Iðjuþjálfinn - 2020, Síða 24

Iðjuþjálfinn - 2020, Síða 24
24 GREIN Iðjuþjálfinn 1/2020 Svava Arnardóttir, Iðjuþjálfi hjá Hugarafli Stundakennari í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri Meistaranemi í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands Ég hef setið of margar ráðstefnur, lesið greinar og hlustað á fyrirlestra um ákveðinn málaflokk án þess að rödd einstaklinganna sjálfra heyrist. Ég vinn mikið með ungu fólki sem hefur persónulega reynslu af andlegum áskorunum og hef sjálf þá reynslu auk fag- legrar þekkingar sem iðjuþjálfi. Við vorum orðin langþreytt á að sækja viðburði þar sem geð- heilbrigðismál ungs fólks voru rædd en nánast ekkert ungt fólk var í salnum og það hafði sjaldnast fengið tækifæri til að koma að skipulagningu dagskrár eða umræðunnar sjálfrar. Kornið fyllti mælinn þegar við sóttum pallborðsumræður með ýmsu ráðafólki á miðjum aldri þar sem þau svöruðu fyrirspurnum um af hverju ungu fólki liði illa nú á dögum og hvað væri best að gera. Okkur vitanlega höfðu þau ekki persónulega reynslu af andlegum áskorunum, í það minnsta höfðu þau aldrei komið opinberlega fram sem fólk með slíka reynslu. Hópur ungs fólks í Hugarafli tók sig saman og nýtti pirringinn sem drifkraft til breytinga. Við ákváðum að skipuleggja pall- borðsumræður þar sem unga fólkið, sem gjarnan er rætt um, stjórnaði umræðunni og fulltrúar úrræða og stjórnsýslunnar sætu á fremsta bekk meðal áheyrenda. Við völdum að fjalla sérstaklega um sjálfsskaða, sjálfsvígshugsanir og -tilraunir ungs fólks. Við vonuðumst til þess að erfið lífsreynsla gæti reynst öðrum hjálpleg og vonandi komið til leiðar breytingum þannig að færri þyrftu að feta sama veg. Undirbúningur pallborðsumræðna ungs fólks Við unnum sleitulaust sumarið 2019 að undirbúningi pallborðs- umræðnanna sem áttu að fara fram á alþjóðlegum forvarnadegi gegn sjálfsvígum í september. Við fundum fjölda ungs fólks í Hugarafli sem hafði reynslu af sjálfsskaða, sjálfsvígshugsunum og/ eða sjálfsvígstilraunum og langaði að vinna að þessum viðburði með okkur. Fljótlega myndaðist bæði verkefnahópur sem sá um undirbúning viðburðarins og hópur einstaklinga sem vildu miðla sinni reynslu. Vikuleg þjálfun fór fram allt sumarið og það ferli var algjörlega einstakt. 8–12 ungir einstaklingar komu saman og deildu lífsreynslu sinni hver með öðrum. Fljótlega komum við auga á fjölda sameiginlegra þátta. Sár, persónuleg lífsreynsla reyndist ekki bundin við okkur sem einstaklinga heldur frekar endurspegla ýmsa samfélagsþætti, ofbeldis- og áfallasögu og jaðarsetningu af ólíkum toga. Í þjálfunarferlinu skrifuðu einstaklingarnir erindi sín, mótuðu frásagnarstefnu og fengu þjálfun í framkomu og ræðumennsku. Það er dýrmætt verkfæri að skrifa lífssögu sína á eigin forsendum. Það gefur tækifæri til úrvinnslu og ákveðna fjarlægð, getur opnað augu okkar fyrir þýðingu atburða og gefur færi á endurskilgreiningu sjálfsmyndar okkar. Við ráðum til dæmis hvort sagan reynist fórnarlambssaga eða þýðingarmikil þroskasaga – eða eitthvað allt annað. Viðburðurinn sjálfur, „Hlustaðu“ – 12. september 2019 Að endingu sögðu fimm ungmenni á aldrinum 18–30 ára frá eigin reynslu af sjálfsskaða, sjálfsvígshugsunum og -tilraunum í pallborðsumræðum í Hugarafli. Þau drógu fram hvað virkaði og hvað mætti betur fara í þessum málaflokki, jafnt varðandi geð- heilbrigðisþjónustu, menningu, samfélag eða stuðning ástvina. Að loknum erindunum sátu þau fyrir svörum. Viðburðurinn fékk töluverða fjölmiðlaumfjöllun en við áttum engu að síður erfitt með að fá alla fulltrúa stjórnsýslunnar að borðinu með okkur. Stefnumótandi skjal um sjálfsvígsforvarnir Í kjölfar pallborðsumræðnanna hélt hópurinn áfram að hittast. Ákveðið var að vinna sameiginlegt skjal með helstu punktum og áhersluatriðum sem við vildum koma á framfæri varðandi þennan málaflokk. Við vildum ekki aðeins opna umræðuna með persónulegum sögum af öngstræti og sársauka heldur koma til leiðar jákvæðum breytingum í kerfinu og samfélaginu. Skjalið endaði sem rúmar 20 blaðsíður með skýrum tillögum til úrbóta og byggði á sameiginlegri reynslu hópsins. Efnið var formlega gefið út í febrúar 2020 með útgáfuviðburði þar sem gestum var boðið að kynnast enn frekar ólíkum áhersluatriðum á borð við „raunveruleg rót vandans“, „réttindi“, „mennskan og skömmin“ og „BUGL“. Þátttakendum var skipt niður í hópa og fengu að kynnast málefnunum með náinni, persónulegri kynningu á hverri stöð. Hlustaðu-hópurinn fór á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra og Nönnu Briem forstöðumanni geðþjónustu Landspítalans. Til stóð að funda með fulltrúum Landlæknisembættisins en því var frestað vegna COVID-19 samkomubanns. Bókarskrif Að þessu loknu ákvað hópurinn að hefjast handa við útgáfu bókar sem byggir á stefnumótandi tillögunum en gerir málaflokknum enn frekari skil. Við höfum tekið eftir að útgáfa bóka varðandi geð- heilbrigðismál og batasögur einstaklinga hafa náð vinsældum hjá almenningi síðustu ár. Við teljum að okkar persónulega reynsla og AKTIVISMI SEM HEILANDI IÐJA Svava

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.