Skólavarðan - 2017, Side 15

Skólavarðan - 2017, Side 15
HAUST 2017 15 Opinn fundur um menntamál Kennara- sambandið stóð fyrir opnum fundi um menntamál 18. október síðastliðinn. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem buðu fram á landsvísu tóku þar þátt. fjármagn í menntamálin og styrkja skóla á öllum skólastigum, hækka laun kennara, bæta vinnuaðstæður og styrkja innviði skólanna. Hvort þau fyrirheit verði efnd að kosningum loknum verður að koma í ljós, en það verður að viðurkennast að sporin hræða. 600 til 700 þúsund Á fundinum voru frambjóðendur beðnir um að skrifa á blað þá upphæð sem þeir teldu sanngjörn laun fyrir nýútskrifaðan kennara. Allir nefndu upphæðir á bilinu 600 – 700 þúsund fyrir utan Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem ritaði á sitt blað töluna 480.000. Í kjölfar fundar sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagðist hafa skilið spurninguna þannig að hún ætti að nefna hver launin væru í dag. Hennar mat væri að þessi tala ætti að vera 650.000 til 700.000 krónur. Það velkjast fáir í vafa um að laun kennara þurfi að hækka og það verulega og þær tölur sem frambjóðendur nefndu eru væntanlega í takt við vilja almennings. Kennarar eru lykilstétt í samfélaginu og það þarf að greiða þeim í takt við það. En tala á blaði á opnum fundi um menntamál er langt í frá það sama og upphæð á launaseðli kennara og frambjóðandi til Alþingis rétt fyrir kosningar er allt önnur dýrategund en sitjandi þingmaður eftir að kosningum lýkur. Engu að síður verður gagnlegt að geta minnt sitjandi þingmenn á þessa óopinberu og óvísindalegu skoðanakönnun á næstu árum. Með blaðið á lofti Píratinn Björn Leví Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir frá VG og Samfylkingarmaðurinn Páll Valur Björnsson svara spurningunni um hver byrjunarlaun nýútskrifaðs kennara eigi að vera. M YN D : K R IS TI N N IN G VA R S S O N

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.