Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Nú eru tíu smáhýsi á Þórdísar- stöðum auk gamla íbúðarhússins sem notað er fyrir starfsfólk. Fólkið bókar sig mest beint í gegnum alþjóðlegar bókunarsíður. „Við lítum á þókununina til bók- unarsíðanna sem auglýsinga- og markaðskostnað okkar,“ segir Sæ- mundur og heldur áfram: „Það var næstum fullbókað alveg þangað til kórónuveirufaraldurinn kom upp. Við erum bjartsýn á að það fari í sama farið þegar honum lýkur.“ Sæmundur segir að vissulega taki tekjufallið í heimsfaraldrinum í hjá þessu fyrirtæki eins og öðrum í ferðaþjónustunni en hann segir að aðgerðir stjórnvalda hjálpi mikið og Landsbankinn taki einnig skyn- samlega á málum fyrirtækis þeirra. Þau verði því tilbúin þegar faraldr- inum lýkur og fólk fer aftur að streyma til Íslands. Hleðslustöð við hvert hús Við uppbygginguna hefur áhersla verið á umhverfismál og græna ferðamennsku. Nefnir Sæ- mundur sem dæmi að hleðslu- stöðvar fyrir rafbíla séu við öll hús- in. Þórdísarstaðir séu því tilbúnir að taka við rafbílavæðingunni þeg- ar hún nær til bílaleiganna. Sæmundur hefur mikla trú á staðsetningunni. Segir að Snæfells- nes sé mikil náttúruperla og er viss um að innan fárra ára verði það jafn vinsælt hjá erlendu ferðafólki og Suðurlandið er nú. Sérstaða Þórdísarstaða er kyrrðin og frið- sældin sem þar ríkir og tengslin við náttúruna. Segir Sæmundur að gestirnir dvelji oft nokkra daga í húsunum, fari í gönguferðir og njóti kyrrðarinnar og útsýnisins að Kirkjufelli. Nefnir hann að fellið sé orðið eitt þekktasta vörumerki Íslands meðal erlendra ferðamanna. Segir hann þá sögu að á miðju ferðamanna- sumrinu 2018 hafi komið fólk ak- andi á bílaleigubíl úr Mýrdal og gist eina nótt á Þórdísarstöðum, í þeim eina tilgangi að sjá Kirkjufell, og ekið síðan morguninn eftir til Keflavíkur til að fara í flug heim til sín í Malasíu. Eru bjartsýn á framtíðina  Einn eigenda ferðaþjónustunnar á Þórdísarstöðum á Snæfellsnesi telur að ferðafólk skili sér fljótt til landsins þegar veiran hefur verið kveðin niður  Leggja áherslu á græna ferðamennsku Snæfellsnes Átta af tíu smáhýsum ferðaþjónustunnar á Þórdísarstöðum. Lögð er áhersla á umhverfismál. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er mjög bjartsýnn á að ferða- fólk fari að koma aftur til Íslands. Það var svo mikil athygli á Íslandi áður en farald- urinn skall á. Svo tókum við vanda- málið föstum tökum og ég tel að fólk líti til Ís- lands sem betri staðar til að dvelja á en stór- borgir heimsins,“ segir Sæmundur Runólfsson, einn eigenda ferða- þjónustunnar á Þórdísarstöðum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Sæmundur bætir því við að gott sé að taka á móti ferðafólki við þessar aðstæður á Þórdísarstöðum. Gistingin er í smáhýsum og fólk fari beint í sín hús. Smithættan sé því minni en þar sem fara þarf um sameiginleg rými. Segir Sæmundur að þrátt fyrir kórónuveiru- faraldurinn hafi gestir verið að koma í vetur, ekki margir en samt hafi alltaf verið einhver viðskipti. Hröð uppbygging Ferðaþjónustan á Þórdísar- stöðum hefur verið byggð upp á stuttum tíma. Sæmundur, Pétur Örn Sverrisson og Bjarni Jónasson keyptu jörðina árið 2017 og hófu strax framkvæmdir. Byggð voru nokkur smáhýsi með útsýni yfir Grundarfjörð og til hins formfagra Kirkjufells. Gekk uppbyggingin svo vel að byrjað var að leigja fyrstu húsin um haustið. Sæmundur Runólfsson „Gráta mun eg Gísla, bróður minn,“ segir Þórdís; „en mun eigi vel fagnað Gísla bana ef grautur er ger og gef- inn?