Gerðir kirkjuþings - 2018, Blaðsíða 41
41
Á sama tíma og lausafjárhlutfallið lækkar, hækkar eigin fjárhlutfallið úr 0,89 í 0,9. Það ætti
að segja okkur að staðan væri að styrkjast en hækkun á eigin fé er vegna fast eigna mats hækk-
unar fasteigna sem þarf ekki að endurspegla raunverulega aukningu eigna, sér stak lega í ljósi
þess að margar fasteignir eru í brýnni þörf fyrir viðhald sem ekki hefur verið hægt að sinna.
Kristnisjóður
Tekjur Kristnisjóðs eru hluti af kirkjujarðasamkomulaginu og eiga að jafngilda 15
prestslaunum.
Rekstur Kristnisjóðs skilaði tæpum 10 millj. kr. í tekjuafgang. Tekjur sjóðsins voru
129,5 millj. kr. sem er lækkun frá fyrra ári. Veittir styrkir úr sjóðnum voru 67,7 millj. kr.
allt frá 300 þús. kr. til 11,3 millj. kr.
Rekstur Kristnisjóðs var á tímabili sameinaður rekstri kirkjumálasjóðs, því var breytt á
árinu 2016 en algjör bókhaldslegur aðskilnaður á milli sjóða varð ekki fyrr en árið 2017.
Launakostnaður Kristnisjóðs er innheimtur frá biskupsstofu með kostnaðarhlutdeild
en starfsmenn sjóðsins fá laun sín greidd með launakeyrslu fjársýslu ríkisins.
Allar eignir Kristnisjóðs eru veltufjármunir.
Jöfnunarsjóður sókna
Tekjur Jöfnunarsjóðs sókna eru 18,5% af sóknargjöldum til þjóðkirkjusafnaða, tekjurnar
eru viðbót við önnur sóknargjöld sem ríkið greiðir sóknum landsins.
Jöfnunarsjóður fékk endurgreitt framlag frá biskupsstofu að fjárhæð 86 millj. kr.
Tekjuafgangur Jöfnunarsjóðs var 122,9 millj. kr. sem leggjast við sjóð til úthlutunar
styrkja.
Rekstrarkostnaður Jöfnunarsjóðs var 17,4 millj. kr. en önnur gjöld voru úthlutaðir
styrkir.
Allar eignir Jöfnunarsjóðs eru veltufjármunir.
Rekstraráætlanir 2019
Biskupsstofa
Gert er ráð fyrir að rekstur biskupsstofu skili um 26 millj. kr. afgangi í lok árs en
fjárfestingaþörf er áætluð um 14 millj.kr. Er þar eingöngu um endurnýjun á tölvubúnaði
og hönnunarkostnað vegna þjónustuvefs kirkjunnar að ræða.
Launakostnaður skrifstofu hækkar milli ára vegna komandi kjarasamninga og ráðninga
nýrra starfsmanna, ráðnir hafa verið upplýsingafulltrúi og persónuverndarfulltrúi, áætlað
er að ráða jafnréttisfulltrúa á komandi ári.
Gerður hefur verið nýr leigusamningur við kirkjumálasjóð sem tók gildi 1. janúar 2018
vegna húsaleigu fyrir Laugaveg 31, húsaleigan hækkar verulega vegna þessa.
Lögfræðikostnaður er hækkaður í áætlun vegna yfirstandandi mála. Biskupsstofa er
að taka í gagnið nýtt bókhaldskerfi fyrir aðrar stofnanir og sjóði til að geta veitt betri
þjónustu en verið hefur, kostnaður vegna þess hefur verið áætlaður á þjálfun starfsmanna
og tölvumál.
Aðrir liðir hækka vegna verðlagsbreytinga.