Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 19
Erla Björnsdóttir, mannauðsráðgjafi fræðslu og starfsþróunar og hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á akureyri, segir óvissu hafa ríkt á þessum tíma sem hafi kallað á skjót viðbrögð, enda hafi ákvarðanir breyst frá degi til dags, en hún var lykilstarfs - maður viðbragðsstjórnar sjúkrahússins á akureyri vegna covid-19. „Það gat verið erfitt að líta í öll horn á slíkum hraða, og ákvarðanir sem teknar voru í dag gátu verið breyttar á morg un,“ segir hún. Þrátt fyrir að ástandið hafi verið eins graf - alvarlegt og það var hefur Ólöf Sólrún Vilhjálmsdóttir, hjúkr - unarfræð ingur á smitsjúkdómadeild a7 í fossvogi, aldrei notið þess jafn mikið að vinna á spítalanum. „Við vorum að setja okkur í hættu með því að sinna þessu fólki, og maður hefur það alltaf á bak við eyrað hversu mikilvægt það er fyrir okkur að huga því sérstaklega vel að hlífðarbúnaði og hrein- læti. Þetta hefur einnig haft töluverð áhrif á líf manns utan vinnunnar, en til að mynda þurfti ég að takmarka heimsóknir mínar til fólksins í kringum mig til muna,“ segir hún. Ástandið hafi sannarlega tekið á, jafnt andlega sem líkamlega, og hún viðurkennir það að hafa grátið reglulega vegna aðstæðnanna. „Það er þó engin skömm í því þar sem við erum jú öll mennsk og þetta fylgir bara þessu starfi.“ Thelma rut Bessadóttir, 4. árs nemandi á smitsjúkdóma- deild Landspítala, segist vera afar þakklát fyrir þann hlífðar- búnað sem við höfum, „og ég viðurkenni það að ef við hefðum ekki þennan hlífðarbúnað myndi ég ekki sinna þessum skjól - stæðingum,“ en Thelma er barnshafandi að sínu öðru barni. „Þar sem ég er gengin nokkuð á leið var ég alls ekki viss fyrst hvort ég ætlaði yfirhöfuð að taka þátt í hjúkrun þessara skjól - stæðinga vegna þess að ég vissi í raun ekkert hvernig þessi veira getur haft áhrif á meðgöngu.“ Það hefur tekið á margan að klæðast hlífðarbúnaði til lengri tíma og ekki hvað síst hefur það tekið á andlegu hliðina, segir Ólöf. Sólveig tekur í sama streng og segir: „Mér finnst það reyna mikið á að vera manneskjuleg í þessum hlífðarfatnaði og geta ekki haldið í hönd á sjúklingnum mínum án þess að vera í hanska þegar ég reyni að sýna honum stuðning og sam- hygð,“ segir Sólveig. Mun hjúkrun breytast í kjölfar covid-19? En hvað tekur svo við? Mun hjúkrun breytast til frambúðar? „Í raun ekki þar sem við erum jú að sinna grunnþörfum einstak- linganna núna jafnt og áður,“ segir Thelma rut. „Það sem mér finnst að eigi ef til vill eftir að breytast í kjölfar þessa faraldurs er að meiri samvinna verður eflaust milli deilda og það eykur líkur á að sjúklingurinn fái betri þjónustu.“ Ólöf tekur í sama streng: „hjúkrun mun alltaf vera eins í grunninn, þ.e. að sýna umhyggju og hjúkra veiku fólki og veita því þá aðstoð sem þörf er á.“ hún telur aftur á móti að fólk muni almennt kunna að meta hjúkrun og störf hjúkrunarfræðinga betur en það gerði áður. „Það áttar sig jafnvel betur á hvað það er sem felst virkilega í starfi hjúkrunarfræðinga á hverjum einasta degi,“ segir Ólöf. „hjúkrun er í stöðugri þróun. Ég er ekkert viss um að þessi faraldur valdi einhverri stökkbreytingu í hjúkrun sem slíkri þó „allir lögðu sig fram við að læra nýja dansinn“ tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 96. árg. 2020 19 Áslaug Salka Grétarsdóttir, verkefnastjóri á heilbrigðisupplýsingasviði embættis landlæknis.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.