Iðjuþjálfinn - 2020, Page 17

Iðjuþjálfinn - 2020, Page 17
Iðjuþjálfinn 1/202017 analyzing the data. Inductive analysis was performed using initial and focused coding to create themes and identify key concepts. Results: Three main themes were analyzed on factors influencing the managers’ perspectives towards employing people with reduced work capacity. These factors were perceived as either encouragements, challenges, or barriers. The main encouraging factors included (1) mutual benefits of employee and employer, (2) employers‘ aspiration to demonstrate social responsibility, (3) having a stable support from the service system, and (4) reimbursement of employee’s salaries by the state. The main challenges included (1) choosing appropriate projects, (2) adapting tasks and work environment to employees‘ abilities, (3) providing appropriate support, and (4) understanding the roles of different institutions. The main barriers were (1) demand for profit or low operating costs, (2) increased pressure on co-workers, and (3) specific rules at the workplace that needed to be followed. Conclusion: Public services promote access to employment in many ways for people with reduced work capacity. Cooperation between the public services, preferably in the form of personal contact with employers is crucial. However, there is a considerable lack of organized channels, flow of information and necessary support. A policy formulation in this area is critical emphasizing cooperation and mutual responsibility of employers and the social system. Keywords: Work participation, reduced work capacity, managers’ perspetives, vocational rehabilitation, qualitative research, grounded theory. INNGANGUR Ávinningur af þátttöku á vinnumarkaði er margþættur. Með vinnu fær fólk tækifæri til að afla lífsviðurværis og öðlast ákveðna félagslega stöðu (Wadell og Burton, 2006; Saunders og Nedelec, 2014). Í mörgum vestrænum löndum er vaxandi fjöldi fólks útilokaður frá fullri þátttöku á vinnumarkaði vegna skertrar starfsgetu (Prins, 2013) og svo er einnig á Íslandi. Á árunum 2008– 2019 fjölgaði örorkulífeyrisþegum úr 7% í 7,8% af mannfjölda á aldrinum 18–66 ára eða um 3800 einstaklinga (Kolbeinn H. Stefánsson, 2019). Árið 2017 var atvinnuþátttaka öryrkja aðeins 30,6% samanborið við 82,6% almenna atvinnuþátttöku á Íslandi (Hagstofa Íslands, 2019). Að standa utan vinnumarkaðar getur haft ýmsar afleiðingar og tengist meðal annars verri heilsu og félagslegri stöðu fólks (Wadell og Burton, 2006) og auknum samfélagslegum kostnaði (Tompa, 2013). Tengsl færni og fötlunar við heilsu eru útskýrð í Alþjóðlega flokkunarkerfinu um færni, fötlun og heilsu (International Classification of Functioning Disability and Health [ICF]). Færni (e. functioning) endurspeglar jákvætt samspil heilsu og aðstæðna sem samanstanda af umhverfi og einstaklingsbundnum þáttum. Færni birtist í þremur víddum, sem líkamsstarfsemi/líkamsbygging, athafnir og þátttaka. Fötlun (e. disability) lýsir hins vegar færni í neikvæðri mynd og birtist sem skerðing, hömlun við athafnir og takmörkuð þátttaka (Guðrún Pálmadóttir, 2013; World Health Organization [WHO], 2001, 2015). Til að auka færni eða draga úr fötlun má meðal annars minnka hindranir í umhverfinu (WHO, 2011). Hugtakið skert starfsgeta hefur verið skilgreint á mismunandi vegu en enn er ekki til ein skilgreining sem almennt er stuðst við á Íslandi. Í þessari rannsókn er hugtakið skilgreint á eftirfarandi hátt: