Iðjuþjálfinn - 2020, Síða 22

Iðjuþjálfinn - 2020, Síða 22
22Iðjuþjálfinn 1/2020 og samstarfsfólks á vinnustað. Hér á landi er skortur á rannsóknum innan starfsendurhæfingar en mikilvægt er að rannsaka áherslur og árangur þeirrar þjónustu sem veitt er, þar á meðal ferli endurkomu til vinnu eftir langt veikindaleyfi og hvernig aðlögun á starfi eða starfsumhverfi er háttað. Hvorki mismikil þekking stjórnendanna á þjónustuúrræðum fyrir fólk með skerta starfsgetu né vöntun þeirra á heildaryfirsýn yfir uppbyggingu þjónustukerfisins kemur á óvart enda hefur lengi verið bent á að skipulag og verkaskipting stofnana sé óskýr (Ríkisendurskoðun, 2012). Reynsla stjórnendanna af samkeppni milli þjónustuveitenda um störf fyrir þennan hóp getur haft neikvæð áhrif á vilja þeirra til samstarfs við fagfólk kerfisins og þar með aðgengi að störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Að auki setur það fagfólk í erfiða stöðu að þurfa að keppa sín í milli um störf á vinnumarkaði (Velferðarráðuneytið, 2018). Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi opinberrar stefnumótunar um málefni fólks með skerta starfsgetu til að ná fram aukinni samræmingu og samfellu í þjónustunni. Skýra þarf skipulag þjónustukerfisins og skilgreina hlutverk mismunandi stofnana (Ásdís Sigurjónsdóttir o.fl., 2019; Ríkisendurskoðun, 2012). Brýnt er að upplýsingar um málaflokkinn séu aðgengilegar á einum stað, jafnt fyrir notendur þjónustunnar og stjórnendur á vinnumarkaði. Slíkt gæti sparað stjórnendum tíma og ýtt undir samvinnu þeirra við fagfólk. Opinber þjónusta ýtir undir aðgengi að störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu en tenging við ákveðinn fagmann í þjónustukerfinu og endurgreiðsla launa frá TR eru veigamiklir þættir. Samvinna á milli fagfólks þjónustukerfisins og atvinnurekenda er mikilvæg en töluvert vantar upp á að hún sé í skipulögðum farvegi og upplýsingaflæði og nauðsynlegur stuðningur fyrir hendi. Brýnt er að mótuð verði stefna í málaflokknum þar sem meðal annars er áhersla á samvinnu ásamt ábyrgð atvinnurekenda og fagfólks. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar eru að viðmælendur voru fulltrúar afmarkaðs hóps fyrirtækja og stofnana sem dregur úr yfirfærslugildi niðurstaðna. Í framhaldinu væri áhugavert að fá innsýn í reynslu fólks með skerta starfsgetu af vinnu sinni og starfsumhverfi og einnig sjónarhorn fagfólks af samstarfi þeirra við vinnustaði. Þakkir Greinarhöfundar þakka öllum þeim sem lögðu rannsókninni lið. Sérstakar þakkir fá stjórnendur vinnustaða sem greindu frá reynslu sinni og viðhorfum. VIRK starfsendur hæfingarsjóður fær þakkir fyrir veittan styrk og Akureyrarakademían fyrir starfsaðstöðu. Einnig fá Guðrún Pálmadóttir dósent og Sara Stefánsdóttir lektor þakkir fyrir yfirlestur og góðar ábendingar. HEIMILDIR Alþýðusamband Íslands. (2003). Fötlunarstjórnun á vinnustað: Viðmiðunarrelgur ILO (Alþýðusamband Íslands þýddi). https://www.asi.is/ media/6366/samsett_prufa.pdf Angelov, N. og Eliason, M. (2018). Wage subsidies targeted to jobseekers with disabilities: Subsequent employment and disability retirement. IZA Journal of Labor Policy, 7(1), 1-37. https://doi.org/10.1186/s40173-018-0105-9 Ásdís Sigurjónsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Kristjana Fenger. (2019). „Við höfum þurft að breyta okkar starfi“: Starfsendurhæfing á Íslandi frá sjónarhorni starfsfólks starfsendurhæfingarstöðva. Iðjuþjálfinn, 40(1), 6-13. http://www.ii.is/media/idjuthjalfinn/Idjuthjalfinn_NOV_2019_vef.pdf Burke, J., Bezyak, J., Fraser, R. T., Pete, J., Ditchman, N. og Chan, F. (2013). Employers’ attitudes towards hiring and retaining people with disabilities: A review of the literature. Australian Journal of Rehabilitation Counselling, 19(1), 21-38. https://doi.org/10.1017/jrc.2013.2 Charmaz, K. (2014). Constructing grounded theory (2. útgáfa). Sage. Clayton, S., Barr, B., Nylen, L., Burström, B., Thielen, K., Diderichsen, F., Dahl, E. og Whitehead, M. (2011). Effectiveness of return-to-work interventions for disabled people: A systematic review of government initiatives focused on changing the behaviour of employers. European Journal of Public Health, 22(3), 434-439. https://doi.org/10.1093/eurpub/ckr101 CSES. (2012). Evaluation of the SME definition. https://op.europa.eu/en/ publication-detail/-/publication/5849c2fe-dcd9-410e-af37-1d375088e886 Gewurtz, R. E., Langan, S. og Shand, D. (2016). Hiring people with disabilities: A scoping review. Work, 54(1), 135-148. https://doi.org/10.3233/wor-162265 Guðrún Pálmadóttir. (2013). ICF og iðjuþjálfun: Fagþróun, hugmyndafræði og hagnýtt gildi. Iðjuþjálfinn, 34(1), 9-17. http://www.ii.is/media/idjuthjalfinn/ idjuthjalfinn_2013.pdf Gustafsson, J., Peralta, J. P. og Danermark, B. (2014). The employer’s perspective: Employment of people with disabilities in wage subsidized employments. Scandinavian Journal of Disability Research, 16(3), 249-266. https://doi.org/10.1080/15017419.2013.785976 Hagstofa Íslands. (2019). Staða örorkulífeyrisþega á vinnumarkaði. https:// hagstofa.is/utgafur/frettasafn/vinnumarkadur/oryrkjar-a-islenskum- vinnumarkadi/ Halonen, J. I., Atkins, S., Hakulinen, H., Pesonen, S. og Uitti, J. (2017). Collaboration between employers and occupational health service providers: A systematic review of key characteristics. BMC Public Health, 17(1), 1-9. https://doi.org/10.1186/s12889-016-3924-x Heilbrigðisráðuneytið. (2020). Endurhæfing: Tillögur að endurhæfingarstefnu. https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2675 Ju, S., Roberts, E. og Zhang, D. (2013). Employer attitudes toward workers with disabilities: A review of research in the past decade. Journal of Vocational Rehabilitation, 38(2), 113-123. https://doi.org/10.3233/jvr-130625 Kolbeinn H. Stefánsson. (2019). Fjöldaþróun örorkulífeyrisþega á Íslandi 2008–2030. https://www.obi.is/static/files/skjol/pdf-skyrslur/2019-09-sky- rsla-fjo-ldathro-un-o-bi-khs-utg-1.pdf Kristjana Jokumsen og Rannveig Traustadóttir. (2014). Fordómar og félagsleg útskúfun: Samantekt á stöðu fatlaðs fólks eins og hún birtist í íslenskum rannsóknum frá árunum 2000–2013. http://www.fotlunarfraedi.hi.is/files/ Kristjana/Fordomar_og_felagsleg_utskufun_Juli2014_leidrett_agust2014. pdf Lindsay, S., Cagliostro, E., Albarico, M., Mortaji, N. og Karon, L. (2018). A systematic review of the benefits of hiring people with disabilities. Journal of Occupational Rehabilitation, 28(4), 634-655. https://doi.org/10.1007/ s10926-018-9756-z Lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða nr. 60/2012. Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018. Lög um vinnumarkaðsaðgerðir nr. 55/2006. McDowell, C. og Fossey, E. (2015). Workplace accommodations for people with mental illness: A scoping review. Journal of Occupational Rehabilitation, 25(1), 197-206. https://doi.org/10.1007/s10926-014-9512-y Patton, M. Q. (2002). Qualitative research and evaluation methods (3. útgáfa). Sage. Petersen, K. S., Labriola, M., Nielsen, C. V. og Larsen, E. L. (2016). Work reintegration after long-term sick leave: Domains of influence on co-workers’ ability to be supportive. Disability and Rehabilitation, 38(19), 1872-1883. https://doi.org/10.3109/09638288.2015.1107772 Prins, R. (2013). Sickness absence and disability: An international perspective. Í P. Loisel og J. R. Anema (ritstjórar), Handbook of work disability: Prevention and management (bls. 3-14). Springer. Rannveig Traustadóttir. (2008). Work, disability and social inclusion: The promise and problematics of EU disability policy. Í M. L. DeVault (ritstjóri), People at work: Life, power and social inclusion in the new economy. New York University Press.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.