Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 6
Styrkur og útsjónarsemi Vegna faraldursins höfum við upplifað tíma sem eiga engan sinn líka og þó farald- urinn virðist nær afstaðinn, er alls ekki útséð með það. Við þurfum því öll að vera áfram á varðbergi og fara eftir þeim reglum næstu mánuði og leiðbeiningum sem settar eru hverju sinni til að koma í veg fyrir að faraldurinn blossi upp á ný. farald- urinn hefur markað djúp spor í sögu Íslendinga og í raun óvíst hvort við eigum nokk- urn tímann eftir að snúa alveg til fyrri lífshátta. Íslenska heilbrigðiskerfið stóðst álagið þegar faraldurinn var sem mestur og áttu hjúkrunarfræðingar hvað stærstan þátt í því. Starfsumhverfi og vinnuskipulagi var gjörbylt og mikið af þeim daglegu hindr- unum sem við þekkjum, bæði milli og innan stofnana, hurfu því lausnir var að finna. Þar endurspeglaðist styrkur og útsjónarsemi stéttarinnar vel í öllu ferlinu og þjóðinni varð ljósar en nokkru sinni fyrr að hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í heil- brigðiskerfinu. Grunnlaunin þarf að hækka Á sama tíma hefur kjarabaráttan við ríkið haldið áfram og er nú komin á annað ár síðan kjarasamningar runnu út. hjúkrunarfræðingar felldu nýjan kjarasamning í apríl síðastliðnum og voru skilaboð hjúkrunarfræðinga alveg skýr: hærri grunnlaun. Þetta kom einnig berlega fram í könnuninni sem gerð var í maí, en þar var aflað frek- ari upplýsinga um skoðun hjúkrunarfræðinga á kjarasamningnum. Þegar þessi pistill er ritaður sést ekki til lands í samningaviðræðunum og óvíst hvert stefnir. Ég vil enn þá trúa því að stjórnvöld beri gæfu til að viðurkenna mikilvægi stéttarinnar í heil- brigðiskerfinu og endurspegli það í launakjörum. Það er ekki sjálfgefið að hjúkr- unarfræðingar vinni innan íslenska heilbrigðiskerfisins og störf þeirra þarf að meta að verðleikum. En það styttir upp um síðir. Sú stund rennur upp að samningsgerð ljúki og þá einnig við aðra viðsemjendur, eins og reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög. Von- andi lætur kórónu-faraldurinn undan og lífið kemst í eðlilegt horf sem þó verður ekki eins og áður því þessir erfiðu tímar kenndu okkur ýmislegt gagnlegt sem ekki má gleymast. 6 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Formannspistill Takk, hjúkrunarfræðingar Rannsóknartækifærin eru mörg fyrir hjúkrunarfræðinga og er ég sannfærð um að sá einstaki árangur sem íslenskra heilbrigðiskerfið hefur náð í baráttunni við faraldurinn verður vel kynntur af hjúkr- unarfræðingum, jafnt innan lands sem utan. Þegar ég horfi um öxl yfir þann tíma sem liðinn er af árinu finnst mér eins og heilt ár hafi þotið hjá, svo margt hefur gerst. Eins og fram hefur komið tileinkaði Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin árið 2020 hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum og stóð til að fagna því á ýmsa vegu, m.a. í samvinnu við Ljósmæðrafélag Íslands. Við náðum að halda einn viðburð í Hallgrímskirkju í upphafi árs en öllum öðrum þurfti að fresta vegna kórónu-heimsfaraldursins.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.