Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 34

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 34
34 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 KENNARINN / Vinnuumhverfi Frekari upplýsingar um samskipti er að finna á síðu Virk velvirk.is og á vef Kennarasambands- ins á slóðinni: ki.is/kennarastarfid/vinnuum- hverfismal/heilbrigdi-a-vinnustad/ A llt er þetta eitt-hvað sem við þurfum öll að tileinka okkur, sérstaklega í samskiptum. Virðing Virðing er grundvöllur góðra samskipta. Virðing er í raun hæfileikinn til að sýna umburðarlyndi, líta á aðra sem jafn- ingja, setja sig í spor annarra og leysa ágreining á farsælan hátt. Þessir þættir eru ekki meðfæddir heldur ber hverjum og einum að rækta þá með sér, ekki síst þeim sem starfa á fjölmennum vinnu- stöðum hvar fjölbreytileiki starfsfólks er mikill. Rannsóknir sýna að starfsfólk metur góð samskipti við samstarfsfólk og stjórnendur hvað mest í starfi sínu og að ágreiningur og samskiptavandi valda óþarfa álagi. Kennarar telja almennt að samskipti sín á milli séu góð og að gagnkvæm virðing ríki en engu að síður koma upp ágreiningsmál eða atvik sem leiða til samskiptavanda. Vissulega er ágreiningur hluti samskipta og daglegs lífs en það er viljinn og hæfileikinn til að leysa úr slíkum ágreiningi sem gildir. Einstak- lingar eru ólíkir og mikilvægt að virða ólík viðbrögð við atvikum. Þar skiptir öllu máli að setja sig í spor annarra og bera virðingu fyrir upplifun hvers og eins, hvernig sem hún er. Samskiptavandi Samskiptavandi skapast einkum þar sem skipulag er óljóst eða samskiptaferlar í ólagi. Einnig eru vinnustaðir þar sem upplýsingagjöf er ófullnægjandi og álag og tímaskortur mikið mjög útsettir fyrir samskipta- vanda. Þessir þættir snúa að verulegu leyti að stjórnun vinnustaðarins og er mikilvægt að haga skipulagi þannig að það skapi ekki óþarfa álag. Kynna þarf verkferla og viðbragðsáætlanir reglulega og hafa skýrar starfslýsingar því mikilvægt er að hver og einn viti hvers er ætlast af honum. Einnig er mikilvægt að upplýsingagjöf sé í lagi og að starfsfólk upplifi sig ekki afskipt. Einn mikilvægasti þáttur stjórnunar er að veita umbun fyrir unnin störf og meta þau að verðleikum. Rannsóknir sýna að umbun sé einn þeirra þátta sem hafi áhrif á streitu í starfi og sé starfsfólki umbunað fyrir vel unnin störf hafi það áhrif á líðan, ánægju og helgun fólks í starfi. Helgun í starfi merkir að starfs- maður sýni vinnustaðnum hollustu og tryggð. Starfsfólk sem helgar sig vinnu- stað er tilfinningalega tengt vinnustaðn- um og vinnur af ástríðu. Einnig skilar helgun sér í virkari þátttöku á vinnustað og minni fjarveru. Ljóðlínur Einars Benediktssonar eru kannski ekki allra en hverfast um samskipti á kjarnyrtan og skýran hátt. Í stuttu máli er merking þriðja erindis Einræða Starkaðar einföld: Verum jákvæð og brosum, berum virðingu fyrir fólki og verum kurteis og tillitssöm. Ekki segja eitthvað í hugsunar- leysi því það getur sært. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.