Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 30
30 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 GRUNNSKÓLI / Leiðsagnarnám grunnskólamála á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs sem hefur að mestu leyti skipulagt og haft milligöngu um samstarfið við John Morris. Nanna hefur í gegnum árin aflað sér þekkingar á aðferðum leiðsagnarnáms með því að sækja námskeið og ráðstefnur erlendis og skólaheimsóknum og lestri bóka til að byggja upp þekkingu til að geta síðan stutt skólana í Reykavík varðandi leið- sagnarnám. Aðaláherslur hafa verið á efni og rannsóknir Shirley Clarke, John Hattie, Carol Dweck, Dylan Wiliam og James Nottingham. „Meðal verkefna minna á skrifstofu skóla- og frístundasviðs var að taka þátt í að skipuleggja símenntun kennara, meðal annars með því að leita til viðurkenndra, erlendra sérfræðinga. Ætli John Morris hafi ekki komið hingað upp undir 20 sinnum á rúmlega 10 ára tímabili og lítið virðist draga úr áhuga kennara á námskeiðum hans. Það var svo mikil eftirspurn. Það var alltaf verið að hafa samband og biðja um aðstoð vegna þess að þeir kennarar sem áttuðu sig á því hvernig þetta virkaði og þeir skólastjórar sem höfðu trú á þessu vildu stuðning og þegar við hjá skóla- og frístundasviði auglýstum fundi um leiðsagnarnám þá fylltist allt, alveg sama hve stór salurinn var. Það segir bara til um hvað áhugi kennaranna var mikill og hve þörfin var rík sem var ótrúlega skemmtilegt.“ Þróunarverkefni Skrifstofa skóla- og frístundasviðs stóð skólaárið 2017-2018 fyrir þróunarver- kefni um leiðsagnarnám og var sótt um styrk til Endurmenntunarsjóðs grunnskóla. 17 grunnskólar skráðu sig og var í hverjum skóla starfandi innleiðingarteymi sem leiddi starfið innan skólans. Um 20 fræðslufundir um leiðsagnarnám voru haldnir á vegum skrifstofu skóla- og frístunda- sviðs, auk þess sem Shirley Clarke var með námskeið í mars árið 2018 sem um 450 kennarar og skólastjórnendur sóttu. Verkefnastjórar verkefnisins stofnuðu vefsíðu með hagnýtu efni um leiðsagnarnám sem finna má á slóðinni nammedleidsogn.wordpress.com Þá má lesa nánar um fyrirkomulag þróunarverkefnis skólaárið 2017-2018 í skýrslunni Leiðsagnarmat er málið, en Nanna og Edda G. Kjartansdóttir stýrðu verkefninu. Sjö skólar sem óskuðu eftir að efla leiðsagnarnámið í starfi bættust við haustið 2018. Það var í höndum hvers skóla að setja sér markmið með þátttökunni og að ákveða að hve miklu leyti þeir nýttu tilboð skrifstofunnar varðandi fræðslu og umræður. Endur- menntunarsjóður grunnskóla styrkti verkefnið. 23 námskeið og fundir um leiðsagnarnám voru haldnir með að- komu ýmissa sérfræðinga á skólaárinu og má lesa nánar um verkefnið í Skýrslu um leiðsagnarmat 2018-2019. Fjórir þekkingarskólar Nanna hætti síðan störfum vegna aldurs í sumar. „Ég var farin að hafa áhyggjur af því og margir farnir að tala við mig um hvernig stuðningi við skóla sem vildu auka hæfni sína í notkun leiðsagnarnáms yrði háttað þegar ég hætti að vinna. Ég hugsaði með mér að ég yrði að gera eitthvað svo það yrði til einhver þekking fyrir hina skólana þegar ég hætti.