Gerðir kirkjuþings - 2018, Blaðsíða 101

Gerðir kirkjuþings - 2018, Blaðsíða 101
101 skal þjóðkirkjan taka mið af öllum tiltækum upplýsingum, þar með talið niðurstöðum úr áhættumati sem og skyldum þjóðkirkjunnar. Meðal annars skal koma fram: • Hvernig umhverfi á vinnustað skuli háttað þannig að dregið verði úr hættu á að aðstæður skapist sem líkur eru á að leitt geti til eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis á vinnustaðnum. • Hvert starfsfólk geti komið á framfæri kvörtun eða ábendingu um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum. • Hvaða aðgerða skuli gripið til í kjölfar máls vegna eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis í því skyni að koma í veg fyrir að slík hegðun endurtaki sig á vinnustaðnum. • Hvaða aðgerða grípa skuli til komi fram kvörtun, ábending um að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni eða ofbeldi eigi sér stað eða hafi átt sér stað á vinnustaðnum eða ef stjórnendur verði varir við slíka hegðun. • Hvað þjóðkirkjan geri, verði vart við aðstæður á vinnustaðnum sem líkur eru á að leitt geti til eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis, verði ekki gripið til aðgerða. Ofbeldi, einelti og/eða áreitni á sér margar birtingarmyndir. Mikilvægt er að stjórnendur/ yfirmenn kirkjunnar séu sjálfir góðar fyrirmyndir og kveðið sé skýrt á um að slík hegðun sé ekki liðin á vinnustaðnum og að verklagsreglur séu öllum ljósar. Eftirfarandi lykilatriði stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi: • Markmið stofnanna kirkjunnar og tilgangur starfs er skýr. • Starfsfólk viti til hvers er ætlast af því í starfi, kröfur til þess eru hæfilegar og verkaskipting skýr. • Starfsfólk hafi möguleika á að sýna frumkvæði í starfi og hafa áhrif á eigið starf og starfsumhverfi. • Færni starfsfólks verði metin að verðleikum, það fái skýra endurgjöf varðandi frammistöðu sína og hafi tækifæri til að læra og þróast í starfi. • Upplýsingaflæði verði gott og boðleiðir skýrar. • Skýrt hvert hægt sé að tilkynna atvik. • Samskipti einkennast af gagnkvæmri virðingu, trausti og kurteisi. • Samskipti séu opin og heiðarleg. • Áhersla verði á samkennd og samheldni meðal starfsfélaga til að koma í veg fyrir hópamyndun. • Starfsánægja, vellíðan í starfi og óþvingað andrúmsloft. • Vinnustaðmenning verði lýðræðisleg og verkferlar valdeflandi. • Umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og virðing sé borin fyrir sérkennum hvers og eins. • Starfsfólk sameinist um að líða ekki óæskilega hegðun og upplýsa um atvik sem verður vart við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.