Gerðir kirkjuþings - 2018, Síða 104

Gerðir kirkjuþings - 2018, Síða 104
104 105 Ábyrgð og skyldur kirkjulegra yfirvalda. Kirkjuleg yfirvöld (hér er einkum átt við biskupa, prófasta, sóknarpresta, presta og sóknarnefndir) bera ábyrgð á því að viðhalda góðu starfsumhverfi sem er laust við einelti, áreitni eða ofbeldi. Ábyrgð kirkjulegra yfirvalda er veigameiri sökum valdaójafnvægis og getur einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi af hálfu kirkjulegra yfirvalda reynst enn þungbærara en af hálfu annarra. Mikilvægt er þó að hafa í huga að þeir sem eru kirkjuleg yfirvöld, líkt og aðrir starfsmenn geta orðið fyrir einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi í starfi. Ef tilkynnt er um meint einelti, áreitni, eða ofbeldi af hálfu yfirvalda þjóðkirkjunnar verður viðkomandi vanhæfur til að ákvarða um vinnuskilyrði tilkynnanda á meðan á könnun máls stendur og skal næsti yfirmaður taka ákvarðanir er varða meintan þolanda eða málinu vísað til starfsmannastjóra/mannauðsstjóra, sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 10/2008. Skyldur kirkjulegra yfirvalda felast m.a. í því að: • Sýna gott fordæmi með faglegu viðmóti sem einkennist af tillitsemi, kurteisi, virðingu, og umburðarlyndi. • Sýna í orði og athöfn að einelti, áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið. • Tryggja að allt starfsfólk og þeir sem þiggja þjónustu kirkjunnar hafi greiðan aðgang að og sé upplýst um stefnu þessa og verkferla. • Tryggja að upplýsingar um hvert þeir geti leitað, ef þeir upplifa einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi, séu ávallt aðgengilegar. • Bregðast skjótt við ef þeir verða varir við óviðeigandi hegðun í skilningi þessarar stefnu, eða fá vitneskju um slíkt. • Virða rétt allra til réttlátrar málsmeðferðar. • Hvetja þá aðila sem tengjast máli til þátttöku í úrvinnsluferli. • Styðja við aðila sem vinna að athugun eða úrlausn mála. • Hlutast til um og grípa til aðgerða, eftir atvikum á meðan og eftir að málsmeðferð lýkur. Réttindi, hlutverk og ábyrgð starfsfólks. Ætlast er til að starfsmenn þjóðkirkunnar framfylgi og styðji framgang þessarar stefnu með því að: • Taka ábyrgð á eigin hegðun og framkomu. • Hegða sér í hvívetna á faglegan hátt og bera virðingu fyrir öðrum. • Vera vakandi og meðvitaðir um líðan annarra í nærumhverfinu og veita stuðning eftir atvikum. • Starfsfólk taki þátt í því könnunar- og/eða úrlausnarferli sem heyrir undir stefnuna, sé þess óskað. • Upplýsa þar til bæra aðila um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi sem hann hefur vitneskju um samkvæmt tilkynningarskyldu. Þeir aðilar eru mannauðsráðgjafi og sérfræðingar teymis þjóðkirkjunnar. • Stuðla að því að stefnunni sé framfylgt í hvívetna. • Virða rétt allra til sæmdar og virðingar og gæta trúnaðar um persónuleg mál.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.