Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 18
18 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 VIÐTAL / Forysta KÍ kjarabaráttuna? Getum við lært eitthvað af öðrum? Ragnar Þór: Eitt og annað þarf að breytast í íslensku samfélagi, svo sem það að við megum sýna meiri auðmýkt þegar kemur að reynslu annarra þjóða. Það á ekki að vera lífsspursmál að við prófum öll mistök á okkur sjálfum því þegar þjóðir hafa fundið leiðir til að takast á við áskoranir þá er okkur óhætt að taka mark á því. Þetta þykir mér eiga við bæði faglegt starf skólanna og kjara- málin. Við höfum hér á landi verið föst í vítahring höfrungahlaups og vantrausts sem hefur leitt af sér þá staðreynd að fólk, einkum og sér í lagi kennarar, búa við algjörlega afskræmda launaþróun miðað við alla aðra. Oft gerist lítið í okkar kjaramálum svo árum skiptir og þá safnast upp spenna sem á endanum brýst út í einhvers konar átökum og erfiðleikum sem jafnvel getur haft í för með sér mikinn skaða. Verkfall grunn- skólakennara árið 2004 er dæmi um átök sem ollu miklum skaða í skólakerf- inu. Kjaramál opinberra starfsmanna á Íslandi eru lík landslaginu að því leyti að það verða jarðskjálftar og gos með reglulegu millibili. Þetta á ekki við almenna markaðinn hér, þar sem launaþróun virkar ekki svona og heldur ekki í öðrum löndum; vinnubrögð af þessu tagi tíðkast ekki þar. Allur vanþroski og ranglæti í íslensku samfélagi bitnar með einum eða öðrum hætti á menntastéttunum, þær eru skurðpunktur vandamálanna. Þetta verður aldrei leyst með einni lokaorrustu heldur með vandaðri vinnubrögðum og virðingu fyrir starfi fólks. Við höfum leitað til hinna Norðurlandanna að fyrirmyndum en þar eru vinnubrögð frábrugðin okkar. Þar hafa sveitarfélög, ríki og kennara- samtök komið sér saman um að bæta hlutfallslega kjör kennara til þess að mæta þeim áskorunum sem þau standa frammi fyrir, en þær eru nákvæmlega sama eðlis hér. Þessi vinnubrögð þyrftu að tíðkast hér á landi. Eitt af því sem hefur einkennt okkar tíma hjá KÍ, og um leið verið áskorun, er að órói á vinnumarkaði hefur sjaldan verið meiri. Ólga hefur verið ríkjandi og við sjáum það nú að þótt nýbúið sé að gera kjarasamninga við þrjú af okkar aðildarfélögum þá eru tvö með lausa samninga og tvö með samning sem losnar um áramót. Út úr þessum vítahring þurfum við að brjótast og það mun ekki takast nema með breyttum vinnubrögðum. Eruð þið bjartsýn á það takist að breyta vinnubrögðum eins og nefnt var hér að framan? Anna María: Það hefur gætt ákveðins vanmats á störfum kennara en mér finnst að þetta sé að breytast; að bæði stjórnvöld og almenningur séu farin að gera sér grein fyrir hversu mikilvægt það er að hafa gott menntakerfi, kerfi sem virkar vel. Menntakerfið er mikilvæg grunnstoð í velferðarsamfé- laginu og ef eitthvað gott kemur út úr COVID-19 þá er það að við höfum tekist á við gríðarlegar áskoranir á þessu ári. Það hefur runnið upp fyrir þjóðinni að skólastarf skiptir miklu máli og er í raun einn mikilvægasti hlekkurinn í velferð barna og unglinga. Skólagangan er eitt besta jöfnunartæki samfélagins og öll börn eiga rétt til fyrsta flokks skólagöngu. Ragnar Þór: Það er ástæða til hóflegrar bjartsýni ef horft er til þess að við sjáum vísa að ákveðnu samstarfi, til dæmis er kemur að jöfnun launa milli markaða – þar sem taka á á kerfislæg- um, ranglátum launamun á milli hins almenna markaðar og hins opinbera. Upplýsingagjöf hefur verið bætt og nægir að nefna starfandi kjaratölfræði- nefnd sem nýlega sendi frá sér skýrslu. Menntakerfið stóðst álagið Kennarasambandið flutti úr hinu sögufræga Kennarahúsi snemma árs og mörgu í starfsháttum var breytt í leiðinni. Síðan brast á með heimsfar- aldri COVID-19. Hvaða áhrif hafði þetta á starfsemina? Ragnar Þór: Við höfðum nútímavætt okkar vinnubrögð fyrir flutningana af Laufásvegi yfir í Borgartún. Það kom okkur sjálfum svolítið á óvart hversu vel við vorum í stakk búin til að takast á við COVID-19 og á sama tíma rann okkur kalt vatn milli skinns og hörunds við tilhugsunina um hvernig starfseminni hefði verið haldið úti ef við hefðum ekki tekið þessi mikilvægu skref í tækni- væðingu. Skrifstofan hefði hæglega getað lamast en af því varð ekki og án vandræða gátum við skipt vinnustaðn- um upp sem endaði svo með fjarvinnu allra í nokkrar vikur á vordögum. Það mæddi mikið á skólakerfinu Íslenska er stór- mál var yfirskrift viljayfirlýsingar sem undirrituð var á vel heppnuðu Skólamálaþingi KÍ árið 2018. Sigrún Edda Eðvarðs- dóttir, formaður Heimilis og skóla, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitar- félaga, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Lilja Dögg Alfreðsdótt- ir, mennta- og menningarmála- ráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands. Mynd: Anton Brink
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.