Iðjuþjálfinn - 2020, Qupperneq 9

Iðjuþjálfinn - 2020, Qupperneq 9
Iðjuþjálfinn 1/20209 Frumþýðendur þýddu listann úr ensku yfir á íslensku hvor í sínu lagi og báru síðan þýðingarnar saman. Áður höfðu þýðendur komið sér saman um að hafa heiti hlutverka eitt lýsandi nafnorð þar sem því yrði við komið. Heiti hlutverka voru eins í báðum þýðingum en smávægilegar orðalagsbreytingar voru gerðar til að samræma leiðbeiningar og skilgreiningar hlutverkanna. Þar með urðu til fyrstu drög Hlutverkalistans á íslensku. Bakþýðandi þýddi íslensku drögin yfir á ensku og í kjölfarið var bakþýðingin borin saman við frumútgáfuna á ensku. Heiti hugtaka og orðalag í bakþýðingunni var stundum ólíkt upphaflegu útgáfunni en inntakið hins vegar nánast það sama. Leiðbeiningar um notkun listans voru einnig samhljóma þótt orðalagið væri ekki alls staðar eins. Heiti fjögurra hlutverka voru nákvæmlega þau sömu í bakþýðingunni og heiti hinna sex höfðu sömu merkingu þótt orðfærið væri annað. Dæmi um þetta voru: „Carer“ í stað „Caregiver“, „Homemaker“ í stað „Home maintainer“ og „Participant in community organization“ í stað „Participant in organizations“. Í skilgreiningum frumútgáfunnar koma oft fyrir orðasamböndin „responsible for“, „spending time or doing something with“ og „involvement in“. Þau tvö fyrrnefndu voru eins í bakþýðingunni og frumútgáfunni en það síðastnefnda var ýmist þýtt „participates in“ eða „attends to“ í bakþýðingunni og var talið jafngilt. Lítils háttar munur var á sumum hugtökum kvarðanna. Til dæmis voru hugtökin „unsatisfied“ og „quite satisfied“ notuð í bakþýðingunni en „dissatisfied“ og „somewhat satisfied“ í frumútgáfunni, en þetta var talið jafngilt. Lítils háttar breytingar voru gerðar á skilgreiningum þriggja hlutverka, þ.e. sjálfboðaliði, umönnunaraðili og heimilishaldari, en orðalag í skilgreiningum á hinum sjö hélst óbreytt. Hér með voru orðin til önnur drög sem síðan voru rædd í rýnihópnum (sjá töflu 1). Rýnihópssamtal Þátttakendur í rýnihóp voru valdir markvisst til að fá sem mesta breidd í hópinn m.t.t. aldurs, starfsreynslu og sérsviðs innan fagsins (Katrín Blöndal og Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Haft var samband símleiðis við sjö iðjuþjálfa, fimm þeirra störfuðu á vettvangi iðjuþjálfunar og tveir í háskóla. Þeim var boðið að rýna drög að íslenskri þýðingu Hlutverkalistans: Þátttaka og sátt, með tilliti til merkingar hugtaka og málfars, og allir brugðust jákvætt við. Í kjölfarið var þeim sent kynningarbréf í tölvupósti um markmið og fyrirkomulag samtalsins, ásamt drögum að Hlutverkalistanum á íslensku. Iðjuþjálfarnir voru á aldrinum 26 til 64 ára með starfsreynslu á bilinu eitt til 40 ár. Iðjuþjálfarnir á vettvangi störfuðu með fólki á aldrinum 18–90 ára með ólíkan heilsufarsvanda af líkamlegum og/eða andlegum toga. Rýnihópurinn ræddi hvert hlutverk fyrir sig, þ.e. heiti þess, inntak og orðalag skilgreininga og hvort og hvernig það birtist í íslensku samfélagi. Einnig voru leiðbeiningar um fyrirlögn listans ræddar. Frumþýðendurnir tveir voru til staðar í rýnihópnum til að halda umræðunum á sporinu og skrá innihald þeirra jafnóðum. Þeir gerðu síðan samantekt á inntaki og niðurstöðum umræðnanna og báru undir þátttakendurna til að auka réttmæti gagnanna. Í leiðbeiningum um hvernig skuli svara listanum er orðfærið að gegna hlutverki notað. Þetta orðalag var ekki öllum tamt í rýnihópnum. Einnig var rýnihópurinn ósammála um hvort það að gegna hlutverki fæli alltaf í sér bæði ábyrgð og gjörð eða einungis annað hvort. Orðfærið að sinna hlutverki kom til tals en var slegið út af borðinu þar sem það er notað í skilgreiningum sumra hlutverkanna. Að gegna hlutverki