Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 39
STJÓRNMÁL 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Hvílíkt ár! Við höfum lesið um harðindavetur ogdrepsóttir. Árið byrjaði með snjóflóði og ham-faraveðri svo vikum skipti og lauk með aur-skriðum. Blessunarlega án manntjóns. En ég hygg að fæst okkar hafi ímyndað sér að á okkar dögum myndum við glíma við heimskreppu vegna farsóttar. Þegar við fögnum nýju ári horfum við með bjartsýni til þess að við fáum brátt bóluefni til að sigrast á vágestinum. Klaufagangur ríkisstjórnar og upplýsingaóreiða um hvenær við getum hent þessari boðflennu út í hafsauga breytir ekki þeirri bjartsýni. Góður árangur í sóttvörnum stafar m.a. af samstarfi ríkis og einkaaðila. Því verður ríkisstjórnin að leggja tortryggni sinni gagnvart einkaaðilum á heilbrigðis- sviði og nýta öll þau sambönd sem hún hefur til að tryggja hagsmuni Íslendinga. Við stöndum í þakkarskuld við þá sem af þekkingu og hyggjuviti hafa stýrt erfiðum en óhjákvæmilegum sótt- vörnum hér á landi. Um allt samfélagið er líka fólk, sem í þessari glímu hefur lagt meira á sig en ætlast má til í þágu heildarinnar. Fyrir það erum við endalaust þakklát. Vitaskuld hefur sumt orkað tvímælis. En það sem máli skiptir er að í heild leysti sóttvarnateymið verkefnið vel af hendi og skapaði nauðsynlega samstöðu. Hnapphelda stjórnarsamstarfsins Viðreisn hefur stutt þá hugsun að skuldsetja ríkissjóð tímabundið til þess að brúa bilið fyrir þau heimili og fyrir- tæki, sem harðast hafa orðið fyrir barðinu á kreppunni. Þannig að viðspyrnan verði sem snörpust fyrir íslenskan efnahag þegar þar að kemur. Ágreiningurinn við ríkis- stjórnina hefur ekki snúist um þessa hugmyndafræði. Kjarninn í gagnrýni Viðreisnar á efnahagsaðgerðirnar er sá að okkur fannst ekki nógu stór skref stigin strax. Þegar við fluttum tillögur um stærri skref í byrjun faraldursins voru þær felldar. Ríkisstjórnin kom svo með margar þeirra mánuðum seinna. Snarpari viðbrögð hefðu veitt okkur sterk- ari viðspyrnu. Satt best að segja held ég að þessi seinu viðbrögð stafi ekki einvörðungu af skilningsleysi forystumanna stjórnar- flokkanna. Vandinn liggur í eðli stjórnarsamstarfsins. Það varð til í blússandi góðæri og grundvöllur stjórnar- sáttmálans var kyrrstaða. Nema fyrir ríkissjóð sem ríkis- stjórnin gerði ósjálfbæran löngu fyrir veiru. Stjórn, sem mynduð er á kyrrstöðuforsendum, á erfitt með að bregðast við breyttum aðstæðum, hvað þá nýjum áskorunum með markvissri stefnu. Þessi eðlislæga hnapphelda stjórnarsamstarfsins verður svo enn alvarlegri þegar við á nýju ári þurfum að leggja línur um viðreisn landsins. Ný og betri stjórnarskrá Ég tók því vel þegar forsætisráðherra bauð öllum þing- flokkum í byrjum kjörtímabilsins til samstarfs um heild- stæðar breytingar á stjórnarskrá. Verkinu átti ljúka á tveim- ur kjörtímabilum. Nú er komið að skuldadögum fyrri áfanga. Forsætisráð- herra hefur kynnt fjögur frumvörp. Ég hef boðist til að standa að flutningi þriggja þeirra. Auðlindaákvæðinu óbreyttu get ég aftur á móti ekki fylgt. Ástæðan er sú að þar er þjóðareign auðlinda ekki tryggilega meitluð í stein með ótvíræðu skilyrði um endurgjald fyrir tímabundnar nýtingarheimildir. Þá hefur forsætisráðherra ekki efnt það, sem samþykkt var í byrjun, að koma fram með tillögu sem færir fólkinu í landinu rétt til að ákveða sjálft í þjóðaratkvæðagreiðslu hvernig það kýs að skipa málum varðandi fjölþjóðasamvinnu landsins á krefjandi tímum. Að þjóðin fái það frelsi í stjórnarskrá sem hún þarf til að kveða á um eigin framtíð. Ef engar breytingar verða á afstöðu stjórnarflokkanna verða alþingiskosningarnar úrslitaorrusta um þessi grund- vallarágreiningsefni. Í þeirri baráttu mun Viðreisn standa vörð um þá ríku al- mannahagsmuni, sem að baki búa, og heita því að leggja sitt af mörkum til að ljúka heildarverkinu á næsta kjörtímabili. Ný viðreisnaráætlun um meiri hagvöxt Á næstu árum þurfum við að gera miklu meira en að reisa við þá efnahagsstarfsemi sem lamaðist í kreppunni: Auka þarf verðmætasköpun verulega umfram það til að geta staðið undir skuldunum. Í fjármálaáætlun til næstu fimm ára hafa flokkarnir lengst til