Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 26

Gerðir kirkjuþings - 2018, Side 26
26 27 og ákveðið að bjóða fulltrúum fyrirtækisins til fundar við stjórn Skálholts. Á (2)73. fundi hinn 9. janúar 2018 voru til umfjöllunar skógræktarmál og framhald búskapar í Skálholti. Lögð fram drög að skógræktarsamningi við Skógræktarfélag Íslands. Þá var einnig samþykktur samningur um biskupsþjónustu og staðarhald í Skálholti sem gildi þar til nýr vígslubiskup í Skálholti hefur verið vígður og hefur tekið við embætti sínu. Á (2)74. fundi hinn 20. febrúar 2018 var tekin fyrir og samþykkt endurskoðuð fjárhagsáætlun Skálholtsstaðar. Þá var lögð fram skýrsla Brunavarna Árnessýslu með niðurstöðum úr eldvarnaskoðun og umsögn vegna gistileyfis til handa staðnum fyrir allt að 36 manns. Að lokum var lagt fram dómnefndarálit vegna hugmyndasamkeppni um vígslubiskupshús. Á (2)76. fundi hinn 10. febrúar 2018 var til umfjöllunar bókun 44. fundar stjórnar Skálholts varðandi uppbyggingu í Skálholti. Samþykkt var tillaga um að rætt verði við ráðgjafa um framhald málsins og aðkomu ráðgjafarfyrirtækis að málinu. Þá var lagt fram byggingarbréf til handa Skálholtsbónda. Á (2)78. fundi hinn 15. maí 2018 var tekin fyrir beiðni um staðfestingu kirkjuráðs á því að Skálholtsstað sé heimilt að innheimta fast gjald af hverjum hópferðabíl sem hefur viðkomu með ferðamenn. Kirkjuráð samþykkti erindið. Þá var greint frá viðræðum við ráðgjafa um aðkomu hans að uppbyggingarmálum í Skálholti. Samþykkt var ályktun þar sem fagnað var aðkomu ráðgjafans að málefnum Skálholts, hann boðinn velkominn til samstarfs og framkvæmdastjóra falið að leggja drög að samningi við hann um verkið. Á (2)79. fundi hinn 12. júní 2018 var lögð fram skýrsla um heildarkostnað af rekstri Skálholts árið 2017. Á (2)80. fundi hinn 21. ágúst 2018 var fjallað um verkefnið Skálholtskógar, samningur um leigu lands og ræktun skógar. Samningurinn var lagður fram. Kirkjuráð staðfesti samninginn og fagnaði verkefninu. Á (2)83. fundi hinn 29. október 2018 ályktaði kirkjuráð að veitt yrði skilyrt veðleyfi til handa ábúanda Skálholtsjarðarinnar vegna uppgjörs hans við forvera sinn. Önnur mál sem kirkjuráð fjallaði um á kirkjuþingsárinu og rétt þykir að gera kirkjuþingi grein fyrir Á (2)75. fundi hinn 9. mars 2018 var til umfjöllunar málið: Starfsreglur um val og veitingu prestsembætta, breytingartillaga til kirkjuþings. Kirkjuráð yfirfór tillöguna og kallaði til lögfræðing kirkjumálasjóðs og kirkjuþings sér til ráðuneytis. Kirkjuráð telur tillöguna til bóta og leggur til að hún verði hluti af heildarendurskoðun starfsreglna sem stefnt verði að því að leggja fyrir reglulegt kirkjuþing 2018. Kirkjuráð beinir því til biskups Íslands að hann leiðbeini próföstum um að varamenn verði eftirleiðis frá upphafi umsóknarferlis kvaddir til starfa við undirbúning kjörs presta. Þá var lögð fram skýrsla Skálholtsútgáfunnar til kirkjuráðs. Skýrslan er fylgiskjal með skýrslu þessari. Á (2)76. fundi hinn 10. febrúar 2018 var fjallað um kirkjuþing 2017, framhaldsfund hinn 10. mars 2018. Mál sem ganga til kirkjuráðs. Aðeins eitt mál gekk til kirkjuráðs frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.