Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 12

Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 12
12 13 að rofa til eftir áþján og ýmiss konar erfiðleika, sem að þjóðinni steðjuðu og tengja þannig þátíð, nútíð og framtíð, minnug þess, að ef við rjúfum þau tengsl slítum við í sundur mikilvægan hlekk í þjóðarsögu okkar og menningu. Enda er íslensk kirkjusaga samofin sögu þjóðar og menningar.“ Af þessari tilvitnun má ljóst vera að langt er um liðið síðan kirkjunnar menn fóru að ræða um sjálfstæði kirkjunnar. Það var og er þróunarverkefni að koma breytingum á. Kirkjan hefur það hlutverk að boða fagnaðarerindið og til þess þarf hún mannafla á launum, skipulag og regluverk sem styður það hlutverk hennar. Kirkjuþing hefur nú starfað í 20 ár eftir því lagaumhverfi sem nú er í gildi. Strax á fyrsta kirkjuþingi var samþykkt að leitað skyldi álits á því hvert væri valdsvið og verkefni kirkjuþings íslensku þjóðkirkjunnar annars vegar og kirkjuráðs hins vegar samkvæmt lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Voru fengnir til þess tveir lögfræðingar, Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson. Þeir skiluðu álitu sínu þann 20. ágúst 1999 og hefur lengst af verið farið eftir þessu áliti í vinnubrögðum og verkferlum. Til að skerpa á valdmörkum biskups Íslands og kirkjuráðs þjóðkirkjunnar var leitað eftir áliti þriggja lögfræðinga. Í inngangi álitsgerðar þeirra segir: „Með bréfi kirkjuráðs 20. nóvember 2015 voru Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Pétur Kr. Hafstein fyrrum hæstaréttardómari og Trausti Fannar Valsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands skipaðir í nefnd sem hefði það hlutverk meðal annars að greina, skýra og gefa álit á ábyrgð biskups Íslands annars vegar og kirkjuráðs hins vegar þannig að glögglega mætti greina á milli ábyrgðar, vald- og verksviðs hvors aðila um sig.“ Nefndin ákvað á fyrsta fundi sínum 1. desember 2015 að Pétur Kr. Hafstein myndi leiða störf hennar. Ágreiningslaust er að málsaðilar þess réttarágreinings sem lagður er fyrir nefndina eru tveir, annars vegar biskup Íslands sem jafnframt er forseti kirkjuráðs og hins vegar hinir fjórir kjörnu kirkjuráðsmenn. Í meðfylgjandi erindisbréfi kirkjuráðs er verkefni nefndarinnar þannig afmarkað að óskað er álits hennar á ábyrgð hvors málsaðila um sig samkvæmt ofangreindu. Þá er jafnframt óskað eftir því að staða og ábyrgð kirkjuþings sé skýrð í tengslum við þetta eftir því sem við eigi. Loks er óskað álits á því hvort biskup Íslands, biskupsstofa, kirkjuráð og kirkjuþing séu stjórnvöld og hvort þá sé um að ræða hliðsett, æðra eða lægra sett stjórnvöld og hver sé ábyrgð og staða viðkomandi stjórnvalds í því samhengi.” Álit lögfræðinganna þriggja styður að mínu mati þau vinnubrögð sem viðhöfð höfðu verið til ársins 2014 og byggðu á áliti Eiríks og Þorgeirs um valdsvið og verkefni kirkjuþings og kirkjuráðs. Í áliti lögfræðinganna þriggja frá 2016 er tekið undir það sjónarmið sem gilt hafði að „Biskupsstofa er embættisskrifstofa biskups Íslands og undir forstöðu hans“ og „að hann hefur vald um skipulag og starfslið stofnunarinnar.“ Í álitinu kemur einnig fram að kirkjuráð hefur „það hlutverk að (1) hafa yfirumsjón með heildarfjárhag þjóðkirkjunnar, (2) láta vinna heildaryfirlit yfir fjármál þjóðkirkjunnar fyrir kirkjuþing, (3) gera fjárhagsáætlun fyrir þjóðkirkjuna í heild og (4) standa skil á því gagnvart kirkjuþingi að reikningar stofnana og embætta kirkjunnar hafi hlotið viðhlítandi endurskoðun. Það hversu mikið vald felst í gerð fjárhagsáætlunar fer hins vegar eftir eðli þess verkefnis sem um ræðir hverju sinni og hversu ríkar valdheimildir önnur kirkjuleg stjórnvöld hafa um nánari útfærslu þeirra að lögum.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.