Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 39

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 39
Viðtal / KENNARINN hættur að vinna og þau langaði til að ferðast meira á veturna. „Ég bjóst við að það yrði svolítið erfitt að hætta að vinna og ég myndi sakna þess að fara ekki í vinnuna en það kom mér svolítið á óvart að svo var ekki. Það var svo skrýtið. Þetta er nýr kafli í lífinu. Við vorum bæði búin að vinna mikið; ég var með heimili, vann í FB og svo rákum við fyrirtækið Pústþjónustu BJB og ég vann stundum þar eftir að ég minnkaði við mig kennslu á sínum tíma. Við seldum fyrirtækið, sem var orðið ansi stórt, árið 2007. Ég kalla þetta uppskeruhátíðina mína. Við hjónin erum að uppskera eftir mikla vinnu.“ Hjónin fóru að ferðast eftir að Alma hætti að vinna og hafa farið í nokkrar utanlandsferðir. „Ég hef ekki haft tíma til að láta mér leiðast. Við vorum búin að ferðast mikið áður en ég hætti að vinna. Við höfðum til dæmis farið í tvær Evrópuferðir í húsbíl og okkur langaði til að gera meira af því og vera lengur; það var kannski hvatning til að hætta að vinna. Við höfum síðan farið í tvær þriggja og fjögurra mánaða Evrópuferðir í bílnum.“ Hjónin hafa alltaf farið með húsbílinn sinn með Norrænu og ekið frá Danmörku suður á bóginn hvað þessar ferðir varðar. „Í einni ferðinni ókum við til dæmis niður allan Spán og svo upp Portúgal. Við vor- um í síðustu Evrópuferð í fjóra mánuði en þá ókum við alla leið til Grikklands. Við tókum síðan ferju yfir til Ítalíu og fórum til Sikileyjar og fórum síðan aftur norður eftir. Þetta er voðalega skemmtilegur ferðamáti og maður sér löndin með öðrum augum en ella. Við erum með rafmagnshjól í bílnum og hjólum mikið erlendis. Við höfum til dæmis hjólað upp klettinn á Gíbraltar og eftir Champs-Élysées-breiðgötunni í París.“ Frá því Alma hætti að vinna hafa hjónin einnig farið til Flórída þar sem þau hafa leigt hús á svæði fyrir 50 ára og eldri. Þar hafa þau stundað golf þar sem golfvellir eru í nágrenninu. „Það er voða notalegt. Maður er þá eigin herra og getur bara notið þess að vera í góða veðrinu.“ Hún segir að í einni ferðinni hafi þau svo að áeggjan vinahópsins farið á siglingu á skemmtiferðaskipi sem sigldi til Mexíkó þannig að vina- hópurinn naut félagsskaparins undir suðrænni sól. Í sumar ferðuðust hjónin um Ísland á húsbílnum. Svo eiga þau sumarbústað við Laugarvatn þar sem er mikill skógur og alltaf nóg að gera. Hjónin hafa líka nóg að gera þegar þau eru ekki að ferðast. „Við förum í sund daglega og ég er alveg búin að venjast því og tel það lúxus að fara í sund, borða morgunmatinn í róleg- heitunum og lesa blöðin.“ Alma segir að hún sé búin að skipta út bókunum í bókahillunum á heimilinu. „Fræðibækurnar voru teknar út og núna eru þar aðallega ferða- og prjónabækur en mér finnst agalega gaman að prjóna. Ég hef prjónað í bíln- um í Evrópuferðunum. Maður er búinn að skipta um gír. Þetta er nýr kafli.“ Þetta er mjög þakk- látt starf og þessi nánd við einstak- lingana heillaði mig strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.