Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Þegar fjármála- kreppan skall á árið 2007 var gagnrýni beint að Suður- Evrópuríkjum. Þá lifn- aði sú sannfæring að mikill menning- armunur skildi að meinlæta- og nútíma- mótmælendaríki Norð- ur-Evrópu annars veg- ar og hins vegar óhófsöm, eyðslusöm ríki Suður-Evrópu, sem fara hvorki nægilega vel með fjármál sín né að lögum. Samt sem áður forðuðust menn að kalla eftir því að Ítalía eða Spánn skyldu rekin úr ESB, látin „svelta“, að ESB ætti að sneiða hjá þeim og herða skrúfuna (þó að skrúfað hafi í raun verið fyrir í Grikklandi). Það var fremur í suðurríkjunum sem heyrðust raddir efasemdamanna um ESB. Þá sagði ítalski heimspek- ingurinn Giorgio Agamben að vegna mikils munar á lífsháttum og gild- um væri hugmynd um ESB óskyn- samleg. Hann hélt því fram að byggja ætti upp aðskilið samband suðurríkjanna og þar með vísaði hann til hugmyndar um suðurveldi, sem Alexandre Kojève hafði áður sett fram. En hvernig væri ESB án Ítalíu, Spánar eða Grikklands, sem Norður-Evrópubúar fara svo gjarn- an til í frí þar sem við erum öll hrif- in af fornminjum og landslagi þeirra? Mið- og Austur-Evrópa getur ekki treyst á svo mikla samkennd og samúð. Sérstaða hennar er venjulega talin vera galli eða ófullkomleiki við að innleiða gildandi mynstur sem þróast hefur í vesturríkjunum og nú einnig staðfest í Brussel. Um er að ræða hugsunarhátt sem á sér djúpar ræt- ur í sögu Evrópu. Bent hefur verið á að „evr- ópsk einkenni“ hjá ríkjum austan við Sax- elfi séu vegna áhrifa þess að siðmenning- armynstur hafi flust þangað eða jafnvel sem áhrif ný- lendustofnunar. Allt það sem knúði Mið-Evrópu áfram var talið hafa komið frá Vesturlöndum en það sem hélt aftur af henni hafi verið inn- lendar hefðir. Miklir hugsuðir í upp- lýsingarstefnunni á borð við Kant, Voltaire eða Diderot voru sann- færðir um að einungis upplýstir harðstjórar gætu neytt þessar þjóð- ir til að ganga framþróunarleið. Þetta lítt fágaða hugsanamynstur er ríkjandi enn í dag. Lýðræði okk- ar, árangur okkar í umbreytingu efnahagslífs, er að mati fjölda stjórnmálafræðinga, sem sérhæfa sig í rannsóknum á ESB, ekki verk okkar sjálfra heldur „félagsvæð- ingar“ af hálfu Vesturlanda sem og styrkja frá ESB. Birtingarmyndum fullvalda ríkja frá Mið-Evrópu er oft tekið með reiði eins og um væri að ræða aðgerðir sem eru á mörk- um velsæmis og ekki í takt við anda og sögu. Í fyrsta lagi móðgaði Vis- egrad-hópurinn Vesturlönd með því að neita að taka við innflytjendum og nú einnig Pólland og Ungverja- land með því að hafa beitt neit- unarvaldi sínu. Jafnvel það sjálf- stæði sem kemur fram í samstarfi ríkjanna innan verkefnisins, er ber heitið Trimarium, veldur áhyggjum sem reynist torvelt að leyna: hvern- ig stendur á því að þetta verkefni, sem er svo mikilvægt fyrir Evrópu, geti verið komið af stað og haldið áfram með sjálfstæðum hætti og án eftirlits ESB? Mið-Evrópuríki urðu til eða risu upp aftur úr rústum eftirtalinna heimsvelda – Ottómana, Habsborg- ara, Prússa og Rússa. Því á það ekki að koma okkur á óvart að ótti fyrirfinnist meðal Mið- og Austur- Evrópuríkja við kúgandi heims- veldi. Hér eru menn mjög meðvit- aðir um að maður geti ekki verið frjáls sem einstaklingur ef þjóð hans er ekki frjáls, og að pólitískt frelsi sé skilyrði fyrir frelsi ein- staklingsins. Hugmynd um sjálfs- ákvörðunarrétt sem færðist til Evr- ópu frá Bandaríkjunum var lögmætur réttur okkar til frelsis, þó að henni hafi ekki