Gerðir kirkjuþings - 2018, Blaðsíða 74
74 75
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. starfsreglnanna.
a. Á eftir orðunum og tölustöfunum „reglugerð um Jöfnunarsjóð sókna nr. 206/1991“
í b)- lið kemur: , með síðari breytingum.
b. Í stað tölustafanna „38“ í c)-lið kemur: 138.
8. gr.
10. gr. starfsreglnanna orðast svo:
Kirkjuráð fer með málefni Skálholtsstaðar og eftirtalinna stofnanna þjóðkirkjunnar:
a) Skálholts ásamt öllum mannvirkjum og lausafé, sbr. lög um heimild handa
ríkisstjórninni til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað nr. 32/1963 og
lög um Skálholtsskóla nr. 22/1993.
b) Löngumýrarskóla, sbr. reglur fyrir Löngumýrarskóla í Skagafirði samþykktar á
kirkjuþingi árið 1994.
c) Hjálparstarfs kirkjunnar, Kirkjuhússins-Skálholtsútgáfunnar og Tónskóla þjóð-
kirkjunnar, sbr. ákvæði gildandi starfsreglna, staðfestra skipulagsskráa og annarra
heimilda hverju sinni.
Kirkjuráð starfrækir enn fremur fasteigasvið þjóðkirkjunnar, sbr. starfsreglur um
prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar nr. 950/2009, með síðari breytingum.
9. gr.
11. gr. starfsreglnanna orðast svo:
Kirkjuráð skipar eða ræður í eftirtalin stjórnunarstörf þjóðkirkjunnar:
a) Skólaráð Skálholtsskóla, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga um Skálholtsskóla nr. 22/1993.
b) Kirkjutónlistarráð, sbr. 1. mgr. 6. gr. starfsreglna um kirkjutónlist á vegum þjóð-
kirkjunnar nr. 1074/2017.
c) Fagráð um meðferð kynferðisbrota, sbr. 3. gr. starfsreglna um meðferð kynferðisbrota
innan íslensku þjóðkirkjunnar nr. 955/2009, með síðari breytingu.
d) Kjörstjórn og yfirkjörstjórn þjóðkirkjunnar, sbr. 1. mgr. 19. gr. og 1. mgr. 20. gr.
starfsreglna um kjör til kirkjuþings nr. 1075/2017.
e) Löngumýrarnefnd, sbr. 4. gr. reglna fyrir Löngumýrarskóla í Skagafirði sem
samþykktar voru á kirkjuþingi árið 1994.
f) Forstöðumann Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, sbr. 4. gr. og ákvæði til bráðabirgða í
starfsreglum um Fjölskylduþjónustu kirkjunnar nr. 951/2009, með síðari breytingu.
Kirkjuráð skipar í hvert ráð og nefnd skv. stafliðum a-e í 1. mgr. þrjá aðalmenn og varamenn
þeirra til fjögurra ára í senn. Kirkjuráð ákveður jafnframt hver skuli vera formaður hvers
ráðs og nefndar og varamaður hans, nema starfsreglur kirkjuþings mæli annan veg. Hver
skipun gildir frá 1. júlí árið eftir kjör til kirkjuþings., sbr. 1. mgr. 1. gr. starfsreglna um kjör
til kirkjuþings nr. 1075/2017.