Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 27

Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 27
27 framhaldsfundi kirkjuþings sem kallaði á aðgerðir af hálfu ráðsins, en það var 21. mál, Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum. Málið var samþykkt með þingskjali 58. Skrifstofa kirkjuráðs sendi samþykktina til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda eftir að hún hafði verið árituð af forseta kirkjuþings. Þá var fjallað um kirkjuþing 2018 og ályktaði kirkjuráð að kirkjuþing 2018 skyldi halda í Vídalínskirkju og hefjast laugardaginn 3. nóvember. Þá staðfesti kirkjuráð skipan uppstillingarnefndar þjóðkirkjunnar, sbr. kjör kirkjuþings 2017 til hennar. Bókað var að kirkjuráð hefði móttekið fundargerð nefndarinnar, dags. 31. mars 2018 og fundargerð, dags. 8. apríl 2018, þar sem tilnefndir eru frambjóðendur til kirkjuþings. Að lokum var lögð fram tilkynning um ákvörðun kjörstjórnar þjóðkirkjunnar, þar sem tilgreindar eru dagsetningar vegna seinni umferðar í kosningu vígslubiskups í Skálholti. Bókað var að kirkjuráð gerði ekki athugasemdir við ákvörðun kjörstjórnarinnar. Á (2)77. fundi hinn 27. apríl 2018, sem var aukafundur, var til umfjöllunar erindi kjörstjórnar þjóðkirkjunnar varðandi framlengingu á tíma kosningar til embættis vígslubiskups í Skálholti. Vegna mistaka sem hefðu orðið í póstdreifingu hjá Íslandspósti ohf. væri óhjákvæmilegt að framlengja þann tíma sem kosningin stendur til 14. maí nk. Greint var frá því áliti kjörstjórnar þjóðkirkjunnar að bregðast þurfi skjótt við og birta auglýsingu um þessa breytingu og því er farið fram á samþykki kirkjuráðs á þessari ákvörðun, sbr. 2. mgr. 7. gr. starfsreglnanna. Kirkjuráð samþykkir erindi kjörstjórnar þjóðkirkjunnar. Á (2)78. fundi hinn 15. maí 2018 ályktaði kirkjuráð að skipa sr. Örnu Grétarsdóttur formann stjórnar Skálholtsútgáfunnar. á (2)79. fundi hinn 12. júní 2018 voru lögð fram erindisbréf framkvæmdastjóra kirkjuráðs og starfslýsing lögfræðings kirkjuþings og kirkjuráðs. Bókað var að kirkjuráð hefði gert nokkrar breytingar á texta skjalanna og samþykkt þau svo breytt. Samkvæmt 3. gr. gildandi starfsreglna um kirkjuráð nr. 817/2000, með síðari breytingum, skal erindisbréf framkvæmdastjóra ráðsins kynnt á kirkjuþingi. Erindisbréfið ásamt starfslýsingu lögfræðings kirkjuþings og kirkjuráðs eru fylgiskjöl með skýrslu þessari. Á (2)81. fundi hinn 20. september kynnti lögfræðingur kirkjuþings og kirkjuráðs frumvarp til starfsreglna um breytingu á ýmsum starfsreglum þjóðkirkjunnar. Málinu var vísað til lagahóps kirkjuráðs. Í skýrslu þessari hefur verið leitast við að greina frá öllum þeim málum sem tekin voru á dagskrá kirkjuráðs á kirkjuþingsárinu og afgreidd voru með ákvörðun eða skuldbindandi samþykkt. Um heimild er vitnað til fundargerða kirkjuráðs eins og þær eru birtar á vefsíðu kirkjuráðs. Reykjavík í nóvember 2016 Kirkjuráð Agnes M. Sigurðardóttir, forseti kirkjuráðs Elínborg Gísladóttir Gísli Gunnarsson Stefán Magnússon Svana Helen Björnsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.