Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 15
HAUST 2017 15 Opinn fundur um menntamál Kennara- sambandið stóð fyrir opnum fundi um menntamál 18. október síðastliðinn. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem buðu fram á landsvísu tóku þar þátt. fjármagn í menntamálin og styrkja skóla á öllum skólastigum, hækka laun kennara, bæta vinnuaðstæður og styrkja innviði skólanna. Hvort þau fyrirheit verði efnd að kosningum loknum verður að koma í ljós, en það verður að viðurkennast að sporin hræða. 600 til 700 þúsund Á fundinum voru frambjóðendur beðnir um að skrifa á blað þá upphæð sem þeir teldu sanngjörn laun fyrir nýútskrifaðan kennara. Allir nefndu upphæðir á bilinu 600 – 700 þúsund fyrir utan Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem ritaði á sitt blað töluna 480.000. Í kjölfar fundar sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagðist hafa skilið spurninguna þannig að hún ætti að nefna hver launin væru í dag. Hennar mat væri að þessi tala ætti að vera 650.000 til 700.000 krónur. Það velkjast fáir í vafa um að laun kennara þurfi að hækka og það verulega og þær tölur sem frambjóðendur nefndu eru væntanlega í takt við vilja almennings. Kennarar eru lykilstétt í samfélaginu og það þarf að greiða þeim í takt við það. En tala á blaði á opnum fundi um menntamál er langt í frá það sama og upphæð á launaseðli kennara og frambjóðandi til Alþingis rétt fyrir kosningar er allt önnur dýrategund en sitjandi þingmaður eftir að kosningum lýkur. Engu að síður verður gagnlegt að geta minnt sitjandi þingmenn á þessa óopinberu og óvísindalegu skoðanakönnun á næstu árum. Með blaðið á lofti Píratinn Björn Leví Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir frá VG og Samfylkingarmaðurinn Páll Valur Björnsson svara spurningunni um hver byrjunarlaun nýútskrifaðs kennara eigi að vera. M YN D : K R IS TI N N IN G VA R S S O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.