Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 95
95
□Í starfsreglum þessum fer um merkingu orðsins kynferðisbrot samkvæmt XXII. kafla
almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og barnaverdarlögum nr. 80/2002, sbr. 2. mgr. 1. gr.
starfsreglnanna.
II. KAFLI
Aðild og skipan teymis.
3. gr.
Aðild.
■Hver sá sem hagsmuna á að gæta getur borið mál undir teymi er starfar gegn einelti,
kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og fjallar um meðferð kynferðisbrota
innan þjóðkirkjunnar (í starfsreglum þessum nefnt teymi þjóðkirkjunnar). Teymi
þjóðkirkjunnar fæst við aðgerðir gegn háttsemi, sem lýst er í I. kafla starfsreglnanna og
um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar, sbr. 1. og 2. gr. starfsreglnanna.
4. gr.
Skipan teymis.
■Kirkjuráð skipar þrjá menn í teymi þjóðkirkjunnar, sbr. 3. gr. starfsreglnanna, til fjögurra
ára í senn. Sama gildir um varamenn þeirra. Teymið velur sér sjálft formann og varaformann.
□Í teyminu skulu hvorki vera vígðir þjónar kirkjunnar, sérþjónustuprestar, sem ráðnir
hafa verið á vegum stofnana eða félagasamtaka, né að öðru leyti fastráðnir starfsmenn
kirkjunnar eða að þeir sinni öðrum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna.
□Þeir sem skipaðir eru í teymi þjóðkirkjunnar skulu vera sérfróðir um þau mál er falla
undir starfsreglur þessar.
III. KAFLI
Ætlað kynferðisbrot gegn barni.
5. gr.
Málsmeðferð.
■Hverjum þeim er starfar innan þjóðkirkjunnar og býr yfir vitneskju um ætlað kynferðisbrot
gegn barni, er skilyrðislaust skylt að tilkynna slíkt samkvæmt gildandi lögum. Málum
innan kirkjunnar, er varða ætluð kynferðisleg brot gegn börnum, skal að jafnaði vísað
til teymis skv. 3. gr. Því er óheimilt að fjalla um mál, innan safnaða eða sóknarnefnda
kirkjunnar, er varða ætluð kynferðisbrot gegn börnum.
IV. KAFLI
Hlutverk teymis þjóðkirkjunnar samkvæmt starfsreglunum.
6. gr.
Mál til úrlausnar.
■Við störf sín skal teymið hafa til hliðsjónar stefnu þjóðkirkjunnar, þar sem tekin er skýr
afstaða gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og öðru ofbeldi, svo og um
meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar, sbr. ákyktun kirkjuþings í mars 2019 um þessa
stefnu þjóðkirkjunnar, verklagsreglur hennar og verkferla.