Skólavarðan - 2017, Síða 10
10 HAUST 2017
samfélaginu. Það sem gerðist með tölvu- og
snjalltækjatækninni upp úr aldamótunum
var að það varð veldisvöxtur í tækninni
og allt í einu fylgdi skólakerfið ekki
almennilega á eftir,“ segir Sigurður.
Skólakerfið þarf að breytast
„Það er stundum talað um að fjórða
iðnbyltingin sé hafin með tækni- og
netvæðingu samfélagsins,“ segir Björn.
„Atvinnulífið er að breytast gríðarlega
hratt og við vitum að fjölmörg þeirra starfa
sem fólk sinnir í dag munu hverfa á næstu
árum og áratugum. Um leið vitum við
að mörg börn sem í dag eru í grunnskóla
munu hafa lífsviðurværi af störfum sem
ekki er enn búið að finna upp. Þetta kallar
á breytingar því skólakerfi 20. aldarinnar
gekk út á að kenna börnum samhæfingu,
samræmd vinnubrögð (að vinna eins), að
vera jafn lengi að hlutunum, að fara í pásu
þegar bjallan glymur o.s.frv. Þarna var verið
að innprenta heim verksmiðjustarfsfólksins,
en sá veruleiki er einfaldlega að hverfa.
Við sjáum að fyrirtæki í dag vilja ráða
einstaklinga með leiðtogahæfni, frumkvæði,
samvinnu- og samskiptafærni, tækni-
kunnáttu, aðlögunarhæfni o.s.frv. Hvernig á
að gera börnin í stakk búin til að takast á við
þetta ef skólastarfið er ekki í takt við lífið?“
„Við verðum líka að velta fyrir okkur
af hverju verið er að mennta börn,“ segir
Sigurður. „Ástæðan er að það sýnir sig alls
staðar í heiminum að því meiri menntun
sem börn hljóta, því betur standa þau í
lífinu. Því meira sem þjóðin er menntuð,
því betri eru lífsgæðin. En skólakerfið
verður að þróast og það hefur ekki gert það
nægilega hratt síðustu árin. Atvinnulífið
hefur til dæmis í mörg ár verið að kalla eftir
raungreinamenntuðu fólki og hvað höfum
við verið að gera í því? Ekki neitt. Það
vantar líka tölvunarfræðinga, það var alltaf
sagt að markaðurinn yrði mettaður en það
hefur aldrei gerst. Þá fer maður að spyrja,
af hverju er ekki hlustað á hvað atvinnulífið
segir núna? Atvinnulífið er að taka gríðar-
lega miklum breytingum þessi misserin og
það mun breytast ennþá meira á komandi
árum. Skólakerfið verður að taka tillit til
þess.“
Fjórir starfsmenn í fullu starfi vinna við innleiðingu spjaldtölva í Kópavogi.
Verkefnastjóri (Björn) hefur yfirumsjón með allri innleiðingu og ber ábyrgð
á samskiptum við bæjaryfirvöld, skólastjórnendur og aðra sem taka þátt í
verkefninu. Kennsluráðgjafar eru þrír talsins (þar á meðal Sigurður Haukur) en
þeirra verkefni er að styðja við kennara í sveitarfélaginu.
Sérstakur stýrihópur hefur yfirumsjón með verkefninu en í honum sitja for-
stöðumenn upplýsingatæknideilda og menntasviðs, bæjarstjóri, bæjarritari og
Björn. Skólastjórar í bænum funda reglulega um verkefnið. Nánari upplýsingar
um verkefnið má finna á vefnum www.innleiding.com.
Björn Gunnlaugsson og Sigurður Haukur Gíslason á ráðstefnunni „Innfædd á internetinu“ sem haldin var í Hörpu á Alþjóðadegi kennara, 5. október.
Á ráðstefnunni var fjallað um snjalltækjanotkun í kennslu.