Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Síða 9
Þegar sú stund kom að loka þurfti deildinni fyrir öðrum sjúk- lingahópum og setja upp fordyri fremst á deildinni var ljóst að tvöfalda þurfti mannskapinn þannig að starfsemin gengi upp. Venjuleg mönnun með fulla deild tuttugu sjúklinga er fjórir hjúkrunarfræðingar og fjórir sjúkraliðar á morgunvakt og helst einn hlaupari eins og það kallast. Þegar átti að gera ráð fyrir 17 plássum covid-sjúklinga þurfti helst að vera hægt að manna fjögur teymi. Í hverju teymi voru tveir hjúkrunarfræðingar og tveir sjúkraliðar. helmingur teymisins gat því á hverjum tíma verið inni í hlífðarbúning á mengaða svæðinu að sinna sínum sjúklingahóp meðan hitt teymið var frammi og hvíldist eða sinnti öðrum störfum sem kröfðust ekki hlífðarbúnaðar. Í heild þurfti því 16 manns á morgunvakt en sem betur fer þá fór fjöldi sjúklinga aldrei yfir 13 og því dugði oftast að manna morgunvakt með þremur teymum eða 12 manns. nauðsynlegt var að hafa vaktstjóra til að stýra öllum málum, græja það sem græja þurfti og stýra flutningum, innlögnum og útskriftum svo dæmi séu tekin. hann raðaði á vaktir og þurfti að passa að alltaf væri reyndur starfsmaður fyrir innan fordyri og fyrir utan. hann stýrði stöðumati og þurfti að passa að fyrsti hóp- urinn, sem var fyrirframákveðinn, færi strax inn á deild til að leysa af næstu vakt. Vegna aðstæðna gat sá hópur lesið um sjúklingana inni á mengaða svæðinu því gamla vaktin var þar. Starfsfólkið komst fljótt að þeirri niðurstöðu að hámarkstími til að vera í fullum hlífðarbúnaði var 1,5 klst. því eftir þann tíma var fólk bæði mjög þreytt, rennsveitt og komið með eymsli eftir andlitshlífðarbúnaðinn. Breyting á hlutverkum starfsmanna Mikill tími fór í skipulagningu við að fjölga starfsmönnum deildarinar, hafa samband við nýja starfsmenn og raða á vaktir og fór stór hluti vinnutíma annars aðstoðardeildarstjórans í það. rétt þegar deildin var svo orðin stöðug fækkaði sjúk- lingum og þá þurfti að hleypa fólki aftur á sínar heimastöðvar og skýrslubreytingar sem fólust í því voru enn einn álags- punkturinn. Starf deildarstjóra, sem hefur alltaf verið anna- samt, varð ennþá erfiðara því mikil vinna fór í að standa að skipulagi deildarinnar með öllum þeim breytingum sem áttu sér stað í gegnum faraldurinn. Í fyrstu þurfti að undirbúa komu fyrsta sjúklingsins, svo að undirbúa deild til að vera með fleiri en einn covid-sjúkling og byrja að tæma deildina smátt og smátt. Þá viku sem fjöldinn þrefaldaðist þurfti að skipu- leggja lokun deildar, setja upp fordyrið og gjörbreyta deildinni í algjöra einangrunardeild. Ekki tveimur mánuðum frá fyrsta tilfellinu þurfti svo að skipuleggja opnun deildarinnar á ný. Starf sérfræðings í hjúkrun sjúklinga með smitsjúkdóma breyttist algjörlega þannig að ráðgjafarstarf lagðist niður og öll kennsla um sinn. Sá hinn sami fékk hlutverk upplýsingafull- trúa sem aðstoðaði starfsmenn að setja niður verklag í nýju umhverfi covid-19. hann sá um að afla upplýsinga fyrir deild- ina, koma á blað verklagi í samvinnu við starfsfólk og svo að koma þessum upplýsingum áfram til hinna deildanna á Land- spítala sem voru að undirbúa sig fyrir komu covid-sjúklinga. Mappa sem byrjaði með fjórum blaðsíðum