Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Page 12
hvernig átti að klæða sig úr var í fordyri ásamt ruslakörfu sem tók við óhreinum hlífðarbúnaði. Samskipti Það var ótrúleg heppni að deidin átti tvo „baby monitora“ vegna þess að sjúklingur hafði nýlega legið inni sem gat ekki notað hefðbundna bjöllu. Vegna þessa kom upp sú hugmynd að nota tækið inni á einangrunarstofunum til þess að geta betur átt samskipti við sjúklinga. Þá væri hægt að fá allar upplýsingar um hver þörfin væri áður en starfsmaður klæddi sig upp og færi inn. Þetta reyndist gífurlega hjálplegt og sjúklingar tóku vel í þetta fyrirkomulag. Deildin keypti því fleiri „baby monitora“ til að hafa inni á öllum herbergjum. Þegar deildin þurfti að loka vegna fjölda legusjúk- linga var sett upp fordyri framarlega á ganginum sem aðskildi alla deildina fyrir utan þrjú herbergi. fyrir innan fordyrið var mengaða svæðið og alltaf starfsmenn þar fyrir innan í fullum hlífðarbúnaði. Þegar þessi staða var komin upp varð starfsfólki ljóst að þörf væri á að merkja sig með nafni því erfitt var að sjá hver var undir hverjum búningi. Byrjað var á því að skrifa nafn starfsmanns á límmiða sem færi svo á slopp- inn. fljótlega fór af stað umræða um þörf á myndum af starfsfólki fyrir sjúklingana til að gera þetta meira persónulegt og þá tók ritarinn upp á að finna myndir af öllu starfsfólki, prenta út í lit og plasta þannig að hver og einn var merktur með mynd og nafni inni í einangrun. Mikil ánægja var meðal sjúklinga með þessa nýtilkomnu breytingu. hægt var að hafa opið inn á stofur og sjúklingar gátu komið fram og farið í göngu - túr utan herbergis en innan lokuðu deildarinnar. Starfsfólk sá hvað sjúklingum leið betur andlega að geta komist út af stofunum, hreyft sig og séð aðra sjúklinga. Þegar þar var komið sögu þurfti ekki „baby monitora“ en fengn ar voru tetrastöðvar til að starfsmenn gætu átti samskipti sín á milli. hvert teymi var með stöð á mengaða svæðinu og á hreina svæðinu. Einu símarnir frammi voru ritarasími og vaktstjóra- sími og augljóst var að auka þurfti möguleikann á samskiptum milli starfsmanna. komið var upp lokaðri spjallrás fyrir starfsfólk deildarinnar í heilsugátt til að byrja með. Síðar fengust gefnar spjaldtölvur og var ein höfð á hvorum hluta deildarinnar. Þær voru notaðar til að eiga samskipti í gegnum facetime. Einnig nýttust þær sjúk- lingum, sem höfðu ekki snjallsíma, til að eiga í samskiptum við ættingja vegna heim- sóknarbanns. Þar komu þær að góðum notum. Aðföng allt skipulag breyttist með lokun deildarinnar. Öll aðstaða var á mengaða svæðinu, býtibúr, lín, lyfjaherbergi og vakt, en hreinu herbergin fyrir framan fordyri voru notuð sem vakt, kaffistofa og geymsla með hlífðarfatnaði þar sem fólk klæddi sig í búnaðinn. allt auka lín, lyf og birgðir þurfti að flytja fram áður en deildin lokaði og endaði með því að skálinn fyrir framan deildina var orðinn fullur af grindum með dóti. Það nauðsynlegasta sem þurfti fyrir hjúkrun sjúklinga með önd unar færa - sýkingar var haft á mengaða svæðinu. hugsa þurfti fyrir öllu. Lyf sjúklinga fóru inn og voru ekki tekin út af deildinni. Skönnun á kanbanspjöldum fór fram á hjólaborði inni í fordyri fyrst í stað þar sem næturvaktin raðaði öllum spjöldunum á hjólaborð þannig að skönnunarfólkið þurfti ekkert að snerta. Síðar fengust skápar frammi í skála til að geyma allar birgðir og slá fyrir kanbanspjöldin. Þá voru spjöld in sprittuð og eitt sett af öllu sett fram þannig að hægt var að skanna fyrir framan deildina. Starfsfólk þurfti að vera vakandi fyrir vöntun á mat og kalla fram til vaktstjóra það sem vantaði þar. Línið sem hafði verið pantað af ritara á morgunvöktum var nú pantað á næturvöktum inni á mengaða svæð inu og þörfin fyrir lín breyttist heil- mikið. allt í einu þurfti að panta auka lín fyrir starfsfólk deildarinnar, boli, jakka og handklæði, svo allir gætu, ef vildu, farið í sturtu í lok vaktar. Bæði apótekið og birgða - stýringin jók þjónustu við deildina því erfitt var að vita hvað þurfti af innviðum því um nýjan sjúkdóm var að ræða. Ákveð ið var að hafa tvo hjólastóla inni á mengaða berglind guðrún chu 12 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Bráðabirgðafordyri. Í fyrstu voru skilaboðin um að nóg væri að vera með skurðstofugrímu og hanska. Síðar bættist við margnota sloppur eða svunta. Í raun voru allar upplýsingar óljósar í fyrstu því nýjar upplýs - ingar um sjúkdóminn bárust daglega.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.