Morgunblaðið - 31.12.2020, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020
Spáð er að á nýársnótt verði bjartviðri
víðast hvar á landinu og jafnvel heið-
skír himinn. Þar við bætist að tunglið
verður nánast fullt, svo búast má við
glampandi mánaskini þannig að bjart
verður um land og lög. Þá er snjór –
ýmist föl eða fannbreiður – yfir
stórum svæðum og þegar birta
tunglsljóss fær endurkast snævar má
segja að svört nóttin breytist í bjartan
dag. Gera má því ráð fyrir spennandi
nýársnótt, þegar fara saman fullt
tungl, bjartviðri og flugeldar.
Tunglið, sem á næturhimninum á
Íslandi blasir við í suðaustri, náði fyll-
ingu í nótt sem leið nákvæmlega
klukkan 03:28. Á nýársnótt verður því
aðeins farið að kvarnast úr mánanum,
þó svo lítið að þess sér varla stað.
Við þetta bætist að þjóðtrú sam-
kvæmt eru álfar og huldufólk, sem
eiga sér bústað í hólum og kletta-
borgum, gjarnan á ferðinn um ára-
mótin og eiga þá jafnvel til að birtast
mannfólkinu. Því er best fyrir alla að
vera með augun opin í kvöld og muna
að nú geta draumar ræst. „Æskan
geymir elda / og ævintýraþrótt. /
Tekur mig með töfrum hin tunglskins-
bjarta nótt,“ orti Stefán frá Hvítadal í
hinu fræga kvæði sínu Erla góða Erla.
sbs@mbl.is
Tunglskinsbjart um áramótin
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tunglsljós Myndin er tekin í mánaskini á Mosfellsheiði og hér sést Ármanns-
fellið fagurblátt baðað fallegri birtu, sem er til þess fallin að skapa hughrif.
Máninn hátt á himni skín á nýársnótt
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fernt er í brennidepli ávettvangi Sameinuðuþjóðanna á nýju ári, semá heimsvísu helga hvert
ár ýmsum baráttumálum. Þannig
verður 2021 alþjóðaár ávaxta og
grænmetis, ár afnáms barnaþrælk-
unar, ár skapandi hagkerfis fyrir
sjálfbæra þróun og ár friðar og
trausts. Unnið verður að framgangi
þessa með ýmsu móti. „Sjálfbær
þróun er sjálfsögð íslensku sam-
félagi og sífellt fleiri tileinka sér
sjálfbæran lífsstíl og heimsborg-
aravitund. Mannréttindi eru í há-
vegum höfð og Ísland tekur sér al-
mennt stöðu með alþjóðalögum,“
segir á vef Félags Sameinuðu þjóð-
anna á Íslandi.
Appelsínugult hagkerfi
Ár grænmetis og ávaxta tengist
því að sjálfbærni er lykilatriðið í
Heimsmarkmiðum Sþ, sem víða í
samfélagi fólks eru nú orðin leið-
arstef. Baráttan gegn fátækt er efst
á blaði þeirra markmiða. Í því sam-
bandi er minnt á að gott sé fyrir
næringu og heilsu að neyta ávaxta
og grænmetis. Nægt framboð hollra
matvæla sé sömuleiðis áherslumál
ýmissa alþjóðastofnana. Á vef Sam-
einuðu þjóðanna er líka tiltekið að
landbúnaður í veröldinni og mat-
vælaframleiðsla séu hvor sín hliðin á
sama peningi. Sé rétt staðið að mál-
um megi ná árangri til meiri sjálf-
bærni með breyttum aðferðum í til
dæmis flutningi, viðskiptum, rækt-
un og endurvinnslu.
„Við hvetjum aðildarríkin til að
grípa til árangursríkra ráðstafana,
eftir því sem við á, að styðja smá-
bændur og aðra sem stunda ávaxta-
og grænmetisrækt að viðhafa sjálf-
bærni. Einnig þarf að vekja athygli
almennings á því hve mikil hollusta
er í grænni fæðu,“ segja Sameinuðu
þjóðirnar.
Barátta á alþjóðlegu ári afnáms
barnaþrælkunar kallast á við til
dæmis Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna. Sáttmálinn kveður á um
skuldbindingar aðildarríkja Sþ um
að grípa strax til ráðstafana gegn
slíkri nauðungarvinnu, svo sem í
hernaði, eins og víða tíðkast.
Mál númer þrjú er alþjóðlegt
ár skapandi hagkerfis fyrir sjálf-
bæra þróun. Þar segja Sameinuðu
þjóðirnar viðurkenningar þörf á
svonefndu „appelsínugulu hag-
kerfi“. Slíkt styðji við atvinnu-
starfsemi sem byggist á þekkingu,
listfengi, menningu og sköpun. Efl-
ing kalli á víðtækt samstarf ólíkra
samtaka og stofnana, með það fyrir
augum að skapa tækifæri, og stuðla
að valdeflingu allra með mannrétt-
indi að leiðarljósi.
Gegn stríðsböli
Síðast en ekki síst er 2021 til-
einkað friði og trausti og því að
„bjarga næstu kynslóðum frá stríðs-
bölinu og viðurkenna mikilvægt
hlutverk Sameinuðu þjóðanna í
samskiptum ráðamanna“, segir á
vef Sþ í lauslegri þýðingu. Þarna
geti grunngildi samtakanna verið
leiðarljós, það er sjálfbær þróun,
friður og öryggi og mannréttindi.
Efla þurfi fjölþjóðahyggju í öllum
diplómatískum aðgerðum þar sem
umburðarlyndi og skilningur á ólík-
um aðstæðum fólks ráði för.
Ávextir bjóðist í sjálfbærri veröld
AFP
Aldin Ár grænmetis og ávaxta að ganga í garð. Myndin er tekin nýverið á útimarkaði í Bagdad, höfuðborg Íraks.
Vinna Drengir við framleiðslustörf í útismiðju nærri
Kaíró í Egyptalandi. Sþ vilja stöðva barnaþrældóminn.
Betri heimur! Ávextir og
grænmeti í barnvænni
veröld þar sem skapandi
hagkerfið styður frið.
Þetta vilja Sameinuðu
þjóðirnar árið 2021.
Friðargæsla Þyrlusveit og hermenn Sþ við landamæra-
stöð í Vestur-Sahara. Friðarmálin eru nú í brennidepli.
Áherslu-
málum Sam-
einuðu þjóð-
anna á nýju
ári verða í
ýmsu gerð
skil, svo þau
munu tæp-
ast fara
fram hjá
lands-
mönnum,
segir Vera Knútsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Félags Samein-
uðu þjóðanna á Íslandi. Á veg-
um félagsins í samvinnu við
Saga film hafa verið framleiddir
sjónvarpsþættir um heims-
markmiðin en sjálfbær þróun er
meginstef þeirra. Þættirnir
verða sýndir á RÚV innan tíðar.
Þá verður umfjöllun á félags-
miðlum, í dagblöðum og víðar
um þemaefni ársins og einstaka
daga sem eyrnamerktir eru mik-
ilvægum málum.
Félag Sþ hefur verið starf-
rækt frá 1948 og sinnir marg-
víslegu starfi sem tengist þess-
um mikilvægu heimssamtökum.
Sjálfbærni
í sjónvarpi
MIKILVÆG MÁLEFNI KYNNT
Vera
Knútsdóttir
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Óskum landsmönnum
gleðilegra jóla
og farsældar
á komandi ári