verið hrint í framkvæmd villulaust eða með sam- ræmanlegum hætti. Jafnvel Ung- verjar draga það ekki í efa þótt þeir hafi orðið fyrir miklu tapi en þeir misstu stóran hluta af yfirráðasvæði sínu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Eftir það hafa aldrei ríkt keisarar í Evrópu. Eftir 1945 voru þessi ríki hins vegar aftur innlimuð í hið grimma sovéska heimsveldi og sett í þjónustu þess. Árið 1989 brutust þau út úr því sem frjálsar þjóðir og stofnuðu aftur sjálfstæð ríki. Slík atburðarás virtist vera andstæð rökum sem voru almennt samþykkt í sögu Evrópu. Svarið við því ætti að vera hugmyndin um stækkun ESB sem myndi byggja starfsemi sína á málamiðlun, á því að kunna að meta fjölbreytni, hafna alræð- ishyggju og umfangsmiklum fé- lagslegum tilraunum sem og tryggja í sáttmálum sínum virðingu fyrir vilja hvers ríkis fyrir sig í mál- um er varða stefnumótun. Nú á dögum virðist þessi sýn fær- ast æ lengra frá okkur. Hins vegar er til staðar vaxandi tilhneiging til að beita þessi veikari og fátækari Evrópuríki aga. Enn fremur er reynt að sannfæra okkur um að nú sé þörf á að Evrópa standi saman og samræmi sínar aðgerðir – það sé mikilvægara en meginreglan um einhug. Með þessum hætti verða „evrópsk gildi“ útfærð samkvæmt samræmdri og bindandi túlkun. Í henni felst sú hugmynd að virðing fyrir mannlegri reisn útiloki ekki ótakmarkaðar fóstureyðingar, „framleiðslu“ barna fyrir ýmis pör sem þurfa á þeim að halda eða kyn- breytingu að ósk. Jafnrétti hlýtur að þýða það að leyfa megi hjóna- band samkynhneigðra og jafnframt að þau megi ættleiða börn. Jafnrétti kvenna og karla er fólgið í því að neita því að einhver munur sé milli þeirra. Mannréttindi koma í veg fyrir að takmarka megi fjölda inn- flytjenda o.s.frv. og réttarríki verð- ur að standa vörð um þessi „grund- vallarréttindi“ með slíkan skilning í huga. ESB stefnir í að verða stórfelldur valtari sem mun sameina þjóðir Evrópu í samræmi við þá fyrirmynd sem er talin eina gildisfræðilega og rétta fyrirmyndin. Við, Mið- Evrópubúar, erum þó næmir fyrir einum og réttum kenningum – og við höfum áður upplifað umfangs- mikla tilraun er varðaði framsækna félagstækni sem fólst í bragðvísi með það að markmiði að skapa hinn nýja, betri og frjálsari mann. Við vitum hvernig það endar Það er engin tilviljun að þessi tvö lönd, Ungverjaland og Pólland, séu sterkustu mótmælendurnir gegn umræddri samræmingu (eins og það er engin tilviljun að fyrsta ríkið sem gengur út úr ESB sé Stóra- Bretland en þetta ríki er meðvitað um sínar lýðræðishefðir). Vert er að minna á að það var andspyrna þess- ara tveggja þjóða, með mjög sterka þjóðernisvitund og mikla frels- istilfinningu, sem leysti „aust- urblokkina“ upp. Það var einmitt uppreisn þessara jaðarríkja hins sovéska heimsveldis sem átti stóran hlut í hruni þess en þessi ríki virð- ast hafa verið dæmd til að mistak- ast frammi fyrir mætti móðurrík- isins. Ætli það sé ekki viðvörun? Eftir Zdzisław Krasnodêbski »Hugmynd um sjálfs- ákvörðunarrétt sem færðist til Evrópu frá Bandaríkjunum var lög- mætur réttur okkar til frelsis, þó að henni hafi ekki verið hrint í fram- kvæmd villulaust eða með samræmanlegum hætti.Zdzisław Krasnodêbski Höfundur er pólskur félagsfræðingur og félagsheimspekingur, prófessor við háskólann í Bremen og Evrópuþingmaður. Heimsveldisfreisting Evrópu Björn Ólafsson fæddist í Reykjavík árið 1917 og lést 1984. Sjö ára hóf hann nám í fiðluleik undir hand- leiðslu Þórarins Guð- mundssonar. Eftir brottfararpróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík var hann fimm ár við nám í Vínarborg – og lauk því með diplóm-viðurkenningu. Á meðan Björn var enn í námi var hann konsertmeistari Wiener Ton- künstlerorchester. Þegar að loknu námi sumarið 1939 var hann ráðinn í hina rómuðu hljómsveit Wiener Philharmoniker. Að námi loknu hélt Björn heim til Íslands í stutt sumarfrí, en komst ekki aftur til Vínarborgar vegna þess að þá hófst seinni heimsstyrjöldin. Sá hörmungartími, sem gekk yfir Evrópu og heiminn allan, varð mikið lán fyrir íslenskt tónlistarlíf. Heima á Fróni gerðist Björn mikilvirkur á sínum vett- vangi bæði sem glæsilegur og næmur flytjandi og ekki síður sem kennari, konsertmeistari og for- stöðumaður á víðu sviði tónlistar- flutnings. Það er ekkert ofmat að segja að hann hafi verið að fullu í framvarðarsveit menningarlífsins hér á landi allan þann þann tíma sem hans naut við. Sem fiðluleikari var Björn Ólafs- son listamaður á heimsmælikvarða. Tilfinning hans fyrir tónlist, ást hans á henni og mikil færni til túlk- unar eru augljós í því sem liggur eftir hann og hefur sem betur fer varðveist á upptökum í hinu mikla safni íslenska ríkisútvarpsins. Elstu upptökurnar eru á lakkplötum en þær síð- ari á segulböndum. Þær ná ekki þeim hljóðgæðum sem fær eru í samtíma okkar. Þær eru þó til, en hafa fram á síðustu tíma verið í þann veginn að falla í gleymskunnar dá. Svo hefur þó ekki farið og er þar að þakka afar lofsverðu framtaki Hlífar Bente Sigurjónsdóttur, fiðluleikara og fyrrverandi nemanda Björns, sem hefur af mikilli atorku unnið að því að draga fram þá fjársjóði sem flutningur og túlkun snillingsins er og hefur notið til þess atfylgis hljóðmeistaranna Hreins Valdi- marssonar og Bjarna Rúnars Bjarnasonar. Nú er búið að gefa út á geisla- plötu fyrsta hluta þess fjársjóðs sem Hlíf og samverkamenn hennar hafa dregið fram. Platan ber heitið Sagan í tónum en á henni eru verk eftir tónskáldin Jón Nordal, Þór- arin Jónsson, Jón Leifs, Helga Pálsson og Jórunni Viðar. Vinnsla efnisins hefur tekist með afbrigðum vel. Tónninn er hreinn og fagur og fágaður flutningur listamannsins Björns Ólafssonar nýtur sín með ágætum. Það er mikill akkur að þessum grip, enda má segja að hann sé sem næst skyldueign hvers þess sem ann íslenskri tónlist og góðum flutningi hennar. Eftir Hauk Ágústsson Haukur Ágústsson » Vinnsla efnisins hef- ur tekist með af- brigðum vel. Höfundur er fyrrverandi kennari. Sagan í tónum Um áramót taka gildi uppsagnir hjá líf- eindafræðingum og öðru starfsfólki á frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins og rannsóknirnar verða fluttar úr landi. Fimm lífeindafræð- ingar, einn líffræð- ingur og tveir lífeinda- fræðinemar verða atvinnulausir og ára- löngu starfi, þekkingu og reynslu þeirra verður sturtað niður með illa ígrunduðum ákvörðunum. Útvista á þeirra vinnu og HPV-rannsóknum á leghálsfrumusýnum sem sýkla- og veirufræðideild Landspítalans hefur sinnt undanfarin ár á sama tíma og þar er verið að taka í notkun nýtt og öflugt rannsóknartæki sem ann- ar öllum HPV-greiningum ásamt COVID-19 og fjölmörgum öðrum greiningum. Flytja á skimun fyrir krabba- meini í brjóstum og leghálsi frá Krabbameinsfélagi Íslands. Skimun fyrir krabbameini í brjóstum flyst til Landspítala og Sjúkrahúsins á Akureyri en skimun fyrir krabba- meini í leghálsi til Heilsugæsl- unnar. Þangað til Landspítalinn er tilbúinn að taka við starfsemi tengdri skimun vegna krabbameins í brjóstum á Eiríksgötu verður hún áfram hjá Krabbameinsfélaginu. Sýnataka vegna skimunar á krabbameini í leghálsi verður í höndum Heilsugæslunnar en grein- ing sýnanna er í fullkominni óvissu. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hinn 7. desember 2020 spyr Halla Signý Kristjánsdóttir, þing- maður framsóknarmanna, heil- brigðisráðherra, Svandísi Svav- arsdóttur, út í þær breytingar sem eru fyrirhugaðar nú um áramótin á skimun fyrir leghálskrabbameini og flutningi frá Krabba- meinsfélaginu til Heilsugæslunnar. Halla vekur athygli á hvað það skiptir miklu máli að samfella verði í skipulagðri skimun fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum hjá konum og að hægt sé að treysta á að skimun verði með öruggum hætti áfram. Spurt er hvernig undirbúningur standi og hvort til standi að flytja úr landi smásjárskoðanir frumusýna og hvort ekki sé hætta á þekkingarleka og ófyrirsjáanleika í þeim málefnum haldi þær rann- sóknir ekki áfram hér á landi. Fram kemur í svari Svandísar heilbrigðisráðherra að varðandi frumusýni og smásjárskoðanir þá séu samningsmál hvað það varðar hjá Sjúkratryggingum sem vinni að gerð tímabundins samnings um úr- lestur sýna. Smásjárskoðun frumu- sýna auk HPV-sýna verður tíma- bundið gerð erlendis á meðan unnið er að fyrirkomulagi til lengri tíma. Ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um það hvar frumusýnin verða rannsökuð eftir að tímabund- inn samningur rennur út. Þó að landlæknir hafi lagt til að úrlestur á frumusýnum verði á Landspítala sé sjúkrahúsið ekki í stakk búið til þess að taka strax við því verkefni þar sem álagið á sjúkrahúsið hafi verið mikið und- anfarið vegna COVID-19 eins og öllum er kunnugt. Því spyr ég háttvirtan heilbrigð- isráðherra og landlækni hvers vegna Sjúkratryggingum er falið að útvista þessum rannsóknum leg- hálsfrumu- og HPV-sýna á for- sendum þess að Landspítali sé ekki tilbúinn að taka við þeim, frekar en að halda áfram að kaupa þjónustu af Krabbameinsfélagi Íslands og Landspítala í þeirri mynd sem nú er þangað til Landspítali er tilbúinn að taka við þessum greiningum. Þannig mun þekking þeirra líf- eindafræðinga sem nú starfa við frumurannsóknirnar nýtast áfram og þjónusta við íslenskar konur haldast í landinu. Hér er ekki verið að tala á móti breytingum á skimunarferli krabbameina heldur er verið að gera athugasemd við framkvæmd breytinganna og mælast til að störf og þekking haldist hér heima á Ís- landi. Frændur okkar Írar útvistuðu sínum skimunum frá árinu 2008 og töldu sig vera að tryggja meiri hag- kvæmni, öryggi og gæði. Annað kom á daginn og núna er búið að taka langan tíma að endurreisa skimunarferlið á Írlandi með end- urnýjun á nauðsynlegri þekkingu og færni í greiningum. Að lokum vil ég vekja athygli á því að verið er að breyta með þess- um hætti framkvæmd skimana sem snertir beint allar konur sem eru meira en helmingur íslensku þjóð- arinnar. Þetta varðar öryggi okkar og gæði þeirrar skoðunar sem er gerð á líkama okkar og mælst er til að við látum gera á fimm ára fresti frá 23 ára aldri. Lokun frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands Eftir Öldu Margréti Hauksdóttur »Uppsagnir á frumu- rannsóknarstofu og rannsóknirnar fluttar úr landi. Meðhöndlun og greining leghálsstroka eftir sýnatöku er í full- kominni óvissu Alda Margrét Hauksdóttir Höfundur er formaður Félags lífeindafræðinga. fl@bhm.is Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.