Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 23
SORPA býður fræðslu- og vettvangsferðir fyrir nem endur á öllum aldri. Fræðslan tekur mið af þörfum hópsins og er boðið upp á mismunandi leiðir. • Fyrirlestur og vettvangsferðir nemenda í móttökustöð SORPU í Gufunesi. • Vettvangsferðir nemenda á endurvinnslustöð. • Ráðgjöf og fræðsla í skólann fyrir nemendur og starfsfólk. Í fræðslunni er lögð áhersla á um hverfis ávinninginn sem felst í því að draga úr úrgangi og flokka og skila til endurnýtingar. Hinir ýmsu hlutir geta öðlast framhaldslíf, í höndum nýrra eigenda eða sem nýjar vörur, ef við flokkum rétt. Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is Nánari upplýsingar um fræðsluna og pantanir, er að finna á sorpa.is NOTAÐ FÆR NÝTT HLUTVERK FRÆÐSLA HJÁ SORPU Vefur Skólavörðunnar hefur vaxið og dafnað frá því hann var settur í loftið snemma árs 2016. Markmiðið er að Skólavarðan á vefnum verði lifandi og fróðlegt veftímarit um skóla- og menntamál – til hliðar við prentúgáfu Skólavörðunnar sem kemur út tvisvar á ári. Nú er hægt að lesa hátt í tvö hundruð greinar á Skólavörðuvefnum eftir rúmlega 60 höfunda. Efnið á vefnum kemur úr öllum áttum; fjallað er um öll skólastigin frá margvíslegum sjónarhornum. Meðal nýlegra aðsendra greina má nefna grein Fjólu Þorvaldsdóttur, varafor- manns FL, um stöðu leikskólans; Jónína Hauksdóttir skólastjóri segir frá áhuga- verðum fundi Delta Kappa Gamma þar sem fjallað var um starfsánægju og hvernig hún hefur áhrif á líðan og heilsufar, og Hrafnkell Tumi Kolbeinsson framhaldsskólakennari veltir fyrir sér galdrinum sem er fólginn í góðri kennslustund. Þá hefur hinu rótgróna tímariti Málfríði, sem gefið er út af Samtökum tungumálakennara, verið komið fyrir á vef Skólavörðunnar. Greinar úr síðustu tölublöðum hafa verið settar á vefinn og von er á fleirum. Málfríður kemur ekki lengur út á pappír og er samvinna þess og Skólavörðunnar tilraunaverkefni. Kennurum, skólastjórnendum, náms ráðgjöfum og áhugafólki almennt um skólamál er frjálst að senda inn greinar til birtingar á vef Skólavörðunnar og einnig er vel þegið að fá hugmyndir að efni, viðtölum eða úttektum sem útgáfusviðið getur skrifað um. Skólavarðan er líka á Facebook og Twitter og hægt að hafa samband í gegnum þá miðla. Netfang útgáfusviðs er utgafa@ki.is. MARKMIÐIÐ AÐ VERA LIFANDI VETTVANGUR UMRÆÐU UM SKÓLA- OG MENNTAMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.