Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 44

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 44
44 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 FJARNÁM / Tónlistardeild LHÍ Umsagnir nemenda um námskeiðið  X Námskeiðið stóðst svo sannarlega væntingar, því þær upplýsingar sem ég fékk í gegnum námskeiðið voru margfalt meiri en ég bjóst við.  X Inntak, lesefni og umfjöll- unarefni námskeiðsins var mjög vel valið og finnst mér ég nú hafa upplýsingabanka sem ég get leitað í og lært af langt fyrir utan þennan stutta tíma sem námskeiðið varði. Námskeiðið var heilt yfir nokkuð gott, og ég er ánægður að ég tók þátt. Það hefur aukið fagmennsku mína í starfi og gefið mér verkfæri sem ég mun nota áfram.  X Þegar á allt er litið þá er ég mjög hrifinn af því sem ég hef lært. Þetta námskeið er dúndrandi fínt og hefur hreyft við mér á margvís- legan hátt.  X Lestrarefnið var allt saman viðeigandi og nauðsynlegur partur af kennslunni, glærur og fyrirlestr- ar skýrt framsett og í hæfilegum skömmtum.  X Ég bara sá að þetta væri akkúrat það sem ég þyrfti að nýta mér þar sem ég hef ekki þessi eig- inlegu kennsluréttindi. Var svolítið hikandi hvort ég gæti þetta og hefði nægan tíma. Sendi spurningu um hvort þetta væri nám fyrir „mið- aldra“ sem ekki hefði verið í skóla í mörg ár. Fékk frábært svar [..] um að námskeiðið væri algjörlega fyrir „miðaldra“ og einmitt hugsað fyrir starfandi kennara sem hefðu ekki verið í skóla nýlega. Þetta svar varð til þess að ég velti þessu ekki meira fyrir mér og sló til, sé ekki eftir því.  X Þegar ég sá að boðið var upp á fjarnám í kennslufræði tónlistar við Listaháskólann fagnaði ég mjög því þetta er nokkuð sem beðið hefur verið eftir með mikilli óþreyju. Námskeiðslýsingin var mjög í anda þess sem mig hefur langað til að læra og skráði ég mig á námskeiðið án þess að hika. Fjarnám við tónlistardeild LHÍ Námið ætlað kennurum með reynslu Á innfelldri mynd er Elín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri tónlistardeildar Listaháskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.