Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 28
28 SKÓLAVARÐAN HAUST 2020 GRUNNSKÓLI / Leiðsagnarnám Samkeppni er alger- lega bönnuð. Sam- vinna og gagnkvæm- ur stuðningur eru lykilatriði. Í stuttu máli má segja að leiðsagnarnám snúist um að hjálpa nemandanum til að komast frá þeim stað sem hann er á í náminu og að markmiði sínu. Það er gert með leiðsögninni,“ segir Nanna Kristín Christiansen, fyrrverandi verkefnastjóri hjá fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. „Það er búið að gera ótrúlega mikið af rannsóknum sem tengjast leiðsagnar- námi og sérstaklega endurgjöf því það er þessi endurgjöf sem við köllum leiðsögn. Það hefur sýnt sig að með réttri endurgjöf er hægt að hafa mikil áhrif á framfarir nemenda en þegar rangt er að henni staðið getur hún beinlínis hindrað námsár- angurinn. Það er búið að sýna fram á að það er ekki nóg að leiðbeina nemandanum frá A til B heldur þarf kennar- inn að búa yfir ákveðnu hugarfari til að þetta virki; hann þarf í fyrsta lagi að hafa miklar væntingar til nemenda sinna, hann þarf að hafa miklar væntingar til sjálfs sín og hann þarf að líta á árangur og framfarir nemendanna sem skilaboð um hvernig hann sjálfur er að standa sig ekki síður en nemendur. Ef eitthvað gengur ekki nógu vel þarf hann að vera tilbúinn til að setjast niður og ræða við kollega sína um hvað hann geti gert – ekki hvernig hann geti breytt nemendum sínum heldur hvernig hann geti breytt sjálfum sér til að nemendurnir fái það sem þeim ber. Það þarf að vinna mjög vel með bekkjarbraginn, það á að vera leyfilegt að gera mistök og það á að byggja upp eins konar þekkingarský í bekknum þar sem þekking, reynsla og hæfni allra nemenda safnast saman og verður eign allra þannig að allir læri af öllum. Samkeppni er algerlega bönnuð. Samvinna og gagnkvæmur stuðningur eru lykilatriði. Það er mikil áhersla lögð á samræðuna vegna þess að menntun er fólgin í hugsun og til að hjálpa nemendunum að hugsa er best að láta þá tala vegna þess að þá forma þeir hugsanir sínar og skilja oft betur – bæði þegar þeir tala sjálfir og hlusta á aðra.“ Megintilgangur leiðsagnarnáms er með öðrum orðum að auka sjálfstæði nemenda og gera þá eins ábyrga fyrir sínu eigin námi og kostur er. Nanna segir að rann- sóknir Carol Dweck hafi sýnt að börnum með vaxandi hugarfar vegni miklu betur í námi en þeim sem eru með fastmótað hugarfar. Barn með fastmótað hugarfar hafi til dæmis þá hugmynd að það sé gott í stærðfræði en ekki tungumálum og leggi sig þess vegna ekki fram í tungumálanámi, í stað þess að hugsa að það verði betra í tungumálunum ef það leggi sig fram. „Börnin verða að vera meðvituð um að það eru taugabrautir í heilanum sem örvast og verða til þegar þau leggja á sig í náminu og að það þarf ýmislegt að vera í námsmenningunni til að þetta virki. Það þarf þess vegna að leggja mikla áherslu á að búa til rétta námsmenningu.“ Breyting á viðhorfum Shirley Clarke, sem er enskur menntun- arfræðingur, hefur undanfarna áratugi stutt við og innleitt leiðsagnarnám í enskum skólum auk þess sem hún hefur skrifað bækur, haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra sem og veitt ráðgjöf í heimalandi sínu og víðar, til að mynda fyrir skóla- og frístundasvið Reykjavíkur. Margir skólar í Bretlandi og víðar byggja á aðferðum Clarke en megin- áherslur hennar eru á nám 5-12 ára nemenda. Samkvæmt henni á að leggja áherslu á eftirfarandi þætti þegar kemur að leiðsagnarnámi: 1. Námsmenning, væntingar og námsvitund 2. Skipulag 3. Áhugi, markmið, viðmið og fyrirmyndir 4. Spurningar og samræður 5. Endurgjöf „Þegar ég kenndi við Vesturbæjar- skóla veturinn 2006-2007 fékk skólinn styrk frá menntasviði borgarinnar til að skoða hvernig hægt væri að koma betur til móts við drengi í námi,“ segir Nanna. Vesturbæjarskóli var á þeim tíma móðurskóli í verkefninu Drengir og grunnskólinn „vegna þess að við vorum að sjá niðurstöður meðal annars úr Pisa- könnun og öðrum könnunum sem sýndu hvað drengir voru að dragast aftur úr í námi. Við vorum líklega sex kennarar í teymi sem vorum að skoða þetta og fengum við Ingólf Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, til að vera handleiðari okkar og koma með fræðilegan vinkil inn í verkefnið. Eftir að hafa lesið gögn og aflað okkur töluvert mikillar þekkingar og upplýsinga um hvernig staða drengja væri miðað við stöðu stúlkna í heimin- um, hvað hefur verið gert og hvað hefur reynst vel þá komumst við að þeirri niðurstöðu að við þyrftum að fara og sjá með eigin augum einhverja skóla þar sem drengir hefðu náð góðum árangri. Við höfðum samband við prófessor við Oxford, Michael Younger, en hann, Molly Warrington og Ros McLella voru búin að gera umfangsmikla rannsókn í Bretlandi, Under-Achieving Boys in English Primary Schools. Markmið Leiðsagnarnám Hægt að hafa mikil áhrif á framfarir nemenda Nanna Kristín Christiansen, stjórnandi verkefnisins, segir samvinnu og gagnkvæman stuðning vera lykilatriði í námsmenningu sem byggir á leiðsagnarmámi. Fjórir skólar í Reykjavík tóku þátt í verkefninu Þekkingarskólar í leiðsagnarnámi á liðnu skólaári. Svava Jónsdóttir skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.