Skólavarðan - 2017, Page 23

Skólavarðan - 2017, Page 23
SORPA býður fræðslu- og vettvangsferðir fyrir nem endur á öllum aldri. Fræðslan tekur mið af þörfum hópsins og er boðið upp á mismunandi leiðir. • Fyrirlestur og vettvangsferðir nemenda í móttökustöð SORPU í Gufunesi. • Vettvangsferðir nemenda á endurvinnslustöð. • Ráðgjöf og fræðsla í skólann fyrir nemendur og starfsfólk. Í fræðslunni er lögð áhersla á um hverfis ávinninginn sem felst í því að draga úr úrgangi og flokka og skila til endurnýtingar. Hinir ýmsu hlutir geta öðlast framhaldslíf, í höndum nýrra eigenda eða sem nýjar vörur, ef við flokkum rétt. Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is Nánari upplýsingar um fræðsluna og pantanir, er að finna á sorpa.is NOTAÐ FÆR NÝTT HLUTVERK FRÆÐSLA HJÁ SORPU Vefur Skólavörðunnar hefur vaxið og dafnað frá því hann var settur í loftið snemma árs 2016. Markmiðið er að Skólavarðan á vefnum verði lifandi og fróðlegt veftímarit um skóla- og menntamál – til hliðar við prentúgáfu Skólavörðunnar sem kemur út tvisvar á ári. Nú er hægt að lesa hátt í tvö hundruð greinar á Skólavörðuvefnum eftir rúmlega 60 höfunda. Efnið á vefnum kemur úr öllum áttum; fjallað er um öll skólastigin frá margvíslegum sjónarhornum. Meðal nýlegra aðsendra greina má nefna grein Fjólu Þorvaldsdóttur, varafor- manns FL, um stöðu leikskólans; Jónína Hauksdóttir skólastjóri segir frá áhuga- verðum fundi Delta Kappa Gamma þar sem fjallað var um starfsánægju og hvernig hún hefur áhrif á líðan og heilsufar, og Hrafnkell Tumi Kolbeinsson framhaldsskólakennari veltir fyrir sér galdrinum sem er fólginn í góðri kennslustund. Þá hefur hinu rótgróna tímariti Málfríði, sem gefið er út af Samtökum tungumálakennara, verið komið fyrir á vef Skólavörðunnar. Greinar úr síðustu tölublöðum hafa verið settar á vefinn og von er á fleirum. Málfríður kemur ekki lengur út á pappír og er samvinna þess og Skólavörðunnar tilraunaverkefni. Kennurum, skólastjórnendum, náms ráðgjöfum og áhugafólki almennt um skólamál er frjálst að senda inn greinar til birtingar á vef Skólavörðunnar og einnig er vel þegið að fá hugmyndir að efni, viðtölum eða úttektum sem útgáfusviðið getur skrifað um. Skólavarðan er líka á Facebook og Twitter og hægt að hafa samband í gegnum þá miðla. Netfang útgáfusviðs er utgafa@ki.is. MARKMIÐIÐ AÐ VERA LIFANDI VETTVANGUR UMRÆÐU UM SKÓLA- OG MENNTAMÁL

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.