Gerðir kirkjuþings - 2018, Qupperneq 96
96 97
□Mál sem heyra undir teymi þjóðkirkjunnar eru eftirfarandi:
a) Taka við tilkynningum þeirra sem telja að brotið hafi verið á sér samkvæmt starfsreglum
þessum. Leiðbeina viðkomandi um lagaleg úrræði og úrræði að öðru leyti, beita
ákvæðum starfsreglnanna til úrlausnar máls, ef óskað er, og fylgja því þá eftir. Til lagalegra
úrræða telst aðstoð við að kæra mál til lögreglu og/eða leggja mál fyrir úrskurðarnefnd
þjóðkirkjunnar, sbr. 12. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr.
78/1997, með síðari breytingum. Hvort tveggja er háð ósk viðkomandi.
b) Taka til umfjöllunar mál sem úrskurðar- eða áfrýjunarnefndir þjóðkirkjunnar eða
biskup Íslands kunna að vísa til teymisins og veita þeim þá ráðgjöf í slíkum málum.
c) Leiðbeina viðkomandi skv. a-lið, ef teymið telur rétt að hann leiti sér aðstoðar fagaðila
utan teymisins, og sjá til þess að það samband komist á, ef óskað er. Sama gildir ef
viðkomandi óskar eftir talsmanni við meðferð máls.
d) Komi til aðstoðar fagaðila, sbr. c-lið fyrri málsl. 2. mgr. 6. gr. starfsreglnanna er heimilt
að aðstoðin nái til fjölskyldu viðkomandi og annarra innan kirkjunnar er málið varðar.
e) Verði mál viðkomandi skv. a-lið tekið til úrlausnar skal teymið afhenda honum rökstudda
niðurstöðu sína. Enn fremur skal teymið afhenda biskupi Íslands niðurstöðuna, þó
þannig að upplýsingar verði gerðar ópersónugreinanlegar, ef viðkomandi fer þess á leit
eða teymið telur það rétt.
f) Afhenda biskupi Íslands árlega skýrslu um starfsemi teymisins og koma með ábendingar
ef teymið telur að breyta þurfi starfsreglum þessum eða stefnu þjóðkirkjunnar, sbr. 1.
mgr. 6. gr.
7. gr.
Fræðsla og forvarnir.
■Teymi þjóðkirkjunnar hefur umsjón með eftirfarandi fræðslu og forvörnum innan
þjóðkirkjunnar í samráði við yfirstjórn kirkjunnar:
a) Upplýsastarfsfólkkirkjunnarumstefnuþjóðkirkjunnar,verklagogverkferla,sbr. 1. mgr. 6.
gr., og hvernig þessari stefnu verði beitt við úrlausn mála sem falla undir starfsreglur
þessar.
b) Leiðbeina og fræða að aukisérstaklega þá sems tarfa við yfirstjórn kirkjunnar um þau
atriði er falla undir a-lið þessarar greinar.
c) Vera biskupi Íslands og öðrum kirkjuyfirvöldum til ráðgjafar um mál sem heyra undir
starfsreglur þessar.
d) Stuðla að forvörnum og fræðslu um þá röngu háttsemi og ætluð brot sem eiga
undir stefnu þjóðkirkjunnar, sbr. 1. mgr. 6. gr., og starfsreglur þessar í samvinnu við
fræðslusvið biskupsstofu.
□Við fræðslu og forvarnir, skv. 1. mgr., er teyminu heimilt að leita til sérfróðra fagaðila
við beitingu þessarar greinar. Skal það þá gert með rökstuddri beiðni til kirkjuráðs, sem
ákveður greiðslu þessa kostnaðar, sbr. meginreglu í 10. gr. svo og 15. gr. starfsreglnanna.