vinstri og hægri náð saman um heildarumfang ríkisút- gjalda. Ég reikna ekki með stórum ágreiningi um þá niður- stöðu. En krafan verður því sterkari um hagræðingu og skipulagsbreytingar í ríkisrekstrinum til að nýta fjármunina betur þar sem þörfin er mest. Stærsti vandinn felst í hinu að stjórnarsamvinna um kyrr- stöðu og íhald á engin svör við því hvernig auka á hagvöxt þannig að skuldasöfnunin þrengi ekki að velferðarkerfinu. Kunnuglegt stef um skattahækkanir er ekki lausnin. Stjórnarflokkarnir segja það eitt að trú þeirra sé að við munum nálgast sama hagvaxtarstig og áður. En sú trú dugar engan veginn eigi að verja velferðarkerfið og vinna á skulda- vandanum. Hér duga engin vettlingatök. Við þurfum að setja okkur markmið lengra fram í tímann. Til þess að atvinnulífið geti hlaupið hraðar þarf að ryðja hindrunum úr vegi. Það kallar á margvíslegar skipulagsbreytingar og undan því verður ekki vikist að grípa þau tækifæri sem felast í fjölþjóðasamvinnu. Við þurfum nýja viðreisnaráætlun fyrir Ísland. Þar sem frjálslyndi er lykillinn. Samstarf við Evrópusambandið um stöðugri krónu Virkari samkeppni er mikilvæg forsenda þess að hægt verði að auka framleiðni í atvinnulífinu. Til þess þurfa sér- hagsmunir að víkja fyrir almannahagsmunum. Sjávarútvegurinn hefur skilað mikilli framleiðni og verð- mætum. Þar eru enn ónýtt tækifæri. Markaðslausnir við ákvörðun veiðigjalda í tímabundnum samningum eru eitt skref. Annað felst í auknu gegnsæi, kröfum um skráningu á hlutabréfamarkað og skilyrðum um dreifða eignaraðild að stærstu fyrirtækjum. Auka á stuðning við landbúnaðinn. Um leið þarf að leysa nýja verðmætasköpun úr læðingi með frjálsara kerfi og teng- ingu við loftlagsmarkmið. Stöðugur gjaldmiðill er síðan helsta forsenda framleiðni- aukningar. Sá mikli vöxtur í nýsköpun og þekkingariðnaði, sem við þurfum að reiða okkar á næsta áratug, verður því að- eins að veruleika að við fáum stöðuga mynt. Hér er til mests að vinna og engu einasta tækifæri má tapa. Árlegur kostnaður almennings og fyrirtækja vegna krón- unnar hleypur á tugum milljarða. Byrðin vegna skuldavand- ans verður einnig þyngri vegna krónunnar. Viðreisn ætlar því að leggja til að án tafar verði leitað eftir formlegu samstarfi við Evrópusambandið, á grundvelli aðildar okkar að innri markaði þess, til þess að verja stöð- ugra verðgildi krónunnar. Síðan verður að opna fleiri útflutn- ingsmöguleika, efla samkeppni og menningarsamstarf með fullri aðild að Evrópusambandinu. Kosið um frjálslyndi eða íhald Þetta er kjarninn í nauðsynlegum breytingum. Engri þjóð hefur tekist að ná þeim hagvexti, sem við þurfum nú svo sár- lega á að halda til að verja velferðarkerfið, nema með miklum skipulagsbreytingum og nýjum skrefum í fjölþjóðasamvinnu. Fjölþjóðasamvinna er líka forsenda þess að við náum sett- um markmiðum í loftslagsmálum. Án raunhæfra aðgerða geta þau orðið dýrkeyptari en veiran. Í heild hanga fjölmörg brýn verkefni á þessari spýtu áætlunar um viðreisn efna- hagsins. Kosningarnar næsta haust snúast því ekki eins og stund- um um óskalista, heldur um frjálslyndi eða íhald, vöxt eða stöðnun. Leysum gátuna Þegar við stöndum andspænis miklum áskorunum reynir á þá kjölfestu sem við eigum í íslenskum menningararfi. Þar sem jafnréttisáherslur leika líka stærra hlutverk en áður. Gleymum aldrei að við erum að vinna fyrir fólkið okkar og ættarlandið sjálft. Þorsteinn Erlingsson varð þjóðskáld á átakatíma í ís- lenskri sögu þegar við brutumst til sjálfstæðis til þess að skipa eigin málum að vild og haga samvinnu við aðrar þjóðir eins og best þjónaði okkar hagsmunum. Hann unni Íslandi, var eldhugi, jafnaðarmaður en jafnframt óhræddur við að brýna landa sína til að takast á við nýjar áskoranir. Mér finnst sem þessar ljóðlínur hans eigi vel við það mikla verkefni, sem við okkur blasir nú: Því sá, sem hræðist fjallið og einlægt aftur snýr, fær aldrei leyst þá gátu: hvað hinum megin býr. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viðreisn Íslands! Kosningarnar næsta haust snúast því ekki eins og stundum um óskalista, heldur um frjálslyndi eða íhald, vöxt eða stöðnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.