var notað í fyrstu útgáfu Hlutverkalistans á íslensku og flestir höfðu vanist því. Hópurinn ræddi um heiti hlutverka í listanum. Heitinu þátttakandi í tómstundastarfi var breytt í tómstundaiðkandi þar sem meirihluti þátttakenda taldi það heiti meira notað í samfélaginu, auk þess að vera þekkt innan tómstundafræðinnar. Heiti annarra hlutverka hélst óbreytt. Í umræðum um skilgreiningar á hlutverkum bar hæst orðalagið að bera ábyrgð á og sinna. Flestir töldu orðasambandið að bera ábyrgð á fela þetta hvort tveggja í sér og ná þar að auki yfir það að leiðbeina öðrum við framkvæmd verka sem tilheyrðu hlutverkinu. Sá sem ber ábyrgð þarf því ekki að framkvæma sjálfur allt sem fellur undir hlutverkið og fólk getur líka deilt ábyrgð. Niðurstaðan varð því sú að orðasambandinu ber ábyrgð á og sinnir í hlutverkunum umönnunaraðili og heimilishaldari var breytt í ber ábyrgð á. Lítils háttar orðalagsbreytingar voru gerðar á skilgreiningunum á hlutverki starfsmanns, sjálfboðaliða og þátttakanda í félagasamtökum og skýringardæmum breytt í hlutverkunum sjálf- Mynd 1 Rannsóknarferlið: Þýðing og mat á réttmæti og notagildi. Tafla 1 Breytingar sem heiti hlutverka og skilgreiningar tóku í þýðingarferlinu Fyrstu Drög Eining í kjölfar frumþýðingar Önnur drög Eining í kjölfar bakþýðingar Þriðju drög – rannsóknarútgáfa Eining í kjölfar rýnihóps NEMANDI Stundar nám, fullt nám eða hlutanám. Óbreytt Óbreytt STARFSMAÐUR Er í launaðri vinnu, fullu starfi eða hlutastarfi. Óbreytt STARFSMAÐUR Stundar launaða vinnu, fullt starf eða hlutastarf. SJÁLFBOÐALIÐI Sinnir reglulega ólaunuðu starfi í þágu líknarfélaga, góðgerðarsamtaka, skóla, samfélagsins o.fl. SJÁLFBOÐALIÐI Sinnir reglulega ólaunuðu starfi í þágu samfélagsins, t.d. líknarfélaga, góðgerðarsamtaka og skóla. SJÁLFBOÐALIÐI Sinnir reglulega ólaunuðu starfi fyrir t.d. góðgerðarsamtök, skóla, íþróttafélag og hjálparsveit. UMÖNNUNARAÐILI Annast aðra s.s. barn, maka, aðra ættingja eða vin, a.m.k. einu sinni í viku. UMÖNNUNARAÐILI Ber ábyrgð á og sinnir umönnun annarra s.s. barns, maka, ættingja eða vinar, a.m.k. einu sinni í viku. UMÖNNUNARAÐILI Ber ábyrgð á umönnun annarra t.d. barns, maka, ættingja eða vinar, a.m.k. einu sinni í viku. HEIMILISHALDARI Sinnir heimilishaldi s.s. þrifum, eldamennsku eða garðvinnu, a.m.k. einu sinni í viku. HEIMILISHALDARI Ber ábyrgð á og sinnir heimilishaldi s.s. þrifum, eldamennsku eða garðvinnu, a.m.k. einu sinni í viku. HEIMILISHALDARI Ber ábyrgð á heimilishaldi t.d. þrifum, eldamennsku, innkaupum, viðhaldi eða garðvinnu, a.m.k. einu sinni í viku. VINUR Ver tíma eða gerir eitthvað reglulega með vini. Óbreytt Óbreytt FJÖLSKYLDUMEÐLIMUR Ver tíma eða gerir eitthvað reglulega með fjölskyldumeðlimi s.s. barni, maka eða öðru skyldmenni. Óbreytt FJÖLSKYLDUMEÐLIMUR Ver tíma eða gerir eitthvað reglulega með t.d. barni, maka eða öðrum úr fjölskyldunni. ÞÁTTTAKANDI Í TRÚARSTARFI Tekur þátt í starfi eða athöfnum á vegum trúfélags. Óbreytt Óbreytt ÞÁTTTAKANDI Í TÓMSTUNDASTARFI Sinnir áhugamáli reglulega s.s. saumaskap, hljóðfæraleik, smíðum, íþróttum, útivist, leiklistar- eða klúbbastarfi.. Óbreytt TÓMSTUNDAIÐKANDI Sinnir áhugamáli reglulega t.d. saumaskap, smíðum, íþróttum, útivist, hljóðfæraleik, kórsöng eða leiklist. ÞÁTTTAKANDI Í FÉLAGASAMTÖKUM Á aðild að og starfar reglulega með formlegu félagi s.s. kvenfélagi, fagfélagi, stjórnmálasamtökum eða ýmsum hreyfingum. Óbreytt ÞÁTTTAKANDI Í FÉLAGASAMTÖKUM Starfar reglulega með formlegu félagi t.d. fagfélagi, kvenfélagi, stjórnmálaflokki eða hreyfingum. Tafla 1. Breytingar sem heiti hlutverka og skilgreiningar tóku í þýðingarferlinu.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.