af gátlista til undir - búnings deildar, sem deildarstjórinn hafði gert, endaði í 4 cm þykkri covid-möppu fullri af leiðbeiningum, bæði heimatil- búnum og formlegri verkferlum. Í raun teygðist þessi upp lýs - ingagjöf út fyrir spítalann og áttu sér stað samskipti við hjúkr - unarheimili og Vestfirði. Líðan starfsmanna Þó sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar deildarinnar væru vanir að vinna með sýkta einstaklinga, séu bestir í sýkingavörnum og hafi mikla reynslu í að vinna með sjúklingum í einangrun hafði enginn þurft áður að vinna með glænýjan og lífshættu- legan veirusjúkdóm. Ekki hafði heldur reynt á að vera klæddur í skurðstofuhúfu, veirugrímu, hlífðargleraugu og í vatns- heldum hlífðarslopp í lengri tíma. Þessir starfsmenn, þrátt fyrir mikla reynslu og þekkingu, voru óöruggir alveg eins og sam- félagið allt. Starfsmennirnir eru á öllum aldri og sá elsti eldri en sjötugur, sumir hverjir með áhættuþætti, undirliggjandi ónæmisbælingu, aðrir með ung börn á heimilinu, með full- orðna foreldra, ömmur og afa, og enn aðrir ungir og óléttir. allir höfðu sínar áhyggjur og settu sig í mikla nánd við sýkta covid-sjúklinga. Áhyggjurnar voru mismiklar, sumar mjög áberandi og var reynt að koma til móts við aðstæður hvers og eins. Mikil þörf var á að verklag væri skýrt. Mikilvægt var að starfmenn teldu sig örugga í hlífðarbúnaðinum og að enginn afsláttur væri gefinn á öryggi þeirra. Þó smitsjúkdómadeildin hafi lengi verið þekkt fyrir góðan anda og samheldni kom það vel upp á yfirborðið við þessar nýju aðstæður hversu allir studdu vel hver við annan, voru hjálplegir og hvetjandi. Þrátt fyrir áhyggjur og kvíða voru allir boðnir og búnir að leggja sitt af mörkum og mæta í vinnuna. aldrei hefur verið eins auðvelt að manna vaktir því um leið og vantaði á vakt, komu upp veik- indi eða annað þá var alltaf einhver til í að koma. Hlífðarfatnaðurinn hlífðarfatnaðurinn sem starfsfólk þurfti að klæðast olli ýmsum óþægindum. hlífðarsloppurinn var vatnsheldur og því svitnaði fólk mjög mikið í honum. gott ráð, eins og að fara í náttjakka utan yfir vinnuskyrtu, kom í veg fyrir að húðin á framhand- leggjunum klístraðist við sloppinn. Blaut vinnuskyrtan olli því að fólki varð kalt þegar það kom fram á hreint svæði og var komið úr gallanum. Bómullarbolur sjúklinganna kom þar að góðum notum því annaðhvort fór starfsfólk í bolinn innan undir eða var eingöngu í honum undir hlífðarsloppnum. Þannig leið starfsfólki örlítið betur rennblautt af svita. Eitthvað var um að slopparnir drógust upp handlegginn og því tók starfsfólkið upp á að klippa gat í stroffið á sloppnum til að setja þumalinn þar í gegn. Við það héldust ermarnar á sínum stað og er vitað að þessi hugmynd fór á milli deilda. Einnig upp- götvaðist að sloppurinn dróst stundum til þar sem hann var opinn að aftan. Þegar deild var orðin menguð að öllu leyti kom upp sú hugmynd að plástra sloppinn að aftan þannig að minni líkur væri á að hann færðist til og starfsmannafatnaður meng - aðist. græna skurðstofuhettan, sem var fyrst notuð, aflagaðist gjarnan þegar gríman og gleraugun voru sett á og því þurfti fyrsta covid-19-legudeildin á íslandi: smitsjúkdómadeild a7 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.