Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 37

Skólavarðan - 2020, Blaðsíða 37
HAUST 2020 SKÓLAVARÐAN 37 Viðtal / KENNARINN É g ákvað að læra snyrtifræði þegar ég var unglingur. Það var svolítið skrýtið vegna þess að ég var ekkert mikið fyrir að mála mig eða snyrta yfir höfuð. Þetta var bara eitthvað sem mig langaði til að gera. Þá var námið á Ís- landi á snyrtistofu í tvö ár og var svolítið erfitt að komast að. Foreldrar mínir þekktu Maríu Dalberg sem var með stærstu snyrtistofuna í Reykjavík og ég komst að hjá henni og lærði þar í tvö ár. Hún var strangur kennari þannig að ég lærði vel hjá henni. Þetta var herminám eins og var í þá daga og svo lærðum við líf- og lífeðlisfræðina hjá lækni úti í bæ.“ Alma vann eftir námið í tvö ár á snyrtistofu Maju og síðan sem gjaldkeri í heildverslun í áratug. Hún rak eigin snyrtistofu í stuttan tíma áður en hún gerðist kennari. Alma segir að mannlegu samskipt- in í snyrtifræðinni hafi heillað sig mest. „Þetta er mikið þjónustustarf. Maður er svolítið að hjálpa náunganum og gera vel við hann. Þetta er mjög þakklátt starf og þessi nánd við einstaklingana heillaði mig strax.“ Alma vann síðan ásamt Bergljótu Stefánsdóttur að uppbyggingu snyrti- fræðináms við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. „Ég var í stjórn Félags snyrti- fræðinga og það hafði verið mikil barátta fyrir að reyna að gera snyrtifræðina að löggildri iðngrein sem tókst í febrúar 1985. Félag snyrtifræðinga fór í kjölfarið að vinna að því að boðið yrði upp á snyrtifræðinám í skóla en fram að þeim tíma hafði fagið verið kennt á snyrtistof- um. Við vorum tvær sem vorum fengnar í að koma þessu af stað og hófst kennsla í snyrtifræði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti haustið 1985.“ Meira nám en fólk bjóst við Alma segir að sér hafi fundist það góður kostur að snyrtifræði yrði kennd í fjölbrautakerfinu. „Margir hafa spurt af hverju þetta fór ekki í iðnskólann en við töldum að snyrtifræði tengdist meira heilbrigðisgreinum. FB bauð upp á sjúkraliðanám þannig að það var mjög góður kostur að koma snyrtifræðinni þangað en nemendur í snyrtifræði sækja meðal annars tíma hjá hjúkrunar- fræðingum með sjúkraliðabrautinni og efnafræðingum með náttúrufræði- braut.“ Sjö nemendur hófu nám í snyrtifræði við FB haustið 1985 og fór þeim fjölgandi með hverju árinu sem leið. Þegar Alma hætti að vinna í lok haustannar 2017 höfðu 14 nemendur hafið nám í upphafi þeirrar annar. Nemendur þurfa að vera orðnir 18 ára þegar þeir hefja nám og segir Alma að sumir nemendur hafi verið um fimm- tugt við upphaf námsins. „Algengasti aldurinn var þó milli 18 ára og þrítugs.“ Alma segir að einu sinni hafi karl ætlað að hefja nám í snyrtifræði, en hætt við. „Það er mikið um karlmenn í þessu fagi erlendis.“ Snyrtifræðingar nýta menntun sína víða svo sem á snyrtistof- um, á heilsulindum hótela, í heildsölum sem flytja inn snyrtivörur og í snyrti- vörudeildum verslana. Alma og Bergljót fóru í kennslu- réttindanám við Kennaraskólann árið 1988. „Þá var gefinn kostur fyrir meist- ara í iðngreinum að fara í svokallað UF nám og við gerðum það báðar með kennslunni þannig að það var ansi mik- ið að gera á því tímabili. Síðan sóttum við reglulega ráðstefnur og námskeið erlendis á vegum alþjóðasamtaka snyrtifræðinga, Cidesco, og pössuðum upp á að bjóða upp á nýjungar í náminu þannig að kennslugögn breyttust í samræmi við það.“ Alma og Bergljót voru einu kennararnir á snyrtibrautinni fyrstu árin, en núna eru sex kennarar í verknáminu. Kennslan var fyrstu árin í einni kennslustofu en nú er um að ræða aflokað svæði með fjórum kennslustof- um auk séraðstöðu fyrir nemendur þar sem þeir geta skipt um föt auk þess sem þar er séraðstaða fyrir kennara. Í byrjun var um að ræða tvær annir þar sem var kennt bóklegt og verklegt nám og síðan tók við starfsþjálfun í 10 mánuði. Námið hefur lengst og í dag skiptist námið í bóklegt og verklegt nám og starfsþjálfun í níu mánuði og tekur námið að jafnaði fjögur ár. Eftir að hafa lokið öllum áföngum, bæði í skóla og starfsþjálfun, geta nemendur sótt um að taka sveinspróf sem veitir starfsheitið snyrtifræðingur. Síðan er hægt að bæta við meistaranámi sem eru þrjár annir. „Þessar meðferðir í snyrtifræðinni eru alltaf að verða flóknari. Það er verið að vinna með svo öflug efni og tæki og sérstaklega í meðferðum á líkamann þannig að það þurfti að lengja námið sem var gert fyrir nokkrum árum. Starf snyrtifræðinga er mikið starf. Fólk sem kom í heimsókn í skólann og sá hvað við vorum að gera varð oft mjög hissa vegna þess að það hélt að þetta væri miklu minna nám og nemendur ráku sig oft á að þetta var miklu meira nám en þeir bjuggust við.“ Alma Guðmundsdóttir er annar tveggja snyrtifræðinga sem unnu að stofnun snyrtifræðináms við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún kenndi við skólann í 32 ár og hafa ýmsar breytingar orðið á náminu í gegnum tíðina. Alma hætti að vinna fyrir nokkrum árum og nýtti tímann til að ferðast mikið erlendis þar til COVID-19 faraldurinn skall á. „Ég bjóst við að það yrði svolítið erfitt að hætta að vinna og ég myndi sakna þess að fara í vinnuna en það kom mér svolítið á óvart að svo var ekki. Það var svo skrýtið. Þetta er nýr kafli í lífinu.“ Svava Jónsdóttir skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.