“ Svo segir í Gísla sögu Súrs- sonar frá því þegar Eyjólf- ur grái kom að Helgafelli eftir víg Gísla Súrs- sonar. Gísli hafði varist vel og drengilega í Geirþjófsfirði áður en hann var veginn. Fagnaði Börkur hinn digri, bróðir Þór- dísar, víginu og bað Þórdísi að gera vel við Eyjólf. Þórdís var systir Gísla og líkaði ekki. Þegar gestirnir voru að mat- ast þreif Þórdís sverð Gísla sem Eyjólfur hafði lagt hjá sér og lagði til hans svo mikið sár varð af þótt ekki tækist henni að bana honum. Börkur bauð Eyjólfi sjálfdæmi fyrir atlöguna og gerði hann full manngjöld. Þórdís nefndi sér votta og sagði skilið við Börk. Kvaðst eigi skyldu koma síðan í sömu sæng hjá honum. Fór hún þá að búa á Þórdísarstöðum úti á Eyri. Þórdís flyst að Þórdís- arstöðum SYSTIR GÍSLA SÚRSSONAR Útsýni Kirkjufell blasti við Þórdísi. Dolorin Hita- og verkjastillandi paracetamól Á HAGSTÆÐU VERÐI! Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Lesiðvandlegaupplýsingarnaráumbúðumogfylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til lækniseða lyfjafræðingsséþörfá frekari upplýsingumumáhættuogaukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Dolorin500mg paracetamól töflur - 20stkog30stk Auglýst er eftir tilnefningum til verðlauna úr Verðlaunasjóði í læknisfræði, stofnuðum af Árna Kristinssyni og Þórði Harðarsyni. Verðlaunin nema kr 6.000.000 Þau veitast vísindamanni, sem náð hefur framúrskarandi árangri á sviði læknisfræði eða skyldra greina (þ.m.t. líffræði, lyfjafræði, hjúkrunarfræði, sálfræði, sjúkraþjálfunar, lýðvísinda o.s.frv.). Heimilt er að endurnýja fyrri tilnefningar. Frestur til tilnefninga er til 31.01.2021. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á Vísindum á vordögum á Landspítala 2021. Stjórn Verðlaunasjóðs Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar, Hellulandi 10. Reykjavík 108 (thordhar@simnet.is). Verðlaun Akstur Strætó um áramótin tekur hefðbundnum breytingum. Á höfuð- borgarsvæðinu verður ekið í dag samkvæmt laugardagsáætlun en bætt við ferðum um morguninn. Ek- ið verður til kl. 15. Á morgun, nýárs- dag, verður tekið samkvæmt sunnu- dagsáætlun. Á landsbyggðinni verður ekið í dag, gamlársdag, samkvæmt laug- ardagsáætlun til hádegis. Á nýárs- dag fara engir vagnar Strætó út á land. Vísar Strætó bs. að öðru leyti til upplýsinga um áramótaaksturinn á vefnum straeto.is. Akstur Strætó um áramótin Strætó Takmarkaður akstur um áramót. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, afhenti vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands styrk upp á 2,2 milljónir króna, en fyrir- tækið hefur styrkt félagið á hverju ári síðan 2015. Upphæðinni var safnað með þátttöku í Mottumars og Bleikum október, en hluti af sölu sturtugels og varasalva Blá lónsins var látinn renna til sjóðsins. „Það er okkur alltaf sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda er mikilvægt að efla og styrkja íslenskar rannsóknir á krabbameinum og er vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn,“ segir Grímur. Markmið vísindasjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabba- meinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rann- sóknir á orsökum krabbameina, for- vörnum, meðferðum og lífsgæðum sjúklinga, og hafa 30 rannsóknir hlotið styrki að upphæð 227 millj- ónir króna frá fyrstu úthlutun hans. „Stuðningur Bláa lónsins hefur ver- ið okkur mikilvægur í gegnum tíð- ina. Við höfum séð mikinn vöxt um- sókna um styrki í sjóðinn og fögnum því þessum stuðningi sem gerir okkur kleift að styrkja fleiri rannsóknir, enda eru þær drifkraft- urinn í að ná enn betri árangri varðandi krabbamein á Íslandi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélags- ins í tilkynningu. Ljósmynd/Cindy Rún Li Styrkur Grímur Sæmundsen afhendir Höllu Þorvaldsdóttur gjöfina. Bláa lónið styrkir Krabbameinsfélagið  Rúmar tvær milljónir söfnuðust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.