Morgunblaðið - 31.12.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.12.2020, Qupperneq 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2020 Spáð er að á nýársnótt verði bjartviðri víðast hvar á landinu og jafnvel heið- skír himinn. Þar við bætist að tunglið verður nánast fullt, svo búast má við glampandi mánaskini þannig að bjart verður um land og lög. Þá er snjór – ýmist föl eða fannbreiður – yfir stórum svæðum og þegar birta tunglsljóss fær endurkast snævar má segja að svört nóttin breytist í bjartan dag. Gera má því ráð fyrir spennandi nýársnótt, þegar fara saman fullt tungl, bjartviðri og flugeldar. Tunglið, sem á næturhimninum á Íslandi blasir við í suðaustri, náði fyll- ingu í nótt sem leið nákvæmlega klukkan 03:28. Á nýársnótt verður því aðeins farið að kvarnast úr mánanum, þó svo lítið að þess sér varla stað. Við þetta bætist að þjóðtrú sam- kvæmt eru álfar og huldufólk, sem eiga sér bústað í hólum og kletta- borgum, gjarnan á ferðinn um ára- mótin og eiga þá jafnvel til að birtast mannfólkinu. Því er best fyrir alla að vera með augun opin í kvöld og muna að nú geta draumar ræst. „Æskan geymir elda / og ævintýraþrótt. / Tekur mig með töfrum hin tunglskins- bjarta nótt,“ orti Stefán frá Hvítadal í hinu fræga kvæði sínu Erla góða Erla. sbs@mbl.is Tunglskinsbjart um áramótin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tunglsljós Myndin er tekin í mánaskini á Mosfellsheiði og hér sést Ármanns- fellið fagurblátt baðað fallegri birtu, sem er til þess fallin að skapa hughrif. Máninn hátt á himni skín á nýársnótt Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fernt er í brennidepli ávettvangi Sameinuðuþjóðanna á nýju ári, semá heimsvísu helga hvert ár ýmsum baráttumálum. Þannig verður 2021 alþjóðaár ávaxta og grænmetis, ár afnáms barnaþrælk- unar, ár skapandi hagkerfis fyrir sjálfbæra þróun og ár friðar og trausts. Unnið verður að framgangi þessa með ýmsu móti. „Sjálfbær þróun er sjálfsögð íslensku sam- félagi og sífellt fleiri tileinka sér sjálfbæran lífsstíl og heimsborg- aravitund. Mannréttindi eru í há- vegum höfð og Ísland tekur sér al- mennt stöðu með alþjóðalögum,“ segir á vef Félags Sameinuðu þjóð- anna á Íslandi. Appelsínugult hagkerfi Ár grænmetis og ávaxta tengist því að sjálfbærni er lykilatriðið í Heimsmarkmiðum Sþ, sem víða í samfélagi fólks eru nú orðin leið- arstef. Baráttan gegn fátækt er efst á blaði þeirra markmiða. Í því sam- bandi er minnt á að gott sé fyrir næringu og heilsu að neyta ávaxta og grænmetis. Nægt framboð hollra matvæla sé sömuleiðis áherslumál ýmissa alþjóðastofnana. Á vef Sam- einuðu þjóðanna er líka tiltekið að landbúnaður í veröldinni og mat- vælaframleiðsla séu hvor sín hliðin á sama peningi. Sé rétt staðið að mál- um megi ná árangri til meiri sjálf- bærni með breyttum aðferðum í til dæmis flutningi, viðskiptum, rækt- un og endurvinnslu. „Við hvetjum aðildarríkin til að grípa til árangursríkra ráðstafana, eftir því sem við á, að styðja smá- bændur og aðra sem stunda ávaxta- og grænmetisrækt að viðhafa sjálf- bærni. Einnig þarf að vekja athygli almennings á því hve mikil hollusta er í grænni fæðu,“ segja Sameinuðu þjóðirnar. Barátta á alþjóðlegu ári afnáms barnaþrælkunar kallast á við til dæmis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn kveður á um skuldbindingar aðildarríkja Sþ um að grípa strax til ráðstafana gegn slíkri nauðungarvinnu, svo sem í hernaði, eins og víða tíðkast. Mál númer þrjú er alþjóðlegt ár skapandi hagkerfis fyrir sjálf- bæra þróun. Þar segja Sameinuðu þjóðirnar viðurkenningar þörf á svonefndu „appelsínugulu hag- kerfi“. Slíkt styðji við atvinnu- starfsemi sem byggist á þekkingu, listfengi, menningu og sköpun. Efl- ing kalli á víðtækt samstarf ólíkra samtaka og stofnana, með það fyrir augum að skapa tækifæri, og stuðla að valdeflingu allra með mannrétt- indi að leiðarljósi. Gegn stríðsböli Síðast en ekki síst er 2021 til- einkað friði og trausti og því að „bjarga næstu kynslóðum frá stríðs- bölinu og viðurkenna mikilvægt hlutverk Sameinuðu þjóðanna í samskiptum ráðamanna“, segir á vef Sþ í lauslegri þýðingu. Þarna geti grunngildi samtakanna verið leiðarljós, það er sjálfbær þróun, friður og öryggi og mannréttindi. Efla þurfi fjölþjóðahyggju í öllum diplómatískum aðgerðum þar sem umburðarlyndi og skilningur á ólík- um aðstæðum fólks ráði för. Ávextir bjóðist í sjálfbærri veröld AFP Aldin Ár grænmetis og ávaxta að ganga í garð. Myndin er tekin nýverið á útimarkaði í Bagdad, höfuðborg Íraks. Vinna Drengir við framleiðslustörf í útismiðju nærri Kaíró í Egyptalandi. Sþ vilja stöðva barnaþrældóminn. Betri heimur! Ávextir og grænmeti í barnvænni veröld þar sem skapandi hagkerfið styður frið. Þetta vilja Sameinuðu þjóðirnar árið 2021. Friðargæsla Þyrlusveit og hermenn Sþ við landamæra- stöð í Vestur-Sahara. Friðarmálin eru nú í brennidepli. Áherslu- málum Sam- einuðu þjóð- anna á nýju ári verða í ýmsu gerð skil, svo þau munu tæp- ast fara fram hjá lands- mönnum, segir Vera Knútsdóttir, fram- kvæmdastjóri Félags Samein- uðu þjóðanna á Íslandi. Á veg- um félagsins í samvinnu við Saga film hafa verið framleiddir sjónvarpsþættir um heims- markmiðin en sjálfbær þróun er meginstef þeirra. Þættirnir verða sýndir á RÚV innan tíðar. Þá verður umfjöllun á félags- miðlum, í dagblöðum og víðar um þemaefni ársins og einstaka daga sem eyrnamerktir eru mik- ilvægum málum. Félag Sþ hefur verið starf- rækt frá 1948 og sinnir marg- víslegu starfi sem tengist þess- um mikilvægu heimssamtökum. Sjálfbærni í sjónvarpi MIKILVÆG MÁLEFNI KYNNT Vera Knútsdóttir Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.