Gerðir kirkjuþings - 2018, Blaðsíða 101
101
skal þjóðkirkjan taka mið af öllum tiltækum upplýsingum, þar með talið niðurstöðum úr
áhættumati sem og skyldum þjóðkirkjunnar. Meðal annars skal koma fram:
• Hvernig umhverfi á vinnustað skuli háttað þannig að dregið verði úr hættu á að
aðstæður skapist sem líkur eru á að leitt geti til eineltis, kynferðislegrar áreitni,
kynbundinnar áreitni eða ofbeldis á vinnustaðnum.
• Hvert starfsfólk geti komið á framfæri kvörtun eða ábendingu um einelti,
kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum.
• Hvaða aðgerða skuli gripið til í kjölfar máls vegna eineltis, kynferðislegrar áreitni,
kynbundinnar áreitni eða ofbeldis í því skyni að koma í veg fyrir að slík hegðun
endurtaki sig á vinnustaðnum.
• Hvaða aðgerða grípa skuli til komi fram kvörtun, ábending um að einelti,
kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni eða ofbeldi eigi sér stað eða hafi átt sér stað á
vinnustaðnum eða ef stjórnendur verði varir við slíka hegðun.
• Hvað þjóðkirkjan geri, verði vart við aðstæður á vinnustaðnum sem líkur eru á að
leitt geti til eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis, verði
ekki gripið til aðgerða.
Ofbeldi, einelti og/eða áreitni á sér margar birtingarmyndir. Mikilvægt er að stjórnendur/
yfirmenn kirkjunnar séu sjálfir góðar fyrirmyndir og kveðið sé skýrt á um að slík hegðun
sé ekki liðin á vinnustaðnum og að verklagsreglur séu öllum ljósar.
Eftirfarandi lykilatriði stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi:
• Markmið stofnanna kirkjunnar og tilgangur starfs er skýr.
• Starfsfólk viti til hvers er ætlast af því í starfi, kröfur til þess eru hæfilegar og
verkaskipting skýr.
• Starfsfólk hafi möguleika á að sýna frumkvæði í starfi og hafa áhrif á eigið starf og
starfsumhverfi.
• Færni starfsfólks verði metin að verðleikum, það fái skýra endurgjöf varðandi
frammistöðu sína og hafi tækifæri til að læra og þróast í starfi.
• Upplýsingaflæði verði gott og boðleiðir skýrar.
• Skýrt hvert hægt sé að tilkynna atvik.
• Samskipti einkennast af gagnkvæmri virðingu, trausti og kurteisi.
• Samskipti séu opin og heiðarleg.
• Áhersla verði á samkennd og samheldni meðal starfsfélaga til að koma í veg fyrir
hópamyndun.
• Starfsánægja, vellíðan í starfi og óþvingað andrúmsloft.
• Vinnustaðmenning verði lýðræðisleg og verkferlar valdeflandi.
• Umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og virðing sé borin fyrir sérkennum hvers
og eins.
• Starfsfólk sameinist um að líða ekki óæskilega hegðun og upplýsa um atvik sem
verður vart við.