Gerðir kirkjuþings - 2018, Page 22
22 23
Kirkjuþing unga fólksins um aðskilnað ríkis og kirkju
Kirkjuþing unga fólksins ályktar svo að frekari aðgerðir þjóðkirkjunnar eigi að stuðla að
aðskilnaði ríkis og kirkju. Kirkjan hefur engin raunveruleg not fyrir það að vera bundin
ríkisvaldinu. Kirkjan á að sjá um sinn söfnuð á eigin spýtur og mál kirkjunnar ættu að vera
mál kirkjunnar, eingöngu.
Umhverfismál kirkjunnar
Á hinu almenna kirkjuþingi 2017 var samþykkt að „útrýma einnota plastmálum úr
safnaðarstarfi kirkjunnar fyrir árslok 2018.“ Þá beinir kirkjuþing unga fólksins því til hins
almenna kirkjuþings, og kirkjuráðs eftir því sem við á, að setja starfsreglur svo tryggja
megi eftirfylgni þeirra samþykktar kirkjuþings 2017.
Pappírslaust kirkjuþing
Kirkjuþing unga fólksins hvetur hið almenna kirkjuþing til að gerast pappírslaust.
Pappírslaust kirkjuþing hefur um tíma verið hugsjón fyrir framtíð kirkjuþing. Kirkjuþing
unga fólksins hefur nú þegar verið haldið pappírslaust frá árinu 2015 og ætti hið almenna
kirkjuþing að gera það einnig. Kirkjan hefur undanfarið verið að leggja meiri áherslu
á umhverfismál og væri þetta áhrifamikil leið fyrir kirkjuþing að setja gott fordæmi.
Tækninni fer fram og sífellt auðveldara verður að skrifa og ná í skjöl í gegnum netið, þessi
breyting er því orðin vel framkvæmanleg og tímabært að kirkjuþing taki þá afgerandi
afstöðu að verða pappírslaust.
Tillögur að breytingum á starfsreglum.
Kirkjuþing unga fólksins samþykkti tillögur að breytingum að starfsreglum er varða
þingsköp, skipan og fjölda fulltrúa milli prófastsdæma og lengingu á kirkjuþingi unga
fólksins í tveggja daga þing yfir helgi.
Verkefni kirkjuráðs
Fyrsti fundur kirkjuráðs eftir 56. kirkjuþing var 272. fundur og var haldinn hinn 12.
desember 2017. Alls urðu fundir kirkjuráðs 12 á kirkjuþingsárinu eins og áður hefur
komið fram og var síðasti fundur fyrir núverandi kirkjuþing sá (2)83. í röðinni. Í skýrslu
þessari verður vísað til fundanna um gjörðir kirkjuráðs í númeraröð og til hægðarauka
verður einungis vísað til þess tugar sem þeir tilheyra. Þannig verður 272. fundur nefndur
72. fundur, 273. fundur verður nefndur 73. fundur o.s.frv. Einungis verður fjallað um
mál sem tekin voru á dagskrá og hlutu þar afgreiðslu af hálfu ráðsins eða skuldbindandi
ákvörðun var tekin um.
Verkefni kirkjuráðs á fasteignasviði
Verkefni fasteignasviðsins voru til umfjöllunar á tíu af tólf fundum kirkjuráðs á starfsárinu.
Á (2)72. fundi hinn 12. desember 2017 var tekið fyrir mál er varðaði aðilaskipti að réttindum
er varða mannvirki og hugsanlegan leigurétt að Saurbæjarlandi í landi Saurbæjar, fnr. 210-