Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 25

Iðjuþjálfinn - 2020, Blaðsíða 25
Iðjuþjálfinn 1/202025 innsýn sé bæði dýrmæt og þörf í þá umræðu til að auka skilning á af hverju fólk sér stundum engan annan kost en að taka eigið líf og aðdragandann fram að þessari alvarlegu tilfinningalegu krísu. Bókin er ætluð þeim sem vinna í þessum málaflokki eða stefna á að vinna við hann þar sem við teljum þörf á auknum skilningi og breyttum áherslum á þessu sviði. Einnig teljum við bókina eiga erindi til aðstandenda og líklegt er að fólk með persónulega reynslu af málefninu finni samsvörun við eigin reynslu og þar af leiðandi að það sé ekki eitt með þessa krefjandi upplifun. Tilgangur bókarinnar er að breyta áherslum geðheilbrigðisþjónustu sem og íslensks samfélags í garð þeirra sem takast á við sjálfsskaða, sjálfsvígshugsanir eða reyna að taka eigið líf. Við viljum opna umræðu um raunverulega rót vandans, veita mótvægi við ráðandi stefnu um sjúkdómsvæðingu tilfinninga og miðla öðrum sjónarhornum sem byggð eru á eigin persónulegri reynslu og stuðla að von. Bókarskrifin eru nú í fullum gangi og stefnt er að útgáfu í mars eða apríl 2021. Aktívismi sem heilun Allt ofangreint ferli hefur einkennst af aktívisma. Hér er um að ræða grasrótarhóp ungs fólks með persónulega reynslu af andlegum áskorunum sem vill nýta erfiðar upplifanir öðrum til góðs. Við höfum skapað tækifæri til úrvinnslu og endurskilgreiningar eigin sögu auk þess sem hver og einn þátttakandi finnur sterkt að við erum ekki ein um þennan sársauka. Við erum að opna umræðu um málaflokkinn sem losar um skömmina og sendir skýr skilaboð til okkar sem og annarra að þetta sé ekkert sem þurfi að fela. Eitt það magnaðasta við verkefnið er að okkur gefst færi á að taka eitt það erfiðasta úr lífsreynslu okkar, öll særindin og sársaukann, og snúa því yfir í baráttutól sem getur knúið fram bættari heim. Aktívisminn reynist heilandi. Hlutverk iðjuþjálfa í aktívisma Ég vinn sem iðjuþjálfi í geðheilbrigðismálum. Geðheilbrigðiskerfinu er of tamt að vinna aðallega að einstaklingsþáttum líkt og andlegar áskoranir séu einungis vandi sem einskorðist við manneskjuna sjálfa. Það er ekki rétt. Orsakir andlegra áskorana má meðal annars rekja til áfallasögu, ofbeldis, vanrækslu, skorts á viðunandi félagslegum tengslum og jaðarsetningu sem verður til þess að við upplifum okkur hvorki örugg né við stjórnvölinn í eigin lífi. Iðjuþjálfar sem starfsstétt eru vel staðsettir til að horfa heildrænt á málin og sjá skýrt að vandinn einskorðast ekki við einstaklinginn og færniþætti. Við getum vissulega unnið náið með einstaklingnum og þeim félagslegu tengslum, hlutverkum og virkni sem skipta viðkomandi máli. Það nægir hins vegar ekki til ef stuðningsnetið, þjónustu- umhverfið, samfélagsgerðin eða stjórnsýslan er hluti af vandanum. Við höfum dýrmætt hlutverk sem málsvarar þess fólks sem við vinnum náið með, og okkur ber að stuðla að því að rödd þeirra heyrist hátt og skýrt. Við getum komið raunverulegum breytingum til leiðar. Frá fundi með forseta Íslands til að ræða stefnumótandi tillögur hópsins. Ungt fólk var í sviðsljósinu í pallborðsumræðunum og svaraði spurningum ráðafólks í málaflokknum. Hópurinn að loknu útgáfuhófi stefnumótandi tillagna sinna þar sem voru skapandi umræðustöðvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.