“ Skrifstofa skóla- og frístundasviðs auglýsti vorið 2019 eftir skólum sem óskuðu eftir að verða þekkingarskólar varðandi leiðsagnarnám og úr varð að fjórir skólar urðu fyrir valinu: Hlíðaskóli, Hamraskóli, Kelduskóli og Dalskóli. Hver skóli er með innleiðingarteymi. „Megináherslan var lögð á að efla innleiðingarteymin þannig að þau yrðu sérfræðingar inni í skólunum og setti hver skóli sér markmið um hvaða þætti hann vildi efla og teymin stuðluðu að því.“ Nanna sótti um styrki til að byggja upp þekkingarskólana fjóra í Reykjavík og fékk styrki hjá Sprotasjóði, Endurmenntunarsjóði grunnskóla og Erasmus. Erasmus-styrkurinn var notaður til að heimsækja þrjá skóla í Bretlandi ásamt 19 kennurum og skólastjórnendum. Í einum þessara skóla starfar John Morris. „Þau sem fóru með mér út sannfærðust endanlega um hvað þessi aðferð, leiðsagnarnám, getur haft ótrúlega mikil áhrif jafnvel í aðstæðum sem við teljum algjörlega vonlausar. Ég vann síðan markvisst með innleiðingarteymum þessara fjögurra þekkingarskóla með að mark- miði að þau fengju nægilega reynslu og þekkingu til að geta leiðbeint kennurum í öðrum skólum í framtíðinni.“ Skólaárið 2019-2020 var stuðningi fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs einkum beint að þessum fjórum þekkingarskólum. Vefsíðu verkefnisins var áfram haldið úti og hún tengd við vef skrifstofunnar, menntastefna. is. Skrifstofa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur stóð fyrir opnum fundi fyrir skólana sem hafa tekið þátt í eflingu leiðsagnarnáms, auk þess sem hún hélt 12 fræðslufundi í einstökum skólum sem óskuðu eftir því – fyrir utan þá fundi sem haldnir voru í þekkingarskólunum. „Ég hélt fræðslufundi fyrir inn- leiðingarteymin og fékk utanaðkomandi sérfræðinga við Háskóla Íslands og víðar til að tala til dæmis um stærðfræði og leiðsagnarnám. Við fengum til dæmis Guðbjörgu Pálsdóttur við HÍ til að vera með námskeið í stærðfræði og leiðsagnarnámi sem þurfti að endur- taka fimm sinnum til að mæta áhuga kennara og Sólveigu Zophoníasdóttur frá Akureyri til að tala um leiðsagnar- nám á unglingastigi og svo var í eitt skiptið talað um leiðsagnarnám í tengslum við börn sem eru með annað móðurmál en íslensku svo eitthvað sé nefnt. Ég leitaði til sérfræðinga hér og þar og var með námskeið annars vegar fyrir innleiðingarteymin og hins vegar opin námskeið þar sem allir kennarar- nir í þekkingarskólunum máttu koma.“ Mismikill áhugi kennara Í skýrslunni um leiðsagnarnám skóla- árið 2019-2020 segir: „Markmiðið með stuðningi við þekkingarskólana er að efla skóla/kennara í borginni sem hafa næga þekkingu og reynslu í aðferðum leiðsagnarnáms til að geta í framtíðinni stutt við aðra grunnskóla og einstaka kennara með jafningjastuðningi.“ Fyrir hönd skóla- og frístunda- sviðs fór Nanna í vettvangskannanir í hverjum þekkingarskóla og fylgdist með kennslustundum til að skoða framkvæmd leiðsagnarnámsins og var fjallað um niðurstöðurnar á sameigin- legum fundi teymanna í vor. Auglýstir voru fjórir opnir fræðslufundir um leiðsagnarnám á vegum þekkingar- skólanna en einungis tveir þeirra voru haldnir vegna COVID-19: „Hvernig Það er svo mikið sjálfstæði á Íslandi; ekki bara hjá nem- endum heldur líka hjá kennurum. Megintilgangur leiðsagnar- náms er að auka sjálfstæði nemenda og gera þá eins ábyrga fyrir sínu eigin námi og kostur er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.