Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Qupperneq 16
förgörðum í þessum látum og hverju væri hægt að sinna betur. Þá var sett niður verklag til að minna á mikilvægi aðstoðar við hreyfingu og æfinga, minnt á að afhenda sjúklingum fræðslu- bæklinga sem höfðu verið útbúnir og sumir hverjir nýkomnir úr prentun, eins og upplýsingar um næringu sjúklinga, upp lýs - ingar frá prestunum um andlegan stuðning og frá sálfræði þjón - ustunni. Lögð var áhersla á að fylgjast betur með næringu sjúk- l inga, að sinna meiri fjölskylduhjúkrun, nota tímann t.d. frammi á hreina svæðinu í að hringja meira í ættingja og gefa upp - lýsingar og stuðning. Sumir tóku upp á að nota nudd til að auka vellíðan sjúklinganna og gátu gefið sér meiri tíma með sjúk- lingunum til að sinna andlegum stuðningi og virkri hlust un. Flutningar Þegar skipulögð var koma fyrsta sjúklingsins var ákveðið að best væri að flytja sjúklinginn úr a-álmunni í gegnum kjall- aradyr og með lyftunni í a-stigagangi upp á sjöundu hæð á a7. Þessa leið átti svo eftir að nota oft og mikið. Þetta er stysta leiðin upp á deildina og með henni er hægt að sleppa því að fara með sjúklinginn í gegnum allan spítalann á leið upp á deild. Í raun var þessi leið notuð fyrir alla ættingja, sýkta og ósýkta, nýja sjúklinga sem komu með sjúkrabíl að heiman, sjúklinga sem komu frá göngudeildinni Birkiborg, útskrifaða sjúklinga og til líkflutninga. Vegna mikillar notkunar var a- álman fljótt lokuð af fyrir annarri umferð en til og frá deild a7 og a6 sem var næsta legudeild sem tók við covid-sjúklingum. Sjúklinga sem þurfti að flytja til og frá gjörgæslunni þurfti hins vegar að fara með stystu leiðina í gegnum spítalann, þá í gegnum skálann fyrir framan deildina, niður með skálalyftum og yfir á næstu hæð fyrir neðan eða E6. Bráðadeildin tók í fyrstu á móti covid-sjúklingum í skúrum fyrir utan bygg- inguna en svo þegar fjölgun varð á sjúklingum þurfti deildin að stúka af gang inni á bráðadeildinni þar sem voru útbúin nokkur einangrunarherbergi. um leið og sjúklingarnir fóru að koma þangað inn og þurftu innlögn þurftu þeir að fara í gegnum spítalann upp á a7 í gegnum E-álmu annarrar hæðar og upp á deild með skálalyftunum. Í hvert sinn sem flytja þurfti sjúkling þurfti að fara af stað ákveðið ferli, hringja þurfti í öryggisverði sem lokuðu af leiðum og héldu lyftum opnum. flutningsþjónusta þurfti að frétta af lokaðri leið. Tveir starfsmenn þurftu að fara með sjúk- lingi í öllum hlífðarbúnaðinum þar sem einn hélst hreinn og sótthreinsaði alla snertifleti á eftir sjúklingnum. rétt í byrjun var ræsting kölluð til þess að sótthreinsa flutningssvæðið en mjög fljótt kom í ljós að það virkaði engan veginn því flækju- stigið varð allt of mikið. Þegar flutningi var lokið þurfti að opna inn á allar leiðir aftur. Sjúklinga sem grunur lék á eða staðfest var að væru með covid þurfti að flytja í hlífðarfatnaði. Þeir þurftu að vera með veirugrímu án túðu ef þeir gátu það, vera í slopp og með hanska. Ef þeir komu úr a0 kjallara þurfti starfsmaður að fara niður til að taka á móti og aðstoða viðkomandi í þennan búnað. Ef ástand sjúklings var þó þannig að hann gat ekki haft veiru- grímu á sér, t.d. vegna of mikillar súrefnisþarfar og var með súrefnismaska, þurfti að flytja hann með svokölluðu húddi. húdd er eins og langur gegnsær kassi úr linu plasti með síum og opum fyrir ýmsar tengingar. Á öðrum endanum voru tengdir ventlar sem hleyptu lofti inn og á hinum endanum síaðist loftið frá sjúklingnum út. Í fyrstu voru til tvö húdd og það var ekki auðvelt að vinna með slíkan grip. flækjustigin voru mörg. Þó gæðaskjal hafði verið útbúið til að lýsa virkni og samsetningu húddsins fannst starfsfólki, sem ekki þekkti til, þetta mjög flókið. Eitt húdd var til sem var mun tæknilegra og flóknara í samsetningu og var notað sérstaklega ef flytja þurfti sjúklinga með bíl eða flugvél. Boðið var upp á námskeið til að læra á það húdd og fór einn hjúkrunarfræðingur deildar - innar á það námskeið. Byrjunarörðugleikar varðandi húddin voru ýmisleg. Í fyrstu var óljóst hver bar ábyrgð á gripnum. húddin höfðu alltaf verið geymd á bráðadeildinni og ljóst var að kalla þurfti eftir því þaðan. Starfsmaður fylgdi með en það þurfti marga til að koma upp fyrsta húddinu og koma sjúk- lingnum í það. Eftir flutninginn þurfti deildin að þrífa húddið fyrir skil og það var annað flækjustig því plássið var lítið og kassinn fullur af ýmsum aukahlutum og tengingum sem erfitt var að þrífa. Eftir að deildin lét vita að þessi vinna gengi ekki á deildinni vegna plássleysis og tímaskorts komst þetta í gott ferli þar sem bráðadeildin sá alfarið um að koma með húddið, aðstoða með að setja sjúkling í það og sá svo um að skila því og ræsta. Meðan bráðleikinn var sem mestur var mikið um gjörgæsluflutninga og iðulega þurfti húddið í það. Einu sinni berglind guðrún chu 16 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 Hjúkrunarfræðingur með sýnapinna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.