Gerðir kirkjuþings - 2018, Blaðsíða 78
78 79
28. gr.
Í stað orðsins „valnefndir“ í staflið c) í 28. gr. starfsreglnanna kemur: kjörnefndir.
29. gr.
Á eftir orðinu „Þjóðskrár“ í 30. gr. starfsreglnanna kemur: Íslands.
30. gr.
31. gr. starfsreglnanna orðast svo:
Prófastur tekur við og varðveitir skrá frá Minjastofnun Íslands um friðlýsta gripi hverrar
kirkju og minningarmörk í kirkjugörðum, sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012, með
síðari breytingu.
31. gr.
Í stað orðsins „sóknarbanda“ í 32. gr. starfsreglnanna kemur: á sóknarbandi.
XIII. KAFLI
Starfsreglur um vígslubiskupa nr. 968/2006, með síðari breytingum.
32. gr.
6. gr. starfsreglnanna orðast svo:
Vígslubiskup á sæti í ráðgjafarnefnd um kenningarleg málefni - kenningarnefnd, sbr. 14.
gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með síðari breytingum
og 1. mgr. 3. gr. starfsreglna um ráðgjafarnefnd um kenningarleg málefni nr. 821/2000,
með síðari breytingu.
Vígslubiskup situr biskupafund sem biskup Íslands kallar til, sbr. 19. gr. laga nr. 78/1997 og
1. og 2. gr. starfsreglna um biskupafund nr. 964/2006.
Vígslubiskup situr almenna prestastefnu, sbr. 1. og 2. mgr. 28. gr. laga nr. 78/1997.
Vígslubiskup situr kirkjuþing með málfrelsi og tillögurétt, sbr. 4. mgr. 21. gr. laga nr.
78/1997 og 1. mgr. 25. gr. starfsreglna um þingsköp kirkjuþings nr. 949/2009, með síðari
breytingum. Vígslubiskup situr prófastafund, sbr. 27. gr. starfsreglna um prófasta nr.
966/2006, með síðari breytingum.
Vígslubiskup situr fundi kirkjuráðs þegar sérstök málefni biskupsstólsins eða embættisins
eru rædd, sbr. 21. gr. starfsreglna um kirkjuráð nr. 817/2000, með síðari breytingum.
Vígslubiskupi skal boðið að sitja héraðsfundi umdæmisins, sbr. 2. mgr. 2. gr. starfsreglna
um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 965/2006.
XIV. KAFLI
Starfsreglur um þjóðmálanefnd þjóðkirkjunnar nr. 1028/2007.
33. gr.
Ákvæði til bráðabirgða í starfsreglunum fellur brott.
XV. KAFLI
Starfsreglur um þingsköp kirkjuþings nr. 949/2009, með síðari breytingum.