sem vel þekkja til
tölvuleikjabransans eru þó ekki jafn-
hissa og kaupendur og segja
ákveðnar vísbendingar hafa gefið til
kynna að leikurinn myndi ekki
standast þær miklu væntingar sem
til hans voru gerðar. Benda þeir m.a.
á að fyrirtækið hafi áður þróað gall-
aða leiki, til dæmis fyrsta Witcher--
leikinn sem kom út árið 2007. Öllu
betur gekk þó með Witcher 3 sem
hlaut fjölda verðlauna og naut mik-
illa vinsælda.
Í fyrra komst sá orðrómur á kreik
að CD Projekt Red væri langt á eftir
áætlun með þennan margfræga leik,
Cyberpunk 2077. Fyrrverandi
starfsmenn greindu frá því að algjör
glundroði ríkti innan fyrirtækisins,
átök milli stjórnenda, óraunhæfar
kröfur gerðar um þróun leiksins og
illa farið með starfsmenn. Átti leik-
urinn upphaflega að koma út í apríl á
þessu ári en var frestað fram til 19.
nóvember og svo aftur til 10. desem-
ber svo hægt væri að laga hina ýmsu
galla. Þótti ekki lofa góðu að gagn-
rýnendur tölvuleikja fengu ekki
prufueintök áður en sala hófst, að
undanskildum eintökum fyrir PC-
tölvur. Tilgangurinn væntanlega sá
að engir dómar birtust áður en leik-
urinn yrði fáanlegur.
Feluleiknum er nú lokið og orðið
ljóst að leikurinn er stórgallaður.
Verð hlutabréfa í CD Projekt Red
hefur lækkað um 41% frá því
snemma í desember og framtíðin er
allt annað en björt þar á bæ. Fyrir-
tækið er pólskt og íhuga nú lögmenn
og fjárfestar í Varsjá að höfða mál
gegn stjórnendum þess, telja þá
seka um að hafa beitt vísvitandi
blekkingum um þróun mála við gerð
Cyberpunk 2077. helgisnaer@mbl.is
AFP
Vonbrigði Tölvuleikurinn Cyberpunk 2077 er sagður meingallaður.
Sögulegt klúður
Keanu Reeves í
Cyberpunk 2077
Einn dýrasti tölvuleikur sögunnar, Cyberpunk 2077,
er meingallaður Mikil eftirvænting og algjör vonbrigði
Armando Manzanero, einn dáðasti
lagahöfundur og söngvari Mexíkós,
er látinn, 85 ára að aldri. Banamein
hans var Covid-19-sjúkdómurinn en
hann greindist með veiruna sem
veldur honum 17. desember.
Manzanero var formaður sam-
bands laga- og textahöfunda í
Mexíkó, SACM, og tilkynnti sam-
bandið andlát hans, að því er fram
kemur í frétt The Guardian. Sagði í
tilkynningunni að hin rómantíska
sál Mexíkós og alls heimsins syrgði
nú Manzanero. Manzanero var
þekktur fyrir að syngja rómantísk
lög sem mörg hver voru líka þýdd
yfir á ensku og sungin af mönnum á
borð við Frank Sinatra, Elvis Pres-
ley og Perry Como. Manzanero
hlaut Grammy-verðlaun árið 2014
fyrir framlag sitt til tónlistar. Hann
samdi yfir 400 lög á ferlinum og gaf
út á fjórða tug hljómplatna.
Allur Söngvarinn Armando Manzanero.
Armando Manzanero látinn, 85 ára
Þýsk útgáfa af glæpasögu Ragnars
Jónassonar, Dimmu, er þriðja mest
selda kilja ársins í Þýskalandi. Bók-
in heitir Dunkel í þýskri þýðingu og
var gefin út í Þýskalandi í maí.
Í nóvember í fyrra fagnaði Ragn-
ar þeim áfanga að hafa selt eina
milljón eintaka af bókum sínum á
heimsvísu, eins og fjallað var um í
Morgunblaðinu, en fyrsta bók hans,
Fölsk nóta, kom út árið 2009. Í ár
hafa jafnmörg eintök selst, ein
milljón eintaka, og sagði Ragnar í
samtali við ViðskiptaMoggann á
dögnum að hann ætti bágt með að
trúa þessum sölutölum og fylltist
auðmýkt yfir viðtökunum.
„Þetta hefur verið með ólík-
indum og ég hef notið góðrar að-
stoðar hjá útgefendum mínum og
umboðsmönnum bæði hér heima og
erlendis,“ sagði Ragnar og hafa
bækur hans nú verið á lista yfir tíu
mest seldu bækur Þýskalands í 30
vikur samfleytt.
Vinsæll Bækur Ragnars Jónassonar selj-
ast eins og heitar lummur í Þýskalandi.
Dimma í þriðja sæti í Þýskalandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Puk Recording Studios, eitt þekkt-
asta upptökuver Jótlands, brann til
kaldra kola fyrr í vikunni. Í frétt
danska dagblaðsins Politiken kemur
fram að blómaskeið upptökuversins
hafi verið á níunda áratug síðustu
aldar, en meðal þeirra sem tekið
hafa upp tónlist þar er enska raf-
poppshljómsveitin Depeche Mode
auk þess sem tónlistarmennirnir
Elton John og George Michael nýttu
aðstöðuna. Eftir því sem tæknin
breyttist, upptökubúnaður varð
ódýrari og auðveldari í meðförum,
missti upptökuverið aðdráttarafl sitt
og hefur ekkert verið tekið þar upp
síðan 2016. Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni er ekki vitað um or-
sök brunans.
Harmur George Michael var meðal þeirra
sem nýttu sér aðstöðu upptökuversins.
Þekkt upptökuver í Danmörku brann