Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 39
39
2. mál kirkjuþings 2018
Flutt af kirkjuráði
Skýrsla
um fjármál þjóðkirkjunnar
Heildartekjur þjóðkirkjunnar, sóknir, stofnanir og sjóðir, eru í frumvarpi til fjárlaga 2019
áætlaðar 5.231,9 millj. kr. en voru 5.142,2 millj. kr. í gildandi fjárlögum. Áætluð hækkun
eru um 89,7 millj. kr. frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir 1.835,8 millj. kr. á fjárlagalið þjóðkirkjan,
75,9 millj. kr. á Kristnisjóð og 17 millj. kr. til höfuðkirkna. Framlag til kirkjumálasjóðs er
áætlað 316,2 millj. kr. og Jöfnunarsjóðs sókna 405,5 millj. kr. Sóknargjöld eru áætluð 2.581,5
millj. kr. eða 934 kr. á einstakling. Í frumvarpi til fjárlaga 2019 er miðað við skert framlag.
Þjóðkirkjan hefur frá árinu 2015 fengið leiðréttingu á skertu framlagi í fjáraukalögum í
desember, óskert framlag fyrir árið 2019 eru 2.751,7 millj. kr. og eiga að vera 2.719,9 millj.
kr. fyrir árið 2018. Áætluð leiðrétting fyrir árið 2018 er um 856 millj. kr. sem væntanlega
verða afgreiddar í fjáraukalögum í desember nk.
Viðfang og heiti Fjárlög 2018 millj. kr. Frumvarp 2019 Breyting Breyting
101 Biskup Íslands 1.794,1 1.835,8 41,7 2,3%
131 Kristnisjóður 75,0 75,9 0,9 1,2%
110 Kirkjumálasjóður 311,6 316,2 4,6 1,5%
Höfuðkirkjur 17,0 17,0
111 Sóknargjöld 2.544,7 2.581,5 36,8 1,4%
110 Jöfnunarsjóður sókna 399,8 405,5 5,7 1,4%
Samtals 5.142,2 5.231,9 89,7% 1,7%
Viðræður standa yfir milli þjóðkirkjunnar og íslenska ríkisins um breytingu á útfærslu á
kirkjujarðasamkomulaginu. Kirkjuþingi verður greint frá þeim viðræðum síðar á þessu
þingi.
Grunnforsendur þær sem gengið var út frá varðandi framreikning á gildandi
fjárlagaramma miðast við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Hún gerir ráð fyrir að vísitala
neysluverðs muni hækka milli áranna 2018 og 2019 um 2,9%. Það er því sú grunnforsenda
sem miðað er við varðandi verðlagsbreytingar fjárlaganna milli ára á öllum rekstrartölum
nema launum en launavísitala mælir þær launabreytingar. Hingað til hefur kjararáð