Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 10
10 HAUST 2017 samfélaginu. Það sem gerðist með tölvu- og snjalltækjatækninni upp úr aldamótunum var að það varð veldisvöxtur í tækninni og allt í einu fylgdi skólakerfið ekki almennilega á eftir,“ segir Sigurður. Skólakerfið þarf að breytast „Það er stundum talað um að fjórða iðnbyltingin sé hafin með tækni- og netvæðingu samfélagsins,“ segir Björn. „Atvinnulífið er að breytast gríðarlega hratt og við vitum að fjölmörg þeirra starfa sem fólk sinnir í dag munu hverfa á næstu árum og áratugum. Um leið vitum við að mörg börn sem í dag eru í grunnskóla munu hafa lífsviðurværi af störfum sem ekki er enn búið að finna upp. Þetta kallar á breytingar því skólakerfi 20. aldarinnar gekk út á að kenna börnum samhæfingu, samræmd vinnubrögð (að vinna eins), að vera jafn lengi að hlutunum, að fara í pásu þegar bjallan glymur o.s.frv. Þarna var verið að innprenta heim verksmiðjustarfsfólksins, en sá veruleiki er einfaldlega að hverfa. Við sjáum að fyrirtæki í dag vilja ráða einstaklinga með leiðtogahæfni, frumkvæði, samvinnu- og samskiptafærni, tækni- kunnáttu, aðlögunarhæfni o.s.frv. Hvernig á að gera börnin í stakk búin til að takast á við þetta ef skólastarfið er ekki í takt við lífið?“ „Við verðum líka að velta fyrir okkur af hverju verið er að mennta börn,“ segir Sigurður. „Ástæðan er að það sýnir sig alls staðar í heiminum að því meiri menntun sem börn hljóta, því betur standa þau í lífinu. Því meira sem þjóðin er menntuð, því betri eru lífsgæðin. En skólakerfið verður að þróast og það hefur ekki gert það nægilega hratt síðustu árin. Atvinnulífið hefur til dæmis í mörg ár verið að kalla eftir raungreinamenntuðu fólki og hvað höfum við verið að gera í því? Ekki neitt. Það vantar líka tölvunarfræðinga, það var alltaf sagt að markaðurinn yrði mettaður en það hefur aldrei gerst. Þá fer maður að spyrja, af hverju er ekki hlustað á hvað atvinnulífið segir núna? Atvinnulífið er að taka gríðar- lega miklum breytingum þessi misserin og það mun breytast ennþá meira á komandi árum. Skólakerfið verður að taka tillit til þess.“ Fjórir starfsmenn í fullu starfi vinna við innleiðingu spjaldtölva í Kópavogi. Verkefnastjóri (Björn) hefur yfirumsjón með allri innleiðingu og ber ábyrgð á samskiptum við bæjaryfirvöld, skólastjórnendur og aðra sem taka þátt í verkefninu. Kennsluráðgjafar eru þrír talsins (þar á meðal Sigurður Haukur) en þeirra verkefni er að styðja við kennara í sveitarfélaginu. Sérstakur stýrihópur hefur yfirumsjón með verkefninu en í honum sitja for- stöðumenn upplýsingatæknideilda og menntasviðs, bæjarstjóri, bæjarritari og Björn. Skólastjórar í bænum funda reglulega um verkefnið. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefnum www.innleiding.com. Björn Gunnlaugsson og Sigurður Haukur Gíslason á ráðstefnunni „Innfædd á internetinu“ sem haldin var í Hörpu á Alþjóðadegi kennara, 5. október. Á ráðstefnunni var fjallað um snjalltækjanotkun í kennslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.