Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 29
HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 29 Leiðsagnarnám / GRUNNSKÓLI hennar var að finna hvort það væri eitthvað í skólunum sem styddi betur við nám drengja en annað og hvort það væru einhverjir skólar í Bretlandi að ná betri árangri með drengi heldur en aðrir skólar. Younger benti okkur á tvo skóla og er annar þeirra Ardleigh Green Junior School í London. Við fórum þangað vor- ið 2007 og hittum skólastjórann, John Morris, og kom í ljós að í þeim skóla mældist minni munur á námsárangri drengja og stúlkna en í öðrum skólum sem voru í rannsókninni sem var mjög viðamikil. Þetta kom skólastjóranum og kennurunum algjörlega í opna skjöldu vegna þess að þau höfðu ekki verið að gera neitt sérstakt fyrir stráka. John Morris var hins vegar sannfærður um að skýringanna væri að leita í innleiðingu á leiðsagnarnámi sem hafði átt sér stað nokkrum árum áður og sagðist hann hafa séð algjöra breytingu á strákum og viðhorfum þeirra til náms eftir að þau tóku upp þessa aðferðafræði sem byggir á aðferðum Shirley Clarke. Í rannsókninni var dregin sú ályktun að góðan árangur drengja í Ardleigh Green Junior School mætti fyrst og fremst skýra með góðum kennsluháttum sem hentuðu öllum nemendum óháð kyni.“ Áhugi íslensku kennaranna á náms- og kennsluaðferðum leiðsagnar- náms var vakinn og var John Morris í kjölfarið boðið að halda námskeið fyrir kennara Vesturbæjarskóla sem hann gerði síðsumars næsta ár. Hann var aðalfyrirlesari Öskudagsráðstefnu Menntasviðs Reykjavíkur og Kennara- félags Reykjavíkur, auk þess sem hann var með vinnustofu um leiðsagnarnám í samstarfi við kennara Vesturbæjar- skóla. Boltinn var farinn að rúlla og síðan hafa rúmlega 200 íslenskir kennarar og skólastjórnendur heimsótt Ardleigh Green Junior School auk þess sem John Morris og kennarar við skólann hafa haldið fjölmörg námskeið, og þá sérstaklega um leiðsagnarnám, fyrir íslenska kennara og skólastjórnendur bæði í Reykjavík og London. Þá hefur John Morris veitt nokkrum skólum í Reykjavík ráðgjöf til lengri eða skemmri tíma. Þess má geta að hann var árið 2012 valinn skólastjóri ársins í London. Þá hlaut hann OBE-orðuna sem Elísabet Bretadrottning veitir árið 2015. Fyrirlestrar og námskeið Nanna hætti störfum við Vestur- bæjarskóla skömmu eftir að John Morris hélt þar námskeið og var um árabil verkefnastjóri á skrifstofu Nanna Kristín Christiansen. „Í stuttu máli má segja að leið- sagnarnám snúist um að hjálpa nemandanum til að komast frá þeim stað sem hann er á í náminu og að markmiði sínu. Það er gert með leiðsögninni.“ „Kennarar hafa mismikinn áhuga á leiðsagnarnámi en á meðan sumir eru ástríðufullir í þróunarverkefninu láta aðrir sig það minna varða og það sá maður í þessum rýnihópsviðtölum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.