Gerðir kirkjuþings - 2018, Síða 64
64 65
16. mál kirkjuþings 2018
Flutt af Bryndísi Möllu Elídóttur, Elínborgu Gísladóttur, Guðbjörgu Arnardóttur,
Guðmundi Þór Guðmundssyni, Guðrúnu Karls Helgudóttur, Hreini S. Hákonarsyni,
Jónínu Ólafsdóttur, Ólöfu Margréti Snorradóttur, Önnu Guðrúnu Sigurvinsdóttur og
Örnu Grétarsdóttur
Starfsreglur um breytingu á siðareglum
vígðra þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar, sem samþykktar voru á
kirkjuþingi 2009, sbr. breytingu á kirkjuþingi 2013
1. gr.
Fyrsta málsgrein í inngangi siðareglnanna orðast svo:
Siðareglur þessar ná til vígðra þjóna íslensku þjóðkirkjunnar og starfsfólks í launuðum sem
ólaunuðum störfum innan sókna og stofnana kirkjunnar auk annarra kjörinna fulltrúa og
þeirra er valin hafa verið til trúnaðarstarfa. Þær eru ætlaðar til stuðnings og leiðbeiningar
í þjónustu við Guð og menn.
2. gr.
Fyrsta málsgrein í almennum ákvæðum siðareglnanna orðast svo:
Hver sem telur að vígður þjónn eða annar starfsmaður innan sókna og stofnana
þjóðkirkjunnar, launaður eða ólaunaður, kjörinn fulltrúi eða annar sem gegnir
trúnaðarstörfum, hafi brotið framangreindar siðareglur getur leitað til fagráðs
þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota, biskups Íslands eða eftir atvikum kært.