Skert starfsgeta er þegar einstaklingur á erfitt með að mæta kröfum til- tekins starfs við ákveðnar aðstæður. Samkvæmt ICF þá eru við- fangsefni vinnunnar of mikil áskorun fyrir getu viðkomandi (WHO, 2001, 2015). Á Íslandi koma margir aðilar að atvinnumálum og þjónustu við fólk með skerta starfsgetu. Auk atvinnurekenda eru það stofnanir, fyrirtæki og fagfólk innan heilbrigðis-, félags- og menntakerfis en Vinnumálastofnun og VIRK starfsendurhæfingarsjóður gegna lykilhlutverki. VIRK á samkvæmt lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða (nr. 60/2012) að tryggja öllum launþegum, atvinnurekendum og sjálfstætt starfandi fólki á aldrinum 16–70 ára, réttindi til atvinnulegrar starfsendurhæfingar (Ríkisendurskoðun, 2012). Starfsendurhæfingin sem slík er ekki í höndum VIRK, heldur kaupir sjóðurinn þjónustu af starfsendurhæfingarstofnunum og sjálfstætt starfandi viðurkenndum fagaðilum (VIRK, 2018). Vinnumálastofnun hefur umsjón með framkvæmd laga um vinnumarkaðsaðgerðir (nr. 55/2006) en atvinna með stuðningi (e. supported employment) eða AMS, og vinnusamningur öryrkja eru þau úrræði sem stofnunin býr yfir til að hvetja til atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu (Vinnumálastofnun, e.d.-a, e.d.-b). AMS felur í sér atvinnuleit og vinnu á almennum vinnumarkaði þar sem starfsmanni og vinnuveitenda er veittur nauðsynlegur stuðningur á vinnustað í lengri eða skemmri tíma (Vinnumálastofnun, e.d.-a). Vinnu- samningur öryrkja er endurgreiðslusamningur gerður við atvinnurekanda en hann ræður starfsmann sem einnig fær örorku- bætur frá Tryggingastofnun (TR). Endurgreiðslurnar nema 75% af kjarasamningsbundnum launum fyrstu tvö árin en lækka árlega um 10% þar til 25% lágmarksendurgreiðsluhlutfalli er náð (Vinnumála- stofnun, e.d.-b). Af ofangreindu má sjá að skipulag atvinnumála fólks með skerta starfsgetu er fremur flókið hér á landi enda heyrir þjónustan bæði undir Félagsmálaráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið (Heilbrigðis- ráðuneytið, 2020). Bent hefur verið á að móta þurfi heildstæða stefnu í málaflokknum og skýra hlutverk og ábyrgð mismunandi þjónustuaðila (Ríkisendurskoðun, 2012). Stjórnvöld ýmissa ríkja hafa mótað aðgerðastefnu til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu (Alþýðu- samband Íslands, 2003). Þrátt fyrir erfiðleika við að sýna fram á gagnsemi þeirra (Angelov og Eliason, 2018; Vornholt o.fl., 2018) benda rannsóknir til að árangursríkar aðgerðir snúi fyrst og fremst að vinnunni sjálfri og feli í sér breytingar á vinnuumhverfi, skipulagi í fyrirtækjum og samskiptum milli hagsmunaaðila (Vooijs o.fl., 2015). Endurgreiðsla launa, sem á að koma í veg fyrir aukinn kostnað atvinnurekenda, hefur reynst hvetja vinnuveitendur til að ráða fólk með skerta starfsgetu í vinnu (Clayton o.fl., 2011; Gustafsson o.fl., 2014; Velferðarráðuneytið, 2018). Þessi leið hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að ýta undir þær staðalmyndir að fólkið sem um ræðir sé ekki fullgilt á almennum vinnumarkaði og því þurfi að greiða meðlag með því (Kristjana Jokumsen og Rannveig Traustadóttir, 2014). Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað og fullgilt (Stjórnarráð Íslands, e.d.-b), er hvers konar mismunun vegna atvinnuþátttöku bönnuð og kveðið á um viðeigandi aðlögun (WHO, 2011). Aðlögun á vinnustað snýst um breytingu á starfi eða vinnuumhverfi (U.S. Department of labor, e.d.).

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.